Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. nóvember 2025 10:06 Tvíburaturnarnir þann 9. september árið 2001. Wikimedia Commons/Michael Foran Fáir atburðir samtímans hafa skapað jafn mikla tortryggni og árásirnar 11. september 2001. Í mörgum samsæriskenningum eru bandarísk stjórnvöld sögð hafa annaðhvort skipulagt árásirnar eða vísvitandi látið þær gerast, til að fá átyllu til hernaðar í Írak. Fáir atburðir samtímans hafa skapað jafn mikla tortryggni og árásirnar 11. september 2001. Í mörgum samsæriskenningum eru bandarísk stjórnvöld sögð hafa annaðhvort skipulagt árásirnar eða vísvitandi látið þær gerast, til að fá átyllu til hernaðar í Írak. Þrátt fyrir umfangsmiklar rannsóknir, traust verkfræðileg gögn og ótal vitni lifa slík sjónarmið enn góðu lífi. Mest áberandi eru fullyrðingar um að Tvíburaturnarnir – og síðar svokölluð bygging 7 – hafi verið sprengdir í stýrðu niðurrifi, auk hugmyndarinnar um að flugskeyti hafi skollið á Pentagon, en ekki farþegaþota. Óþægilega mannleg svör En hvers vegna lifa þessar hugmyndir enn þegar sönnunargögnin eru svo yfirþyrmandi til samræmis við opinberar skýringar? Í nýrri umfjöllun Skuggavaldsins leitast fræðimennirnir Hulda Þórisdóttir og Eiríkur Bergmann við að svara því. Svar þeirra er bæði kunnuglegt og óþægilega mannlegt. Kenningin um að turnarnir hafi verið sprengdir heldur velli því hún lítur sannfærandi út við fyrstu sýn. Að einungis sprengjur geti skýrt hversu hratt þeir féllu, að rykið sem spýttist út um gluggana við hrunið sé einnig merki um sprengingu og svo að hitinn sem skapaðist við brunann hafi ekki dugað til að bræða stál og fella byggingarnar. En verkfræðilega skýringin er í raun einfaldari: hitinn sem myndaðist inni í turnunum dugði til að veikja burðarvirkið, eldsneyti og innviðir héldu eldinum gangandi og efri hæðir hrundu niður á þær neðri í sívaxandi keðjuverkun. En þessi jarðbundna niðurstaða keppir við myndbönd sem virðast sýna allt annað. Hrundi án snertingar við flugvél Bygging 7 er mögulega sú ráðgáta sem heillar samsæriskenningasmiði mest allra. Engin flugvél snerti hana, hún hrundi hreint og „beint niður“, og í byggingunni var grunsamleg starfsemi, svo sem CIA, Secret Service og varnarmálaráðuneytið. Þá þykir ekki síður grunsamlegt að eigandi byggingarinnar, Larry Silverstein, hafði tekið út tryggingar á þær skömmu fyrir árásirnar. En þegar nánar er gáð skýrist fall hennar með stjórnlausum bruna í sex til sjö klukkustundir af völdum rústa úr turnunum, skemmdu vatnsúðakerfi og því að mikilvægur burðarbiti missti stuðning þegar gólffletir gáfu sig. Óskýrt myndband og lítið gat í fyrstu fréttaljósmyndum urðu undirstaða hugmyndar um að eldflaug, ekki flugvél, hafi lent á Pentagon. En rannsóknir sýna hið gagnstæða: vélarhlutar með raðnúmerum, brot úr hreyflum, lendingarbúnaður, radarspor og DNA allra farþega og áhafnar. Djúpt vantraust Hér er kannski áhugaverðara að rýna í það hvers vegna fólk kýs að trúa öðru en gögnin sýna. Eftir innrásina í Írak í kjölfarið, lygar um gereyðingarvopn og afhjúpanir um pyntingar Bandaríkjamanna í Abu Ghraib-fangelsinu myndaðist djúpt vantraust á bandarísk stjórnvöld. Í þeirri tortryggni blómstra kenningar sem virðast veita „betri“ skýringu en hið flókna og óreiðukennda svar sem gögnin bjóða upp á. Skuggavaldið fjallar í næsta þætti um þessar pólitísku forsendur tortryggni gagnvart Bush, Cheney, Saudi-Arabíu, olíuhagsmunina, Mossad og allt það sem varð að frjósömum jarðvegi fyrir samsæriskenningar um fall tvíburaturnanna. Bandaríkin Hryðjuverkin 11. september 2001 Skuggavaldið Mest lesið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Menning Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Sjá meira
Fáir atburðir samtímans hafa skapað jafn mikla tortryggni og árásirnar 11. september 2001. Í mörgum samsæriskenningum eru bandarísk stjórnvöld sögð hafa annaðhvort skipulagt árásirnar eða vísvitandi látið þær gerast, til að fá átyllu til hernaðar í Írak. Þrátt fyrir umfangsmiklar rannsóknir, traust verkfræðileg gögn og ótal vitni lifa slík sjónarmið enn góðu lífi. Mest áberandi eru fullyrðingar um að Tvíburaturnarnir – og síðar svokölluð bygging 7 – hafi verið sprengdir í stýrðu niðurrifi, auk hugmyndarinnar um að flugskeyti hafi skollið á Pentagon, en ekki farþegaþota. Óþægilega mannleg svör En hvers vegna lifa þessar hugmyndir enn þegar sönnunargögnin eru svo yfirþyrmandi til samræmis við opinberar skýringar? Í nýrri umfjöllun Skuggavaldsins leitast fræðimennirnir Hulda Þórisdóttir og Eiríkur Bergmann við að svara því. Svar þeirra er bæði kunnuglegt og óþægilega mannlegt. Kenningin um að turnarnir hafi verið sprengdir heldur velli því hún lítur sannfærandi út við fyrstu sýn. Að einungis sprengjur geti skýrt hversu hratt þeir féllu, að rykið sem spýttist út um gluggana við hrunið sé einnig merki um sprengingu og svo að hitinn sem skapaðist við brunann hafi ekki dugað til að bræða stál og fella byggingarnar. En verkfræðilega skýringin er í raun einfaldari: hitinn sem myndaðist inni í turnunum dugði til að veikja burðarvirkið, eldsneyti og innviðir héldu eldinum gangandi og efri hæðir hrundu niður á þær neðri í sívaxandi keðjuverkun. En þessi jarðbundna niðurstaða keppir við myndbönd sem virðast sýna allt annað. Hrundi án snertingar við flugvél Bygging 7 er mögulega sú ráðgáta sem heillar samsæriskenningasmiði mest allra. Engin flugvél snerti hana, hún hrundi hreint og „beint niður“, og í byggingunni var grunsamleg starfsemi, svo sem CIA, Secret Service og varnarmálaráðuneytið. Þá þykir ekki síður grunsamlegt að eigandi byggingarinnar, Larry Silverstein, hafði tekið út tryggingar á þær skömmu fyrir árásirnar. En þegar nánar er gáð skýrist fall hennar með stjórnlausum bruna í sex til sjö klukkustundir af völdum rústa úr turnunum, skemmdu vatnsúðakerfi og því að mikilvægur burðarbiti missti stuðning þegar gólffletir gáfu sig. Óskýrt myndband og lítið gat í fyrstu fréttaljósmyndum urðu undirstaða hugmyndar um að eldflaug, ekki flugvél, hafi lent á Pentagon. En rannsóknir sýna hið gagnstæða: vélarhlutar með raðnúmerum, brot úr hreyflum, lendingarbúnaður, radarspor og DNA allra farþega og áhafnar. Djúpt vantraust Hér er kannski áhugaverðara að rýna í það hvers vegna fólk kýs að trúa öðru en gögnin sýna. Eftir innrásina í Írak í kjölfarið, lygar um gereyðingarvopn og afhjúpanir um pyntingar Bandaríkjamanna í Abu Ghraib-fangelsinu myndaðist djúpt vantraust á bandarísk stjórnvöld. Í þeirri tortryggni blómstra kenningar sem virðast veita „betri“ skýringu en hið flókna og óreiðukennda svar sem gögnin bjóða upp á. Skuggavaldið fjallar í næsta þætti um þessar pólitísku forsendur tortryggni gagnvart Bush, Cheney, Saudi-Arabíu, olíuhagsmunina, Mossad og allt það sem varð að frjósömum jarðvegi fyrir samsæriskenningar um fall tvíburaturnanna.
Bandaríkin Hryðjuverkin 11. september 2001 Skuggavaldið Mest lesið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Menning Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Sjá meira