Sport

Dag­skráin í dag: Ungu strákarnir, Lokasóknin og Bónus-deild kvenna

Sindri Sverrisson skrifar
U21-landslið karla náði í sterkt stig til Sviss fyrir helgi og mætir svo Lúxemborg í dag.
U21-landslið karla náði í sterkt stig til Sviss fyrir helgi og mætir svo Lúxemborg í dag. EPA/URS FLUEELER

Það er fjörugur dagur á sportrásum Sýnar í dag þar sem hægt verður að fylgjast með fótbolta og körfubolta og NFL.

Sýn Sport

Eftir jafntefli Íslands og Frakklands í gær getur fólk fylgst með mögulegum verðandi A-landsliðsmönnum þegar U21-landslið Íslands mætir Lúxemborg í undankeppni EM í fótbolta, klukkan 15.

Klukkan 19:45 verður svo farið með afar líflegum hætti yfir síðustu leikjatörn í NFL-deildinni, í Lokasókninni.

Sýn Sport Viaplay

Tveir leikir eru á dagskrá í undankeppni HM í fótbolta. Eistland mætir Moldóvu klukkan 16 og svo er það leikur Lettlands og Englands klukkan 18:45, þar sem enskir gætu tryggt sig inn á HM. Á miðnætti er MLB-leikur Brewers og Dodgers.

Sýn Sport Ísland

Grindavík frumsýndi fyrrverandi WNBA-leikmann í síðustu umferð og sækir nú Íslandsmeistara Hauka heim, í Bónus-deild kvenna í körfubolta klukkan 19:15.

Sýn Sport Ísland 2

Stjarnan og KR mætast í fyrsta leik kvöldsins í Bónus-deild kvenna, klukkan 18:15.

Sýn Sport Ísland 3

Hamar/Þór tekur á móti Val í Bónus-deild kvenna, klukkan 19:15.

Sýn Sport Ísland 4

Ármann hefur átt erfitt uppdráttar í upphafi Bónus-deildar kvenna og liðið tekur á móti Keflavík, klukkan 19:15, í Laugardalshöll.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×