Lífið

Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Íbúðin hefur verið endurnýjuð og hönnuð á afar glæsilega máta.
Íbúðin hefur verið endurnýjuð og hönnuð á afar glæsilega máta.

Á fjórðu hæð í snyrtilegu fjölbýlishúsi við Álfheima í Reykjavík er að finna bjarta og vel skipulagða fjögurra herbergja íbúð. Eignin hefur verið endurnýjuð og hönnuð á smekklegan máta. Húsið var byggt árið 1960 og teiknað af Sigvalda Thordarson arkitekt. Ómar Sigurbergsson innannhússarkitekt sá um endurhönnunina.

Um er að ræða 111 fermetra vel skipulagða íbúð sem skiptist í anddyri, samliggjandi stofu og borðstofu, eldhús, þrjú svefnherbergi og baðherbergi.

Húsráðendur hafa innréttað heimilið af mikilli natni þar sem gæði, einfaldleiki og fagurfræði ráða ríkjum. Sérsmíðar dökkar viðarinnréttingar prýða öll rýmin, auk þess sem skipt hefur verið um gólfefni og hurðarop hækkuð, sem gefur eigninni fágað og nútímalegt yfirbragð.

Eldhúsið er rúmgott með góðu skápaplássi og opið út í stofu. Á gólfi eru gráar flísar sem teygja sig upp fyrir ofan innréttinguna og mynda fallega heildarmynd.

Ásett verð: 88,7 milljónir króna.

Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.