Lífið

„Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Leikkonan Catherine Zeta-Jones og eiginmaður hennar, Michael Douglas leikstjóri, fögnuðu tuttugu og fimm ára brúðkaupsafmæli sínu í gær.
Leikkonan Catherine Zeta-Jones og eiginmaður hennar, Michael Douglas leikstjóri, fögnuðu tuttugu og fimm ára brúðkaupsafmæli sínu í gær. Instagram

Leikkonan Catherine Zeta-Jones og eiginmaður hennar, Michael Douglas leikari, fögnuðu tuttugu og fimm ára brúðkaupsafmæli sínu í gær. Jones birti fallegar myndir á Instagram-síðu sinni í tilefni dagsins.

Jones og Douglas giftu sig við fallega athöfn á The Plaza-hótelinu í New York árið 2000.

„Fyrir 25 árum síðan gekk ég upp að altarinu, dáleidd af blómailminum, birtunni frá kertunum og hljómfagra, samhljómandi söng velska kórsins, þar sem ég sá þig standa við enda langa gangsins, að horfa á mig á þennan sérstaka hátt sem aðeins þú gerir. Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá. Takk, elskan mín,“ skrifaði Jones við færsluna.

Jones deildi einnig myndum frá brúðkaupsdeginum í story á Instagram-síðu sinni sem má sjá hér að neðan.

Jones ásamt föður sínum að ganga að altarinu.Instagram
Fjölskyldan saman á brúðkaupsdaginn.Instagram
Hjónin við altarið.Instagram
Instagram
Hjónin á brúðkaupsdaginn.Instagram
Það var fjölmennt í veislunni.Instagram

Douglas og Jones kynntust árið 1998 og eiga saman tvö börn, Dyl­an Michael og Carys Zetu. 

Hjónin eiga bæði afmæli þann 25. september, Catherine fæddist árið 1969 og Michael árið 1944. Það er því 25 ára aldursmunur á milli þeirra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.