Skora á Lilju eftir hörfun Einars Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. nóvember 2025 10:58 Lilja Alfreðsdóttur hefur borist stuðningur úr Reykjavík til að bjóða sig fram til formanns Framsóknar. Vísir/Vilhelm Stjórn Framsóknarfélags Reykjavíkur skorar á Lilju Dögg Alfreðsdóttur varaformann flokksins að bjóða sig fram til formanns Framsóknar á komandi flokksþingi og leiða flokkinn inn í nýja tíma. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknar í Reykjavík tilkynnti í gær að hann hyggðist ekki bjóða sig fram. Áskorunin til Lilju um að bjóða sig fram kemur fram í tilkynningu frá stjórninni. Flokksþing fer fram í febrúar og verður þá nýr formaður kjörinn en Sigurður Ingi Jóhannsson hefur tilkynnt að hann muni ekki gefa kost á sér að nýju. Ungir Framsóknarmenn í Reykjavík hafa þegar skorað á Lilju að gefa kost á sér en Framsóknarmenn í Garðabæ hafa skorað á Willum Þór Þórsson að gera slíkt hið sama. Bæði hafa Lilja og Willum sagst íhuga framboð. Einar Þorsteinsson fyrrverandi borgarstjóri og oddviti Framsóknar hafði oft verið nefndur í umræðunni um mögulegan formann. Hann tilkynnti í gær að hann muni ekki bjóða sig fram og sagði í samtali við Vísi mestu máli skipta að koma núverandi borgarstjórnarmeirihluta frá völdum. Hann sagði þó hafa komið sér á óvart hve margir hafi hvatt hann til að bjóða sig fram. „Já það bara kom mér á óvart hvað það hvöttu mig margir til þess. en ég tel að það sé mikilvægara verkefni á mínu borði í dag að koma flokknum aftur til valda í Reykjavík, í gott samstarf við flokka sem eru tilbúnir að hlaupa hraðar, taka djarfar ákvarðanir og bæta rekstur borgarinnar,“ sagði Einar í gær. Í tilkynningu stjórnar Framsóknarfélags Reykjavíkur segir að Lilja hafi sýnt það í störfum sínum að hún hafi allt að bera sem þurfi til þess að vera formaður Framsóknar. „Lilja Dögg hefur sýnt það í störfum sínum í langan tíma að hún er hugsjóna- og framóknarmanneskja fram í fingurgóma, með ástríðu fyrir samvinnustefnunni, auk þess sem hún býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu á efnahagsmálum, alþjóðamálum og framtíð gervigreindar,“ segir í yfirlýsingu stjórnar Framsóknarfélags Reykjavíkur. Lilja sagði síðast í samtali við fréttastofu fyrir rúmum mánuði að hún hefði enn ekki ákveðið að bjóða sig fram til formanns. Hún hefði þó ítrekað verið hvött til þess að sækjast eftir embættinu. Frétt uppfærð 13:37. Ranglega kom fram að Ungir Framsóknarmenn hefðu lýst yfir stuðningi við Lilju Alfreðsdóttur, á meðan hið rétta er að Ungir Framsóknarmenn í Reykjavík lýstu yfir stuðningi við hana. Þetta hefur verið leiðrétt. Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Á félagsfundi Framsóknar í Garðabæ var tillaga stjórnar um að uppstilling verði viðhöfð sem aðferð við val á framboðslista flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar þann 16. maí 2026, samþykkt einróma. Fundurinn samþykkti einni að skora á Willum Þór Þórsson að gefa kost á sér í embætti formanns Framsóknar. 19. nóvember 2025 09:19 „Það er óákveðið“ „Það er óákveðið,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, aðspurð hvort hún hyggist bjóða sig fram til formanns. Hún hafi þó verið ítrekað hvött til þess að sækjast eftir embættinu. 18. október 2025 14:44 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Fleiri fréttir Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Sjá meira
Áskorunin til Lilju um að bjóða sig fram kemur fram í tilkynningu frá stjórninni. Flokksþing fer fram í febrúar og verður þá nýr formaður kjörinn en Sigurður Ingi Jóhannsson hefur tilkynnt að hann muni ekki gefa kost á sér að nýju. Ungir Framsóknarmenn í Reykjavík hafa þegar skorað á Lilju að gefa kost á sér en Framsóknarmenn í Garðabæ hafa skorað á Willum Þór Þórsson að gera slíkt hið sama. Bæði hafa Lilja og Willum sagst íhuga framboð. Einar Þorsteinsson fyrrverandi borgarstjóri og oddviti Framsóknar hafði oft verið nefndur í umræðunni um mögulegan formann. Hann tilkynnti í gær að hann muni ekki bjóða sig fram og sagði í samtali við Vísi mestu máli skipta að koma núverandi borgarstjórnarmeirihluta frá völdum. Hann sagði þó hafa komið sér á óvart hve margir hafi hvatt hann til að bjóða sig fram. „Já það bara kom mér á óvart hvað það hvöttu mig margir til þess. en ég tel að það sé mikilvægara verkefni á mínu borði í dag að koma flokknum aftur til valda í Reykjavík, í gott samstarf við flokka sem eru tilbúnir að hlaupa hraðar, taka djarfar ákvarðanir og bæta rekstur borgarinnar,“ sagði Einar í gær. Í tilkynningu stjórnar Framsóknarfélags Reykjavíkur segir að Lilja hafi sýnt það í störfum sínum að hún hafi allt að bera sem þurfi til þess að vera formaður Framsóknar. „Lilja Dögg hefur sýnt það í störfum sínum í langan tíma að hún er hugsjóna- og framóknarmanneskja fram í fingurgóma, með ástríðu fyrir samvinnustefnunni, auk þess sem hún býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu á efnahagsmálum, alþjóðamálum og framtíð gervigreindar,“ segir í yfirlýsingu stjórnar Framsóknarfélags Reykjavíkur. Lilja sagði síðast í samtali við fréttastofu fyrir rúmum mánuði að hún hefði enn ekki ákveðið að bjóða sig fram til formanns. Hún hefði þó ítrekað verið hvött til þess að sækjast eftir embættinu. Frétt uppfærð 13:37. Ranglega kom fram að Ungir Framsóknarmenn hefðu lýst yfir stuðningi við Lilju Alfreðsdóttur, á meðan hið rétta er að Ungir Framsóknarmenn í Reykjavík lýstu yfir stuðningi við hana. Þetta hefur verið leiðrétt.
Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Á félagsfundi Framsóknar í Garðabæ var tillaga stjórnar um að uppstilling verði viðhöfð sem aðferð við val á framboðslista flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar þann 16. maí 2026, samþykkt einróma. Fundurinn samþykkti einni að skora á Willum Þór Þórsson að gefa kost á sér í embætti formanns Framsóknar. 19. nóvember 2025 09:19 „Það er óákveðið“ „Það er óákveðið,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, aðspurð hvort hún hyggist bjóða sig fram til formanns. Hún hafi þó verið ítrekað hvött til þess að sækjast eftir embættinu. 18. október 2025 14:44 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Fleiri fréttir Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Sjá meira
Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Á félagsfundi Framsóknar í Garðabæ var tillaga stjórnar um að uppstilling verði viðhöfð sem aðferð við val á framboðslista flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar þann 16. maí 2026, samþykkt einróma. Fundurinn samþykkti einni að skora á Willum Þór Þórsson að gefa kost á sér í embætti formanns Framsóknar. 19. nóvember 2025 09:19
„Það er óákveðið“ „Það er óákveðið,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, aðspurð hvort hún hyggist bjóða sig fram til formanns. Hún hafi þó verið ítrekað hvött til þess að sækjast eftir embættinu. 18. október 2025 14:44