Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Sif Sigmarsdóttir skrifar 20. nóvember 2025 07:01 Samhengið með Sif eru vikulegir pistlar sem birtast alla fimmtudagsmorgna á Vísi. Vísir „Allar konur breytast að endingu í móður sína – það er þeirra harmleikur,“ ritaði Oscar Wilde. Sumar umbreytingar eru óhjákvæmilegar. Um þessar mundir eiga sér hins vegar stað ein undarlegustu hamskipti sem sést hafa frá því að sölumaðurinn Gregor Samsa breyttist í bjöllu í bók Kafka. Rithöfundi kastað fyrir úlfana Kate Clanchy var stolt af ævistarfi sínu sem kennari í grunnskóla á Englandi, þar sem hún kenndi efnalitlum og afskiptum börnum ljóðagerð. Árið 2019 skrifaði Kate ástríðufulla bók um hvað hún hefði lært af nemendum sínum, sem margir voru börn frá stríðshrjáðum löndum. Fyrir bókina hlaut hún ein virtustu bókmenntaverðlaun Bretlands. Kate Clanchy.Getty En skjótt skipast veður í lofti. Ári eftir að Kate hlaut verðlaunin tóku henni að berast hatursfull skilaboð á internetinu. Hún var sökuð um að vera „rasisti“, meðal annars vegna lýsingar á augum eins nemanda sem „möndlulaga“ í bókinni. Hún var sögð „hvít millistéttarkerling haldin bjargvættarkomplex“ sem ylli börnunum sem hún reyndi að hjálpa skaða. Gagnrýnendur uppnefndu hana KKKClanchy. Þótt nemendur Kate kæmu kennara sínum til varnar – stúlkan með möndlulaga augun sagði lýsinguna algenga í þeim menningarheimi sem hún kæmi frá og krakkarnir sögðu Kate ekki hafa bjargað sér heldur valdeflt sig – kröfðust siðapostular internetsins þess að henni yrði refsað fyrir meintar syndir sínar. Þeim varð að ósk sinni. Útgefandi Kate kastaði henni fyrir úlfana og bað lesendur afsökunar á „þeim tilfinningalegu þjáningum“ sem bókin hafði valdið þeim. Rithöfundasamband Bretlands sneri við henni baki. Kate missti útgefandann, umboðsmann sinn, vinnuna, lífsviðurværið og mannorðið. Kate var slaufað. Sögu hennar var þó ekki lokið. Endalok vinstra vóksins „Við höfum nú bundið enda á vók kjaftæðið,“ sagði Donald Trump, Bandaríkjaforseti, í ræðu við upphaf árs. Uppræting hinnar svo kölluðu „woke“ hreyfingar vinstri manna hefur verið eitt helsta baráttumál popúlista nær og fjær. Svo kann að vera að nú hylli undir endalok hennar. Í upphafi mánaðar baðst fyrrverandi útgefandi Kate Clanchy afsökunar á framkomu sinni í garð rithöfundarins í siðafárinu tengdu bók hennar. „Þessi atburðarás í fortíð Pan Macmillan forlagsins var skammarleg,“ sagði framkvæmdastjóri útgáfunnar. Þótt aðeins fjögur ár séu liðin frá því að Kate Clanchy var slaufað eru teikn á lofti um að æ fleiri líti á siðferðishreinsanir vók áranna eins og nornabrennur miðalda: Orðinn hlut í fortíð sem við getum lítið gert við annað en farið hjá okkur. Dálítið eins og sítt að aftan ... Fylgi við málstaðinn laut sömu lögmálum og heitasta hárgreiðsla níunda áratugarins: Við vorum ekki alveg viss með þetta en töldum öruggara að fylgja tískunni ef vera skyldi að fjöldinn vissi eitthvað sem við vissum ekki. Það er aðeins þegar við lítum til baka að við sjáum að þótt byltingin gegn ríkjandi normum hafi verið vel meint gengum við of langt – að undanskildum Herberti Guðmundssyni klæðir sítt að aftan ekki nokkurn mann. En þótt vinstra vókið sé á undanhaldi er ástæða til að hugsa sig tvisvar um áður en maður sleppir beislinu fram af sínum innri Láka jarðálfi. „White lives matter“ Popúlistar um heim allan ganga nú í gegnum hamskipti. Þeir breytast þó hvorki í mömmu sína né bjöllu heldur pólitíska andstæðinga. Nú lítur dagsins ljós nýjung sem nefnd hefur verið hægra vókið. Stjórnmálaskýrendur segja það snúast um uppgerðarviðkvæmni, sjálfsmyndarpólitík, fórnarlambavæðingu og menningarstríð, alveg eins og vinstra vókið, nema í stað þess að „black lives matter“ séu skilaboðin að „white lives matter“. Að losna undan ægivaldi vóksins var eins og að komast loks heim til sín og láta allt flakka eftir að hafa klæðst aðhaldssokkabuxum í jólahlaðborði. Eigum við nú að þurfa að fara aftur í sokkabuxurnar og taka að tipla á tánum kringum Snorra Másson? SAMHENGIÐ Hugtakið „woke“ var upphaflega notað sem hvatning um árvekni í réttindabaráttu svartra í Bandaríkjunum. Smám saman víkkaði merking orðsins, sem fór að ná yfir baráttu gegn almennu félagslegu óréttlæti. Síðustu misseri hefur orðið fengið neikvæða þýðingu og er í auknum mæli notað sem níðorð. Nýleg færsla fjölmiðlamannsins Egils Helgasonar á Facebook fangar breytta mynd þess: „Mikið er maður orðinn leiður á þessu fáránlega skammaryrði „vók“ sem þýðir í rauninni allt og ekkert. Er bara meira eins og „hí á þig“.“ Hugtakið hægra vókið hefur sést ítrekað í breskum og bandarískum fjölmiðlum undanfarnar vikur. Er það notað um pólitísk öfl á hægri væng stjórnmálanna sem stunda sömu sjálfmyndarpólitík og þau gagnrýndu vinstrimenn fyrir. Hægra vókið lítur á sig sem jaðarsettan hóp fólks sem berst fyrir vestrænum gildum, kristni og „hefðbundinni fjölskyldu“ og telur sig fórnarlömb frjálslyndra afla. Í síðustu viku fjallaði pistlahöfundur breska dagblaðsins The Times um komu hægra vóksins til Bretlands frá Bandaríkjunum. Nefndi hann sem dæmi um áhrif hreyfingarinnar orð þingkonu popúlistaflokksins Reform um að hún „þyldi ekki þegar hún sæi auglýsingar fullar af svörtu fólki og fullar af fólki af asískum uppruna“ því þær endurspegluðu ekki kynþáttalega samsetningu landsins. „Sú var tíðin að manneskja á hægri vængnum ... hefði látið fyrirtæki óáreitt við að selja varning sinn og hefði jafnvel lagst gegn þeirri hugmynd að við færum að skilgreina kynþátt fólks í auglýsingum og halda yfir það bókhald svo að hægt væri að laga þær að pólitískum staðli,“ skrifaði pistlahöfundurinn, sem sjálfur er hægrimaður. Í fyrra breytti Ölgerðin slagorði sínu fyrir sódavatnsdrykkinn Kristal úr „það sést hverjir drekka Kristal“ í „það sést hver drekka Kristal“. Breytingin olli miklu uppnámi meðal manna í afkimum samfélagsmiðilsins X. Fremstur í flokki gagnrýnenda var nýkjörinn varaformaður Miðflokksins, Snorri Másson. Samhengið með Sif Miðflokkurinn Tengdar fréttir Lögmálið um lítil typpi Djúpvitur kona gaf mér eftirfarandi heilræði í kjölfar þess að ég greindi henni frá tilvistarlegri áskorun sem ég stend frammi fyrir: „Þú átt ekki að vera að elta lítil typpi,“ sagði hún. 13. nóvember 2025 07:01 Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Helvítis fokking fokk!“ er frasi sem fangaði angist þjóðarinnar í kjölfar Hrunsins. Rúmum fimmtán árum eftir Búsáhaldabyltinguna standa Íslendingar á ný frammi fyrir hruni. Að þessu sinni eru hins vegar orðin, sem voru okkur fróun á tímum efnahagsþrenginga, birtingarmynd þess sem við glötum. 23. október 2025 08:15 Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Sumardag árið 1919 rétti ungverskur læknir húshjálp sinni blómvönd og bað hana um að koma honum fyrir í vasa. Næsta dag voru blómin dauð. 16. október 2025 07:01 Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Fleiri fréttir Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Sjá meira
Sumar umbreytingar eru óhjákvæmilegar. Um þessar mundir eiga sér hins vegar stað ein undarlegustu hamskipti sem sést hafa frá því að sölumaðurinn Gregor Samsa breyttist í bjöllu í bók Kafka. Rithöfundi kastað fyrir úlfana Kate Clanchy var stolt af ævistarfi sínu sem kennari í grunnskóla á Englandi, þar sem hún kenndi efnalitlum og afskiptum börnum ljóðagerð. Árið 2019 skrifaði Kate ástríðufulla bók um hvað hún hefði lært af nemendum sínum, sem margir voru börn frá stríðshrjáðum löndum. Fyrir bókina hlaut hún ein virtustu bókmenntaverðlaun Bretlands. Kate Clanchy.Getty En skjótt skipast veður í lofti. Ári eftir að Kate hlaut verðlaunin tóku henni að berast hatursfull skilaboð á internetinu. Hún var sökuð um að vera „rasisti“, meðal annars vegna lýsingar á augum eins nemanda sem „möndlulaga“ í bókinni. Hún var sögð „hvít millistéttarkerling haldin bjargvættarkomplex“ sem ylli börnunum sem hún reyndi að hjálpa skaða. Gagnrýnendur uppnefndu hana KKKClanchy. Þótt nemendur Kate kæmu kennara sínum til varnar – stúlkan með möndlulaga augun sagði lýsinguna algenga í þeim menningarheimi sem hún kæmi frá og krakkarnir sögðu Kate ekki hafa bjargað sér heldur valdeflt sig – kröfðust siðapostular internetsins þess að henni yrði refsað fyrir meintar syndir sínar. Þeim varð að ósk sinni. Útgefandi Kate kastaði henni fyrir úlfana og bað lesendur afsökunar á „þeim tilfinningalegu þjáningum“ sem bókin hafði valdið þeim. Rithöfundasamband Bretlands sneri við henni baki. Kate missti útgefandann, umboðsmann sinn, vinnuna, lífsviðurværið og mannorðið. Kate var slaufað. Sögu hennar var þó ekki lokið. Endalok vinstra vóksins „Við höfum nú bundið enda á vók kjaftæðið,“ sagði Donald Trump, Bandaríkjaforseti, í ræðu við upphaf árs. Uppræting hinnar svo kölluðu „woke“ hreyfingar vinstri manna hefur verið eitt helsta baráttumál popúlista nær og fjær. Svo kann að vera að nú hylli undir endalok hennar. Í upphafi mánaðar baðst fyrrverandi útgefandi Kate Clanchy afsökunar á framkomu sinni í garð rithöfundarins í siðafárinu tengdu bók hennar. „Þessi atburðarás í fortíð Pan Macmillan forlagsins var skammarleg,“ sagði framkvæmdastjóri útgáfunnar. Þótt aðeins fjögur ár séu liðin frá því að Kate Clanchy var slaufað eru teikn á lofti um að æ fleiri líti á siðferðishreinsanir vók áranna eins og nornabrennur miðalda: Orðinn hlut í fortíð sem við getum lítið gert við annað en farið hjá okkur. Dálítið eins og sítt að aftan ... Fylgi við málstaðinn laut sömu lögmálum og heitasta hárgreiðsla níunda áratugarins: Við vorum ekki alveg viss með þetta en töldum öruggara að fylgja tískunni ef vera skyldi að fjöldinn vissi eitthvað sem við vissum ekki. Það er aðeins þegar við lítum til baka að við sjáum að þótt byltingin gegn ríkjandi normum hafi verið vel meint gengum við of langt – að undanskildum Herberti Guðmundssyni klæðir sítt að aftan ekki nokkurn mann. En þótt vinstra vókið sé á undanhaldi er ástæða til að hugsa sig tvisvar um áður en maður sleppir beislinu fram af sínum innri Láka jarðálfi. „White lives matter“ Popúlistar um heim allan ganga nú í gegnum hamskipti. Þeir breytast þó hvorki í mömmu sína né bjöllu heldur pólitíska andstæðinga. Nú lítur dagsins ljós nýjung sem nefnd hefur verið hægra vókið. Stjórnmálaskýrendur segja það snúast um uppgerðarviðkvæmni, sjálfsmyndarpólitík, fórnarlambavæðingu og menningarstríð, alveg eins og vinstra vókið, nema í stað þess að „black lives matter“ séu skilaboðin að „white lives matter“. Að losna undan ægivaldi vóksins var eins og að komast loks heim til sín og láta allt flakka eftir að hafa klæðst aðhaldssokkabuxum í jólahlaðborði. Eigum við nú að þurfa að fara aftur í sokkabuxurnar og taka að tipla á tánum kringum Snorra Másson? SAMHENGIÐ Hugtakið „woke“ var upphaflega notað sem hvatning um árvekni í réttindabaráttu svartra í Bandaríkjunum. Smám saman víkkaði merking orðsins, sem fór að ná yfir baráttu gegn almennu félagslegu óréttlæti. Síðustu misseri hefur orðið fengið neikvæða þýðingu og er í auknum mæli notað sem níðorð. Nýleg færsla fjölmiðlamannsins Egils Helgasonar á Facebook fangar breytta mynd þess: „Mikið er maður orðinn leiður á þessu fáránlega skammaryrði „vók“ sem þýðir í rauninni allt og ekkert. Er bara meira eins og „hí á þig“.“ Hugtakið hægra vókið hefur sést ítrekað í breskum og bandarískum fjölmiðlum undanfarnar vikur. Er það notað um pólitísk öfl á hægri væng stjórnmálanna sem stunda sömu sjálfmyndarpólitík og þau gagnrýndu vinstrimenn fyrir. Hægra vókið lítur á sig sem jaðarsettan hóp fólks sem berst fyrir vestrænum gildum, kristni og „hefðbundinni fjölskyldu“ og telur sig fórnarlömb frjálslyndra afla. Í síðustu viku fjallaði pistlahöfundur breska dagblaðsins The Times um komu hægra vóksins til Bretlands frá Bandaríkjunum. Nefndi hann sem dæmi um áhrif hreyfingarinnar orð þingkonu popúlistaflokksins Reform um að hún „þyldi ekki þegar hún sæi auglýsingar fullar af svörtu fólki og fullar af fólki af asískum uppruna“ því þær endurspegluðu ekki kynþáttalega samsetningu landsins. „Sú var tíðin að manneskja á hægri vængnum ... hefði látið fyrirtæki óáreitt við að selja varning sinn og hefði jafnvel lagst gegn þeirri hugmynd að við færum að skilgreina kynþátt fólks í auglýsingum og halda yfir það bókhald svo að hægt væri að laga þær að pólitískum staðli,“ skrifaði pistlahöfundurinn, sem sjálfur er hægrimaður. Í fyrra breytti Ölgerðin slagorði sínu fyrir sódavatnsdrykkinn Kristal úr „það sést hverjir drekka Kristal“ í „það sést hver drekka Kristal“. Breytingin olli miklu uppnámi meðal manna í afkimum samfélagsmiðilsins X. Fremstur í flokki gagnrýnenda var nýkjörinn varaformaður Miðflokksins, Snorri Másson.
SAMHENGIÐ Hugtakið „woke“ var upphaflega notað sem hvatning um árvekni í réttindabaráttu svartra í Bandaríkjunum. Smám saman víkkaði merking orðsins, sem fór að ná yfir baráttu gegn almennu félagslegu óréttlæti. Síðustu misseri hefur orðið fengið neikvæða þýðingu og er í auknum mæli notað sem níðorð. Nýleg færsla fjölmiðlamannsins Egils Helgasonar á Facebook fangar breytta mynd þess: „Mikið er maður orðinn leiður á þessu fáránlega skammaryrði „vók“ sem þýðir í rauninni allt og ekkert. Er bara meira eins og „hí á þig“.“ Hugtakið hægra vókið hefur sést ítrekað í breskum og bandarískum fjölmiðlum undanfarnar vikur. Er það notað um pólitísk öfl á hægri væng stjórnmálanna sem stunda sömu sjálfmyndarpólitík og þau gagnrýndu vinstrimenn fyrir. Hægra vókið lítur á sig sem jaðarsettan hóp fólks sem berst fyrir vestrænum gildum, kristni og „hefðbundinni fjölskyldu“ og telur sig fórnarlömb frjálslyndra afla. Í síðustu viku fjallaði pistlahöfundur breska dagblaðsins The Times um komu hægra vóksins til Bretlands frá Bandaríkjunum. Nefndi hann sem dæmi um áhrif hreyfingarinnar orð þingkonu popúlistaflokksins Reform um að hún „þyldi ekki þegar hún sæi auglýsingar fullar af svörtu fólki og fullar af fólki af asískum uppruna“ því þær endurspegluðu ekki kynþáttalega samsetningu landsins. „Sú var tíðin að manneskja á hægri vængnum ... hefði látið fyrirtæki óáreitt við að selja varning sinn og hefði jafnvel lagst gegn þeirri hugmynd að við færum að skilgreina kynþátt fólks í auglýsingum og halda yfir það bókhald svo að hægt væri að laga þær að pólitískum staðli,“ skrifaði pistlahöfundurinn, sem sjálfur er hægrimaður. Í fyrra breytti Ölgerðin slagorði sínu fyrir sódavatnsdrykkinn Kristal úr „það sést hverjir drekka Kristal“ í „það sést hver drekka Kristal“. Breytingin olli miklu uppnámi meðal manna í afkimum samfélagsmiðilsins X. Fremstur í flokki gagnrýnenda var nýkjörinn varaformaður Miðflokksins, Snorri Másson.
Samhengið með Sif Miðflokkurinn Tengdar fréttir Lögmálið um lítil typpi Djúpvitur kona gaf mér eftirfarandi heilræði í kjölfar þess að ég greindi henni frá tilvistarlegri áskorun sem ég stend frammi fyrir: „Þú átt ekki að vera að elta lítil typpi,“ sagði hún. 13. nóvember 2025 07:01 Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Helvítis fokking fokk!“ er frasi sem fangaði angist þjóðarinnar í kjölfar Hrunsins. Rúmum fimmtán árum eftir Búsáhaldabyltinguna standa Íslendingar á ný frammi fyrir hruni. Að þessu sinni eru hins vegar orðin, sem voru okkur fróun á tímum efnahagsþrenginga, birtingarmynd þess sem við glötum. 23. október 2025 08:15 Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Sumardag árið 1919 rétti ungverskur læknir húshjálp sinni blómvönd og bað hana um að koma honum fyrir í vasa. Næsta dag voru blómin dauð. 16. október 2025 07:01 Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Fleiri fréttir Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Sjá meira
Lögmálið um lítil typpi Djúpvitur kona gaf mér eftirfarandi heilræði í kjölfar þess að ég greindi henni frá tilvistarlegri áskorun sem ég stend frammi fyrir: „Þú átt ekki að vera að elta lítil typpi,“ sagði hún. 13. nóvember 2025 07:01
Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Helvítis fokking fokk!“ er frasi sem fangaði angist þjóðarinnar í kjölfar Hrunsins. Rúmum fimmtán árum eftir Búsáhaldabyltinguna standa Íslendingar á ný frammi fyrir hruni. Að þessu sinni eru hins vegar orðin, sem voru okkur fróun á tímum efnahagsþrenginga, birtingarmynd þess sem við glötum. 23. október 2025 08:15
Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Sumardag árið 1919 rétti ungverskur læknir húshjálp sinni blómvönd og bað hana um að koma honum fyrir í vasa. Næsta dag voru blómin dauð. 16. október 2025 07:01