Sport

Dag­skráin í dag: Úr­slita­leikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Afturelding og KR sitja í neðstu sætum Bestu deildarinnar og berjast fyrir lífi sínu í leikjum dagsins.
Afturelding og KR sitja í neðstu sætum Bestu deildarinnar og berjast fyrir lífi sínu í leikjum dagsins. vísir

Sneisafulla dagskrá má finna á íþróttarásum Sýnar þennan laugardaginn. 

Dagurinn hefst á úrslitaleik um Forsetabikarinn, svo taka fleiri úrslitaleikir við í Bestu deildinni áður en verðlaunaafhending fer fram í Víkinni. Enski boltinn er ofan í þeim íslenska en sem betur fer fylgist DocZone-ið grannt með gangi mála á öllum vígstöðvum. 

Sýn Sport Ísland

13:45 - Vestri og KR mætast í lokaumferð Bestu deildarinnar.

16:00 - Víkingur og Valur mætast í lokaumferð Bestu deildarinnar.

18:30 - Subway Tilþrifin gera upp alla leiki dagsins í Bestu deildinni.

20:00 - Bein útsending frá fyrsta keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar í pílukasti sem fer fram á Selfossi.

Sýn Sport Ísland 2

13:50 - ÍA tekur á móti Aftureldingu í lokaumferð Bestu deildarinnar.

Sýn Sport Ísland 3

11:50 - ÍBV tekur á móti KA í lokaumferð Bestu deildarinnar.

Sýn Sport

13:40 - DocZone fylgist með öllu sem um er að vera í fótboltanum.

16:20 - Manchester United tekur á móti Brighton í 9. umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

18:40 - Brentford tekur á móti Liverpool í 9. umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

21:05 - Laugardagsmörkin fara yfir öll helstu atvikin úr enska boltanum í dag.

Sýn Sport 2

13:40 - Chelsea og Sunderland mætast í 9. umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

16:25 - Gary Neville fær Gianfranco Zola til sín í spjall um fótbolta.

Sýn Sport 3

13:40 - Newcastle tekur á móti Fulham í 9. umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Sýn Sport 4

04:00 - Bein útsending frá fjórða degi Hanwha LIFEPLUS International Crown á LPGA mótaröðinni.

Sýn Sport Viaplay

11:25 - Ipswich tekur á móti WBA í Championship deildinni.

13:55 - Blackburn Rovers taka á móti Southampton í Championship deildinni. Andri Lucas Guðjohnsen verður í eldlínunni.

17:25 - F1: Mexíkó, þriðja æfing fyrir kappakstur helgarinnar.

20:55 - F1: Mexíkó, tímataka fyrir kappakstur helgarinnar.

00:00 Blue Jays og Dodgers mætast í MLB hafnaboltadeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×