Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. október 2025 15:02 Eysteinn Pétur er framkvæmdastjóri KSÍ og segir snjóbræðslukerfið hafa gert Þróttarvöllinn leikhæfan. vísir Landsleikur Íslands og Norður-Írlands fer fram á Þróttarvellinum vegna þess að þar er snjóbræðslukerfi og leyfilegt að keyra um á vinnuvélum, annað en á Laugardalsvelli. Vellirnir tveir eru steinsnar frá hvorum öðrum og því var Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri KSÍ, spurður hvers vegna leikurinn færi ekki bara fram á Laugardalsvelli, varla væri snjómagnið þar miklu meira á Þróttarvelli. „Munurinn er sá að það er hægt að fara með léttar vinnuvélar inn á Þróttarvöllinn, en ekki inn á hybrid grasið á Laugardalsvelli“ sagði Eysteinn og útskýrði einnig að á Laugardalsvelli væri undirhiti, til að halda grasinu lifandi, en ekki snjóbræðslukerfi eins og á gervigrasvelli Þróttar. „Undirhiti er ekki snjóbræðsla, en með því að kveikja á snjóbræðslukerfinu var hægt að gera Þróttarvöllinn leikhæfan. Í gær voru þetta einhverjir 25-26 sentímetrar af snjó, en það var komið niður í einhverja 13 sentímetra í morgun, því bræðslan var sett af stað.“ „Gekk engan veginn upp“ Eysteinn segir tilraunir hafa verið gerðar til að moka Laugardalsvöllinn í gær og hafa hann tilbúinn þegar leikurinn átti að fara fram, en fljótt hafi orðið ljóst að það yrði ekki að veruleika. „Það var raunverulega farið út og reynt, en það gekk engan veginn upp að ýta þessu. Þetta var svo þungt og aðalástæðan er náttúrulega sú að það er ekki hægt að fara með neinar vélar inn á völlinn. Af því að þetta er náttúrulegt gras að miklu leiti.“ „Miklu betra að spila leikinn í dag“ Frestun leiksins, frá gærdeginum fram til dagsins í dag, fylgir töluverður kostnaður. Snjómoksturinn kostar sitt en svo þurfti líka að breyta öllum plönum og bóka ný flug fyrir leikmenn. „Það er alltaf einhver kostnaður, en það er miklu betra að spila leikinn í dag en að þurfa að koma aftur í næsta glugga í nóvember og spila leikina þá. Alltaf fylgir kostnaður við svona frestanir en við erum ekki búin að taka það nákvæmlega saman“ sagði Eysteinn en KSÍ ber eingöngu kostnaðinn sem fylgir íslenska liðinu og þarf ekki að borga ný flug undir þær norðurírsku. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Gagnrýnir Kyrie Irving fyrir að reyna koma í veg fyrir endurkomu NBA-deildarinnar Körfubolti Patrekur bætti Íslandsmet í Tókýó Sport Sky segir Birgi Leif vera frá Noregi Golf Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Taplausu liðin mætast í beinni í kvöld og hér er smá upphitun Körfubolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Daníel lokaði markinu í Skógarseli Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Sjá meira
Vellirnir tveir eru steinsnar frá hvorum öðrum og því var Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri KSÍ, spurður hvers vegna leikurinn færi ekki bara fram á Laugardalsvelli, varla væri snjómagnið þar miklu meira á Þróttarvelli. „Munurinn er sá að það er hægt að fara með léttar vinnuvélar inn á Þróttarvöllinn, en ekki inn á hybrid grasið á Laugardalsvelli“ sagði Eysteinn og útskýrði einnig að á Laugardalsvelli væri undirhiti, til að halda grasinu lifandi, en ekki snjóbræðslukerfi eins og á gervigrasvelli Þróttar. „Undirhiti er ekki snjóbræðsla, en með því að kveikja á snjóbræðslukerfinu var hægt að gera Þróttarvöllinn leikhæfan. Í gær voru þetta einhverjir 25-26 sentímetrar af snjó, en það var komið niður í einhverja 13 sentímetra í morgun, því bræðslan var sett af stað.“ „Gekk engan veginn upp“ Eysteinn segir tilraunir hafa verið gerðar til að moka Laugardalsvöllinn í gær og hafa hann tilbúinn þegar leikurinn átti að fara fram, en fljótt hafi orðið ljóst að það yrði ekki að veruleika. „Það var raunverulega farið út og reynt, en það gekk engan veginn upp að ýta þessu. Þetta var svo þungt og aðalástæðan er náttúrulega sú að það er ekki hægt að fara með neinar vélar inn á völlinn. Af því að þetta er náttúrulegt gras að miklu leiti.“ „Miklu betra að spila leikinn í dag“ Frestun leiksins, frá gærdeginum fram til dagsins í dag, fylgir töluverður kostnaður. Snjómoksturinn kostar sitt en svo þurfti líka að breyta öllum plönum og bóka ný flug fyrir leikmenn. „Það er alltaf einhver kostnaður, en það er miklu betra að spila leikinn í dag en að þurfa að koma aftur í næsta glugga í nóvember og spila leikina þá. Alltaf fylgir kostnaður við svona frestanir en við erum ekki búin að taka það nákvæmlega saman“ sagði Eysteinn en KSÍ ber eingöngu kostnaðinn sem fylgir íslenska liðinu og þarf ekki að borga ný flug undir þær norðurírsku.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Gagnrýnir Kyrie Irving fyrir að reyna koma í veg fyrir endurkomu NBA-deildarinnar Körfubolti Patrekur bætti Íslandsmet í Tókýó Sport Sky segir Birgi Leif vera frá Noregi Golf Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Taplausu liðin mætast í beinni í kvöld og hér er smá upphitun Körfubolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Daníel lokaði markinu í Skógarseli Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Sjá meira