„Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar 20. október 2025 21:47 Jökull I. Elísabetarson tók það á sig að undirbúningur fyrir leik hafi ekki verið nægilega góður. Paweł/Vísir Fram og Stjarnan gerðu 1-1 jafntefli í leik þar sem Stjarnan hefði með sigri getað tryggt sér þriðja sæti deildarinnar og Evrópusæti þar af leiðandi. Úrslitaleikur um þriðja sætið er raunin gegn Breiðablik í lokaumferð Bestu deildar karla. „Við hefðum mátt setja stífari atlögu að markinu þeirra. Við gerðum það undir lokin og fram að uppbótatíma. Mér fannst markið vera að koma en það var ekki nóg,“ sagði Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunar, eftir jafntefli við Fram í kvöld. Fram kom boltanum tvisvar í netið í fyrri hálfleik, mörk sem fengu þó ekki að standa. Stjörnumenn virtust ekki mæta alveg klárir til leiks í leik sem þessum, þar sem margar milljónir og Evrópusæti er í húfi. „Ég held að undirbúningurinn hafi bara ekki verið nógu góður, ég tek það á mig. Menn voru að reyna að gera rétta hluti en það var ekki að ganga. Það vantaði að finna lausnir en mér fannst það skána í seinni hálfleik.“ Stjarnan tekur á móti Breiðablik í hreinum úrslitaleik um þriðja sætið í lokaumferð Bestu deildarinnar. Stjarnan má gera jafntefli og mega einnig tapa með einu marki. „Ég vona að menn finni hugrekki til þess að sækja til sigurs. Það er vinna okkar allra að festa það hugarfar í gegnum vikuna. Það er alltaf hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki. Við förum í þann leik til þess að vinna. Vonandi fáum við fullt af stuðningsfólki til þess að sigla þessu heim með okkur.“ Halldór Árnason var rekinn frá Breiðablik í dag eftir slæmt gengi í síðustu leikjum. Jökull var spurður hvort það yrði skrítið að geta ekki rifist við Halldór á hliðarlínunni í næsta leik. „Það verður leiðinlegt, það er alltaf gaman að rífast og hreyta einhverju yfir til hans. Það verður mikil eftirsjá eftir honum, hann hefur unnið frábært starf á innan við tveimur tímabilum. Ég veit að hann gengur stoltur frá borði og verður eflaust ekki lengi að finna aðra vinnu.“ Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Sjá meira
„Við hefðum mátt setja stífari atlögu að markinu þeirra. Við gerðum það undir lokin og fram að uppbótatíma. Mér fannst markið vera að koma en það var ekki nóg,“ sagði Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunar, eftir jafntefli við Fram í kvöld. Fram kom boltanum tvisvar í netið í fyrri hálfleik, mörk sem fengu þó ekki að standa. Stjörnumenn virtust ekki mæta alveg klárir til leiks í leik sem þessum, þar sem margar milljónir og Evrópusæti er í húfi. „Ég held að undirbúningurinn hafi bara ekki verið nógu góður, ég tek það á mig. Menn voru að reyna að gera rétta hluti en það var ekki að ganga. Það vantaði að finna lausnir en mér fannst það skána í seinni hálfleik.“ Stjarnan tekur á móti Breiðablik í hreinum úrslitaleik um þriðja sætið í lokaumferð Bestu deildarinnar. Stjarnan má gera jafntefli og mega einnig tapa með einu marki. „Ég vona að menn finni hugrekki til þess að sækja til sigurs. Það er vinna okkar allra að festa það hugarfar í gegnum vikuna. Það er alltaf hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki. Við förum í þann leik til þess að vinna. Vonandi fáum við fullt af stuðningsfólki til þess að sigla þessu heim með okkur.“ Halldór Árnason var rekinn frá Breiðablik í dag eftir slæmt gengi í síðustu leikjum. Jökull var spurður hvort það yrði skrítið að geta ekki rifist við Halldór á hliðarlínunni í næsta leik. „Það verður leiðinlegt, það er alltaf gaman að rífast og hreyta einhverju yfir til hans. Það verður mikil eftirsjá eftir honum, hann hefur unnið frábært starf á innan við tveimur tímabilum. Ég veit að hann gengur stoltur frá borði og verður eflaust ekki lengi að finna aðra vinnu.“
Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Sjá meira