Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. október 2025 15:02 Eysteinn Pétur er framkvæmdastjóri KSÍ og segir snjóbræðslukerfið hafa gert Þróttarvöllinn leikhæfan. vísir Landsleikur Íslands og Norður-Írlands fer fram á Þróttarvellinum vegna þess að þar er snjóbræðslukerfi og leyfilegt að keyra um á vinnuvélum, annað en á Laugardalsvelli. Vellirnir tveir eru steinsnar frá hvorum öðrum og því var Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri KSÍ, spurður hvers vegna leikurinn færi ekki bara fram á Laugardalsvelli, varla væri snjómagnið þar miklu meira á Þróttarvelli. „Munurinn er sá að það er hægt að fara með léttar vinnuvélar inn á Þróttarvöllinn, en ekki inn á hybrid grasið á Laugardalsvelli“ sagði Eysteinn og útskýrði einnig að á Laugardalsvelli væri undirhiti, til að halda grasinu lifandi, en ekki snjóbræðslukerfi eins og á gervigrasvelli Þróttar. „Undirhiti er ekki snjóbræðsla, en með því að kveikja á snjóbræðslukerfinu var hægt að gera Þróttarvöllinn leikhæfan. Í gær voru þetta einhverjir 25-26 sentímetrar af snjó, en það var komið niður í einhverja 13 sentímetra í morgun, því bræðslan var sett af stað.“ „Gekk engan veginn upp“ Eysteinn segir tilraunir hafa verið gerðar til að moka Laugardalsvöllinn í gær og hafa hann tilbúinn þegar leikurinn átti að fara fram, en fljótt hafi orðið ljóst að það yrði ekki að veruleika. „Það var raunverulega farið út og reynt, en það gekk engan veginn upp að ýta þessu. Þetta var svo þungt og aðalástæðan er náttúrulega sú að það er ekki hægt að fara með neinar vélar inn á völlinn. Af því að þetta er náttúrulegt gras að miklu leiti.“ „Miklu betra að spila leikinn í dag“ Frestun leiksins, frá gærdeginum fram til dagsins í dag, fylgir töluverður kostnaður. Snjómoksturinn kostar sitt en svo þurfti líka að breyta öllum plönum og bóka ný flug fyrir leikmenn. „Það er alltaf einhver kostnaður, en það er miklu betra að spila leikinn í dag en að þurfa að koma aftur í næsta glugga í nóvember og spila leikina þá. Alltaf fylgir kostnaður við svona frestanir en við erum ekki búin að taka það nákvæmlega saman“ sagði Eysteinn en KSÍ ber eingöngu kostnaðinn sem fylgir íslenska liðinu og þarf ekki að borga ný flug undir þær norðurírsku. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Fleiri fréttir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sjá meira
Vellirnir tveir eru steinsnar frá hvorum öðrum og því var Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri KSÍ, spurður hvers vegna leikurinn færi ekki bara fram á Laugardalsvelli, varla væri snjómagnið þar miklu meira á Þróttarvelli. „Munurinn er sá að það er hægt að fara með léttar vinnuvélar inn á Þróttarvöllinn, en ekki inn á hybrid grasið á Laugardalsvelli“ sagði Eysteinn og útskýrði einnig að á Laugardalsvelli væri undirhiti, til að halda grasinu lifandi, en ekki snjóbræðslukerfi eins og á gervigrasvelli Þróttar. „Undirhiti er ekki snjóbræðsla, en með því að kveikja á snjóbræðslukerfinu var hægt að gera Þróttarvöllinn leikhæfan. Í gær voru þetta einhverjir 25-26 sentímetrar af snjó, en það var komið niður í einhverja 13 sentímetra í morgun, því bræðslan var sett af stað.“ „Gekk engan veginn upp“ Eysteinn segir tilraunir hafa verið gerðar til að moka Laugardalsvöllinn í gær og hafa hann tilbúinn þegar leikurinn átti að fara fram, en fljótt hafi orðið ljóst að það yrði ekki að veruleika. „Það var raunverulega farið út og reynt, en það gekk engan veginn upp að ýta þessu. Þetta var svo þungt og aðalástæðan er náttúrulega sú að það er ekki hægt að fara með neinar vélar inn á völlinn. Af því að þetta er náttúrulegt gras að miklu leiti.“ „Miklu betra að spila leikinn í dag“ Frestun leiksins, frá gærdeginum fram til dagsins í dag, fylgir töluverður kostnaður. Snjómoksturinn kostar sitt en svo þurfti líka að breyta öllum plönum og bóka ný flug fyrir leikmenn. „Það er alltaf einhver kostnaður, en það er miklu betra að spila leikinn í dag en að þurfa að koma aftur í næsta glugga í nóvember og spila leikina þá. Alltaf fylgir kostnaður við svona frestanir en við erum ekki búin að taka það nákvæmlega saman“ sagði Eysteinn en KSÍ ber eingöngu kostnaðinn sem fylgir íslenska liðinu og þarf ekki að borga ný flug undir þær norðurírsku.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Fleiri fréttir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sjá meira