Lífið samstarf

Þarf alltaf að vera vín?

Kampavínsfjelagið
Jóhanna Húnfjörð einn eigenda Kampavínsfjelagsins þekkir kampavíns- og búbblumenninguna út og inn. Hún segir innihald flöskunnar ekki endilega það sem skapi stemningu.
Jóhanna Húnfjörð einn eigenda Kampavínsfjelagsins þekkir kampavíns- og búbblumenninguna út og inn. Hún segir innihald flöskunnar ekki endilega það sem skapi stemningu.

Það er eitthvað töfrandi við það þegar tappi poppar úr flösku og freyðandi búbblur dansa í glasi. Íslendingar eru duglegir að skála í búbblum við hverskonar tækifæri og þá er vinsælt að mæta með flösku í matarboð eða gefa í flottar gjafir.

En þarf alltaf að vera vín þegar lyfta á glösum? Í dag er úrvalið af óáfengum freyðivínsdrykkjum orðið fjölbreytt og spennandi og stemningin felst víst ekki bara í því sem kemur úr flöskunni eða hvað?

„Það er jafn mikilvægt að drekka óáfenga drykki úr réttum glösum eins og áfenga. Lögunin á glasinu skiptir til dæmis virkilega miklu máli,“ segir Jóhanna Húnfjörð einn eigenda Kampavínsfjelagsins en hún þekkir kampavíns- og búbblumenninguna út og inn.

„Léttari drykki viltu drekka úr mjórri glösum og þyngri úr breiðari glösum til að einfalda þetta, en svo skiptir þykktin á glasinu líka máli. Því þykkara sem glasið er hindrar það bragðlaukana á tungunni til að njóta til fulls.

 En svo er líka bara alltaf miklu skemmtilegra að drekka úr fínu glasi, alveg sama hvað þú ert að drekka.
Zalto glösin frá Austurríki eru þau handblásin og sögð lyfta upplifuninni af innihaldinu á annað plan 

Ástríða fyrir kampavínsmenningu

Jóhanna er mikil áhugamanneskja um kampavín og tók við Kampavínsfélaginu í október 2024 ásamt Styrmi Bjarka og Hrefnu Sætran en það var sett á laggirnar 2020. Hún segir þau sem standa á bak við félagið hafa ástríðu fyrir því að fræða fólk um kampavín en þau bjóði reyndar upp á miklu meira, meðal annars hágæða gjafavörur, fjölbreytta gjafakassa og réttu glösin sem notuð eru á háklassa veitingastöðum.

„Við flytjum inn tugi vörumerkja frá 5 löndum í dag. Zalto glösin frá Austurríki eru þar á meðal og eru þau handblásin og sögð þau bestu af ótal fagmönnum. Margir Michelin staðir notast eingöngu við Zalto,“ útskýrir Jóhanna.

Kampavínsfjelagið setur saman fjölbreytta gjafakassa, til dæmis með óáfengum drykk, ólívuolíu fyrir sælkerann og handblásnum glösum sem tryggja bestu upplifunina fyrir bragðlaukana.

„Marmiðið hjá okkur hefur alltaf verið að flytja inn gæðavörur sem við höfum ástríðu fyrir og fræða fólk um kampavín, en í dag er það svo miklu meira enda er Kampavín ekki það eina sem er í boði hjá okkur. Ólífuolía, klakafötur og óáfengir drykkir eru líka í okkar vöruúrvali og við erum með fjöldann allan af gjafavörum og ýmsum gjafakössum með vörum frá okkur.

Glæsilegar klakafötur sem taka sig vel út á veisluborð.

Blóm og nudd ásamt flösku í gjafakassa

„Við erum þar einnig í samstarfi við önnur fyrirtæki svo þetta er fullkomna fyrirtækjagjöfin. Það er til dæmis hægt að bæta við gjafabréfi frá Fiskmarkaðnum og UPPI í kassann, og einnig höfum við samstörf við önnur fyrirtæki þar sem blóm, nudd og aðrar sælkeravörur eru í boði. Við erum nefnilega alltaf til í skemmtileg samstörf og elskum að deila gleðinni,“ segir Jóhanna.

Jóhanna Húnfjörð og Styrmir Bjarki standa á bak við Kampavínsfjelagið ásamt Hrefnu Sætran. 





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.