Fótbolti

Krafta­verk smábæjarliðsins full­komnað í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Mjällby hafa unnið einn óvæntasta meistaratitil í manna minnum.
Leikmenn Mjällby hafa unnið einn óvæntasta meistaratitil í manna minnum. @mjallbyaifs

Íslenski miðjumaðurinn Kolbeinn Þórðarson var í leikbanni þegar liði hans tókst ekki að stöðva heitasta lið sænska fótboltans. Kraftaverkatímabil Mjällby var fullkomnað í kvöld.

Mjällby tryggði sér sænska meistaratitilinn með 2-0 útisigri á IFK Göteborg í kvöld. Gautaborgarliðið saknaði Kolbeins en hann fékk bann vegna fjölda gulra spjalda.

Þetta er í fyrsta sinn sem Mjällby verður sænskur meistari og þetta er án efa einn óvæntasti sigurinn í sögu evrópska fótboltans.

Mjällby kemur frá litlum 1500 manna smábæ á suðurströnd Svíþjóðar sem hefur í sumar skákað öllum stórliðum Svíþjóðar.

Liðið er ekki bara að vinna sænska titilinn heldur vinna hann með yfirburðum.

Mjällby er með ellefu stiga forskot þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir af mótinu.

Leikmenn Mjällby voru fljótir að gefa tóninn í kvöld og voru komnir í 2-0 eftir 28 mínútur. Mörkin skoruðu Jacob Bergström og Tom Pettersson. Það reyndust vera einu mörk kvöldsins og það var vel fagnað á áhorfendapöllunum í leikslok.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×