Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. október 2025 08:32 Slest hefur upp á vinskapinn hjá Wilfried Zaha og Jean-Philippe Mateta. getty/Laurence Griffiths Wilfried Zaha er langt frá því að vera sáttur með fyrrverandi samherja sinn hjá Crystal Palace, Jean-Philippe Mateta, og segir ummæli hans um hann vera ógeðsleg. Mateta skoraði sitt fyrsta mark fyrir franska landsliðið þegar það gerði 2-2 jafntefli við það íslenska á Laugardalsvelli í undankeppni HM 2026. Í samtali við L'Equipe rifjaði Mateta upp að eftir að hann kom til Palace hefði hann talað um að hann myndi spila fyrir franska landsliðið. Samherjar hans hefðu hins vegar hlegið að því og nefndi Zaha sérstaklega í því samhengi. Zaha segir þetta af og frá og í myndbandi á samfélagsmiðlum vísar hann ummælum Matetas til föðurhúsanna. „Afsakið er hausinn á mér er að rjúkandi. Ég verð að svara fyrir þetta Mateta mál því hann vill það ekki. Það sýnir mér ... þegar ég var að spila fyrir Palace og allir horfðu á mig og það var ljóst að þeir voru ekki ánægðir fyrir mína hönd,“ sagði Zaha. „Einu skiptin sem ég er ástríðufullur er inni á vellinum. En ég myndi aldrei hrekkja neinn eða segja að einhver næði ekki þessu markmiði sínu eða neitt slíkt. Það er ógeðslegt að sjá einhvern sem ég hélt að væri vinur minn gera svona lagað.“ Zaha segir að einungis hafi verið um saklaust grín að ræða og skilur ekki af hverju Mateta tók hann út fyrir sviga. Hann segir þetta ástæðuna fyrir því að hann eigi ekki vini í fótboltanum og haldi sig út af fyrir sig. Zaha er samningsbundinn Galatasaray en leikur sem lánsmaður með Charlotte í Bandaríkjunum. Mateta kom upphaflega til Palace á láni frá Mainz 05 í ársbyrjun 2021. Enska félagið gekk svo frá kaupunum á honum ári seinna. Mateta hefur leikið 164 leiki fyrir Palace og skorað fimmtíu mörk. Enski boltinn HM 2026 í fótbolta Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Sjá meira
Mateta skoraði sitt fyrsta mark fyrir franska landsliðið þegar það gerði 2-2 jafntefli við það íslenska á Laugardalsvelli í undankeppni HM 2026. Í samtali við L'Equipe rifjaði Mateta upp að eftir að hann kom til Palace hefði hann talað um að hann myndi spila fyrir franska landsliðið. Samherjar hans hefðu hins vegar hlegið að því og nefndi Zaha sérstaklega í því samhengi. Zaha segir þetta af og frá og í myndbandi á samfélagsmiðlum vísar hann ummælum Matetas til föðurhúsanna. „Afsakið er hausinn á mér er að rjúkandi. Ég verð að svara fyrir þetta Mateta mál því hann vill það ekki. Það sýnir mér ... þegar ég var að spila fyrir Palace og allir horfðu á mig og það var ljóst að þeir voru ekki ánægðir fyrir mína hönd,“ sagði Zaha. „Einu skiptin sem ég er ástríðufullur er inni á vellinum. En ég myndi aldrei hrekkja neinn eða segja að einhver næði ekki þessu markmiði sínu eða neitt slíkt. Það er ógeðslegt að sjá einhvern sem ég hélt að væri vinur minn gera svona lagað.“ Zaha segir að einungis hafi verið um saklaust grín að ræða og skilur ekki af hverju Mateta tók hann út fyrir sviga. Hann segir þetta ástæðuna fyrir því að hann eigi ekki vini í fótboltanum og haldi sig út af fyrir sig. Zaha er samningsbundinn Galatasaray en leikur sem lánsmaður með Charlotte í Bandaríkjunum. Mateta kom upphaflega til Palace á láni frá Mainz 05 í ársbyrjun 2021. Enska félagið gekk svo frá kaupunum á honum ári seinna. Mateta hefur leikið 164 leiki fyrir Palace og skorað fimmtíu mörk.
Enski boltinn HM 2026 í fótbolta Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Sjá meira