Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Sindri Sverrisson skrifar 17. nóvember 2025 23:01 Samherjar Teemu Pukki mættu með skalla til leiks og plastpoka, í hans anda, á kveðjuleikinn. Pukki var sjálfur með tár á hvarmi. Samsett/Twitter Það var hjartnæm stund í Finnlandi í kvöld þegar markahrókurinn Teemu Pukki steig af landsliðssviðinu. Félagar hans í landsliðinu komu honum skemmtilega á óvart þegar þeir mættu til leiks með skalla og plastpoka undir dótið sitt. Pukki lék sinn 133. og síðasta landsleik í kvöld þegar Finnar unnu Andorra 4-0 í vináttulandsleik í Tampere. Pukki skoraði að sjálfsögðu í leiknum og kveður því landsliðið eftir alls 43 mörk, markahæstur í sögu þess. Teemu Pukki has now officially retired from International football 🥲🇫🇮🏃♂️ 133 Appearances⚽ 43 Goals🏆 2× Finnish Footballer of the Year🏆 1× Finnish Sportsperson of the YearThe streets will never forget 🩵 pic.twitter.com/zsB0vRdpq3— OneFootball (@OneFootball) November 17, 2025 Pukki kom Finnum meðal annars á EM 2021 og hefur á sínum félagsliðaferli skorað mörk fyrir lið á borð við Schalke, Celtic, Bröndby og auðvitað Norwich, þar á meðal í ensku úrvalsdeildinni. Skallinn á Pukki og plastpoki undir æfingadótið voru slík einkennismerki að félagar hans í landsliðinu ákváðu að mæta á leikinn í kvöld með gerviskalla og sitt dót í poka. Þeir voru einnig með glæsilegar hárkollur til minningar um það þegar Pukki var afar hárprúður. 𝐏𝐮𝐤𝐮𝐤𝐨𝐨𝐝𝐢: 𝐓𝐞𝐞𝐦𝐮 𝐏𝐮𝐤𝐤𝐢 🐐Huuhkajat kunnioittivat maajoukkueen hyvästelevää legendaa asianmukaisin asustein: nuoresta Pukista muistuttavat kultakutrit, tuoreempaa kuontala muistuttava kalju sekä tietenkin muovikassi! 😍#Huuhkajat #MeOlemmeSuomi #PukkiParty pic.twitter.com/aWbrEOxNPo— Huuhkajat (@Huuhkajat) November 17, 2025 Sjálfur naut Pukki kvöldsins í botn þó að tilfinningarnar hafi um tíma verið að bera hann ofurliði og tárin streymt. Þegar hann skoraði sendi hann koss upp í stúku þar sem eiginkona hans og börn þeirra þrjú sátu. „Þetta var tilfinningaþrungin stund,“ sagði Pukki við Yle í Finnlandi. „Markið sem ég skoraði var kannski það ljótasta sem ég hef skorað fyrir landsliðið en öll mörk telja. Það gæti líka verið að boltinn hafi snert höndina mína svo að það hefði ekki átt að fá að standa. En ég þigg öll mörk,“ sagði Pukki léttur. Fótbolti Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Sjá meira
Pukki lék sinn 133. og síðasta landsleik í kvöld þegar Finnar unnu Andorra 4-0 í vináttulandsleik í Tampere. Pukki skoraði að sjálfsögðu í leiknum og kveður því landsliðið eftir alls 43 mörk, markahæstur í sögu þess. Teemu Pukki has now officially retired from International football 🥲🇫🇮🏃♂️ 133 Appearances⚽ 43 Goals🏆 2× Finnish Footballer of the Year🏆 1× Finnish Sportsperson of the YearThe streets will never forget 🩵 pic.twitter.com/zsB0vRdpq3— OneFootball (@OneFootball) November 17, 2025 Pukki kom Finnum meðal annars á EM 2021 og hefur á sínum félagsliðaferli skorað mörk fyrir lið á borð við Schalke, Celtic, Bröndby og auðvitað Norwich, þar á meðal í ensku úrvalsdeildinni. Skallinn á Pukki og plastpoki undir æfingadótið voru slík einkennismerki að félagar hans í landsliðinu ákváðu að mæta á leikinn í kvöld með gerviskalla og sitt dót í poka. Þeir voru einnig með glæsilegar hárkollur til minningar um það þegar Pukki var afar hárprúður. 𝐏𝐮𝐤𝐮𝐤𝐨𝐨𝐝𝐢: 𝐓𝐞𝐞𝐦𝐮 𝐏𝐮𝐤𝐤𝐢 🐐Huuhkajat kunnioittivat maajoukkueen hyvästelevää legendaa asianmukaisin asustein: nuoresta Pukista muistuttavat kultakutrit, tuoreempaa kuontala muistuttava kalju sekä tietenkin muovikassi! 😍#Huuhkajat #MeOlemmeSuomi #PukkiParty pic.twitter.com/aWbrEOxNPo— Huuhkajat (@Huuhkajat) November 17, 2025 Sjálfur naut Pukki kvöldsins í botn þó að tilfinningarnar hafi um tíma verið að bera hann ofurliði og tárin streymt. Þegar hann skoraði sendi hann koss upp í stúku þar sem eiginkona hans og börn þeirra þrjú sátu. „Þetta var tilfinningaþrungin stund,“ sagði Pukki við Yle í Finnlandi. „Markið sem ég skoraði var kannski það ljótasta sem ég hef skorað fyrir landsliðið en öll mörk telja. Það gæti líka verið að boltinn hafi snert höndina mína svo að það hefði ekki átt að fá að standa. En ég þigg öll mörk,“ sagði Pukki léttur.
Fótbolti Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Sjá meira