Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. nóvember 2025 17:06 Ingrid Alexandra til hægri ásamt föður sínum Hákoni, framtíðarkonungi Noregs. Rune Hellestad - Corbis/Getty Images Ingrid Alexandra Noregsprinsessa segir mál hálfbróður síns Mariusar Borg Høiby hafa verið gríðarlega erfitt fyrir norsku konungsfjölskylduna. Prinsessan tjáir sig í fyrsta sinn um málið við norska ríkisútvarpið. Marius var ákærður í ágúst í 32 ákæruliðum, þar af fyrir fjórar nauðganir gegn fjórum konum. Hann er einnig ákærður fyrir ofbeldi í nánu sambandi gegn fyrrverandi kærustu sinni Nora Haukland. Mál hans verður tekið fyrir í febrúar og gæti hann átt yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsisvist. Hin 21 árs gamla prinsessa er nú búsett í Sydney í Ástralíu. Þar stundar hún nám í félagsvísindum og er framtíðarerfingi krúnunnar sem elsta dóttir Hákonar krónprins og Mette-Marit krónprinsessu. Hún ræðir námið og hvernig er að vera búsett hinumegin á hnettinum í ítarlegu viðtali við NRK. Þá er hún sérstaklega spurð út í mál Mariusar. „Þetta er auðvitað mjög erfitt. Bæði fyrir okkur, fyrir mig sem systur og fyrir mömmu og pabba. Og að sjálfsögðu fyrir alla sem tengjast málinu,“ segir prinsessan. Hún segist ekki vilja ræða málið frekar en viðurkennir að það taki á að vera svo langt í burtu frá fjölskyldunni. Að öðru leyti segir prinsessan að lífið í Ástralíu henti henni vel. Hún hafi að mestu leyti verið látin í friði, utan stöku ágangs papparassa. Hún nemur félagsvísindi eins og áður segir en lærir sérstaklega alþjóðastjórnmál og um efnahagsmál. Hún segist telja að námið muni koma sér vel fyrir framtíð sína sem drottning. Noregur Kóngafólk Haraldur V Noregskonungur Mál Mariusar Borg Høiby Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Högni hjálpar fólki að slaka á Tónlist Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Marius var ákærður í ágúst í 32 ákæruliðum, þar af fyrir fjórar nauðganir gegn fjórum konum. Hann er einnig ákærður fyrir ofbeldi í nánu sambandi gegn fyrrverandi kærustu sinni Nora Haukland. Mál hans verður tekið fyrir í febrúar og gæti hann átt yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsisvist. Hin 21 árs gamla prinsessa er nú búsett í Sydney í Ástralíu. Þar stundar hún nám í félagsvísindum og er framtíðarerfingi krúnunnar sem elsta dóttir Hákonar krónprins og Mette-Marit krónprinsessu. Hún ræðir námið og hvernig er að vera búsett hinumegin á hnettinum í ítarlegu viðtali við NRK. Þá er hún sérstaklega spurð út í mál Mariusar. „Þetta er auðvitað mjög erfitt. Bæði fyrir okkur, fyrir mig sem systur og fyrir mömmu og pabba. Og að sjálfsögðu fyrir alla sem tengjast málinu,“ segir prinsessan. Hún segist ekki vilja ræða málið frekar en viðurkennir að það taki á að vera svo langt í burtu frá fjölskyldunni. Að öðru leyti segir prinsessan að lífið í Ástralíu henti henni vel. Hún hafi að mestu leyti verið látin í friði, utan stöku ágangs papparassa. Hún nemur félagsvísindi eins og áður segir en lærir sérstaklega alþjóðastjórnmál og um efnahagsmál. Hún segist telja að námið muni koma sér vel fyrir framtíð sína sem drottning.
Noregur Kóngafólk Haraldur V Noregskonungur Mál Mariusar Borg Høiby Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Högni hjálpar fólki að slaka á Tónlist Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“