EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar EKOhúsið 12. desember 2025 11:18 Í EKOhúsinu í Síðumúla má finna fjölbreytt úrval af umhverfisvænum og náttúrulegum lífstílsvörum fyrir fólk á öllum aldri. Mynd/Alina Lit / lottas.pics. EKOhúsið er einstök og falleg verslun með fjölbreytt úrval af umhverfisvænum og náttúrulegum lífstílsvörum. Verslunin býður upp á fjölbreytta gjafavöru, húð- og hárvörur, fatnað og skó, leikföng, heimilisvörur, mikið úrval áfyllinga fyrir m.a. heimilisþrifin og margt fleira. „EKOhúsið er í eigu kröftugra kvenna sem sinna öllu sem við kemur rekstrinum ásamt frábæru starfsfólki sem leggur metnað sinn í að veita persónulega þjónustu og fræða viðskiptavini um vörurnar sem þar fást,“ segir Þurý Hannesdóttir, einn eigenda verslunarinnar en meðeigendur hennar eru Margrét Ólöf Ólafsdóttir, Hafrún Ósk Pálsdóttir og Harpa Ragnarsdóttir. Eigendur EKOhússins eru f.v. þær Margrét Ólöf Ólafsdóttir, Harpa Ragnarsdóttir, Þurý Hannesdóttir og Hafrún Ósk Pálsdóttir. Hún leggur áherslu á að í jólagjafaflóði okkar Íslendinga skipti miklu máli að huga að umhverfisvænum jólagjöfum. „Okkur þykir það skipta máli, en um jólin er neyslan almennt mun meiri en aðra mánuði ársins. Þá skiptir öllu að velja vörur sem endast lengi, eru vandaðar og framleiddar á ábyrgan hátt.“ Með því að velja umhverfisvænar gjafir sýnum við bæði ástvinum og náttúrunni virðingu og hjálpum til við að draga úr óþarfa úrgangi og álagi á umhverfið. „En svo mælum við auðvitað með því að velja umhverfisvænt og náttúrulegt allan ársins hring.“ Mynd/Alina Lit / lottas.pics. Umhverfisvernd er eitt af leiðarljósum EKOhússins. „Við leggjum áherslu á að bjóða upp á vörur sem standast kröfur okkar um sjálfbærni, gæði og siðferðislega framleiðslu. Markmiðið er að bjóða upp á góða valkosti sem gera neytendum auðveldara að taka skrefið í átt að umhverfisvænni lífsstíl og viljum að viðskiptavinir okkar geti treyst því að þeir fái náttúrulegar og umhverfisvænar vörur þegar verslað er hjá okkur.“ EKOhúsið er sífellt að bæta við vöruúrvalið. „Eftir áramótin fer að týnast inn meira úrval af fatnaði og skóm, fallegar og náttúrulegar dúkkur fyrir þau yngstu bætist við leikfanga úrvalið ásamt því að við erum alltaf að skoða hvað er sniðugt að bæta inn hjá okkur sem gerir viðskiptavinum okkar kleift að versla nánast allt sem þarf á einum stað. Það er líka gaman að nefna að eftir áramót munum við flytja í enn stærra húsnæði í Síðumúlanum og þá verður enn meira pláss fyrir nýjar og spennandi vörur.“ Mynd/Alina Lit / lottas.pics. Það eru nokkrar vörur sem hafa slegið í gegn á árinu að hennar sögn. „Þar má nefna rósmarín sjampóið og rósmarín super hárolíuna frá Awake Organics, sem hafa örvandi áhrif á hárvöxt, minnka hárlos og bæta almennt heilsu hársvarðarins. Við höfum fengið gífurlega margar reynslusögur frá fólki sem sér mikinn árangur af því að nota þessar vörur. En svo hafa líka vönduðu leðurskórnir frá VIBAe og klassísku Himaari buxurnar frá Armedangles verið ótrúlega vinsælar enda einstaklega þægilegt að vera í og hentar fyrir hin ýmsu tilefni.“ Kíkjum á nokkrar umhverfisvænar jólagjafir sem eru tilvaldar í jólapakkann. VIBAe leðurskórnir Vinsælu VIBAe leðurskórnir eru til í nokkrum týpum og litum. Þeir eru handgerðir úr náttúrulegu leðri og hannaðir með sérstökum stuðning í sóla sem gerir þá einstaklega þægilega. Skórnir eru léttir, sveigjanlegir og koma í nokkrum týpum og litum og eru frábærir bæði dagsdaglega og í lengri göngur. Gjafasett Fyrir þau sem vilja gefa einfaldar og nytsamlegar gjafir er EKOhúsið með úrval af vönduðum gjafasettum sem innihalda náttúrulegar húð- og líkamsvörur sem henta fyrir breitt aldursbil. Þau hafa líka verið mjög vinsæl í vinagjafir en gjafasettin koma á fjölbreyttu verðbili. Tyrknesku peshtemal handklæðin Tyrknesku peshtemal handklæðin hafa heldur betur slegið í gegn. Þau eru ofin úr náttúrulegri og óbleiktri bómull, eru ótrúlega létt og þorna hratt en koma samt í mjög stórum og góðum stærðum. Þau henta bæði á heimilið, í ræktina, í ferðalög og útivist og hafa slegið rækilega í gegn hjá viðskiptavinum okkar. Fallegar og vandaðar peysur EKOhúsið býður upp á gott úrval af fallegum og mjúkum hágæða peysum úr náttúrulegum og endingargóðum efnum. Þær eru hlýjar, þægilegar og henta jafnt til hversdagslegra nota og við hátíðlegri tækifæri. Klassísk hönnun sem endist árum saman. Bambus rúmföt Rúmföt úr bambus eru einstaklega mjúk, ofnæmisprófuð og hitatemprandi. Þau eru endingargóð, anda vel og eru dásamlega létt og þægileg. Þau sem prófa einu sinni fara hreinlega ekki aftur í neitt annað. Æfingafatnaður frá Girlfriend Collective Umhverfisvænn og stílhreinn æfingafatnaður unninn úr endurunnu efni. Girlfriend Collective er þekkt fyrir frábær snið, stuðning og gæði, fullkomið fyrir bæði mjúkar og ákafar æfingar og jafnvel bara sem hversdags heimafatnaður. Himaari buxur Vinsælu Himaari buxurnar hafa slegið í gegn á þessu ári. Buxurnar eru mjúkar og einstaklega þægilegar auk þess að vera léttar, teygjanlegar, stílhreinar. Þær passa við öll tækifæri, hversdags eða sem spari buxur. Rakstursvörur EKOhúsið býður upp á vandaðar og náttúrulegar rakstursvörur sem eru hannaðar til að næra húðina, draga úr ertingu og tryggja mjúkan og hreinan rakstur. Húð & hárvörur Hjá okkur færðu fjölbreytt úrval af einstaklega nærandi og hreinum vörum fyrir húð og hár sem eru unnar úr náttúrulegum og lífrænum innihaldsefnum. Það er hægt að finna eitthvað fyrir alla og vörurnar eru mildar en jafnframt mjög áhrifaríkar. Hægt er að skoða vöruúrvalið hjá EKOhúsinu inni á netversluninni ekohusid.is eða kíkja við og fá persónulega þjónustu í Síðumúlanum. Hús og heimili Jól Umhverfismál Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Blö byrjar árið á bingói Lífið Fleiri fréttir Hvað veldur rafmögnuðu hári og hvernig má losna við það? Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Mikils virði að gefa fólki frelsi til að velja Fjölbreyttir jólasmáréttir frá Kjarnafæði Snéru upp á klassískt jólalag Jólaundirbúningurinn byrjar í KiDS Coolshop Augnablikin sem urðu að minni þjóðar Setningar sem eiga skilið innrömmun Konráð kveður á mildan hátt Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Íslensk nauta- og sælkeratólg slær í gegn Sú besta hingað til Sjórinn er enn á sínum stað Þroskuð húð fær aukinn ljóma Mzungu þýðir ekki annað en trúgjörn bráð Amor svífur yfir Norðurlandi Aftenging í sítengdum heimi Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Metsölulisti og enn betra bókaverð í Nettó Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Sjá meira
„EKOhúsið er í eigu kröftugra kvenna sem sinna öllu sem við kemur rekstrinum ásamt frábæru starfsfólki sem leggur metnað sinn í að veita persónulega þjónustu og fræða viðskiptavini um vörurnar sem þar fást,“ segir Þurý Hannesdóttir, einn eigenda verslunarinnar en meðeigendur hennar eru Margrét Ólöf Ólafsdóttir, Hafrún Ósk Pálsdóttir og Harpa Ragnarsdóttir. Eigendur EKOhússins eru f.v. þær Margrét Ólöf Ólafsdóttir, Harpa Ragnarsdóttir, Þurý Hannesdóttir og Hafrún Ósk Pálsdóttir. Hún leggur áherslu á að í jólagjafaflóði okkar Íslendinga skipti miklu máli að huga að umhverfisvænum jólagjöfum. „Okkur þykir það skipta máli, en um jólin er neyslan almennt mun meiri en aðra mánuði ársins. Þá skiptir öllu að velja vörur sem endast lengi, eru vandaðar og framleiddar á ábyrgan hátt.“ Með því að velja umhverfisvænar gjafir sýnum við bæði ástvinum og náttúrunni virðingu og hjálpum til við að draga úr óþarfa úrgangi og álagi á umhverfið. „En svo mælum við auðvitað með því að velja umhverfisvænt og náttúrulegt allan ársins hring.“ Mynd/Alina Lit / lottas.pics. Umhverfisvernd er eitt af leiðarljósum EKOhússins. „Við leggjum áherslu á að bjóða upp á vörur sem standast kröfur okkar um sjálfbærni, gæði og siðferðislega framleiðslu. Markmiðið er að bjóða upp á góða valkosti sem gera neytendum auðveldara að taka skrefið í átt að umhverfisvænni lífsstíl og viljum að viðskiptavinir okkar geti treyst því að þeir fái náttúrulegar og umhverfisvænar vörur þegar verslað er hjá okkur.“ EKOhúsið er sífellt að bæta við vöruúrvalið. „Eftir áramótin fer að týnast inn meira úrval af fatnaði og skóm, fallegar og náttúrulegar dúkkur fyrir þau yngstu bætist við leikfanga úrvalið ásamt því að við erum alltaf að skoða hvað er sniðugt að bæta inn hjá okkur sem gerir viðskiptavinum okkar kleift að versla nánast allt sem þarf á einum stað. Það er líka gaman að nefna að eftir áramót munum við flytja í enn stærra húsnæði í Síðumúlanum og þá verður enn meira pláss fyrir nýjar og spennandi vörur.“ Mynd/Alina Lit / lottas.pics. Það eru nokkrar vörur sem hafa slegið í gegn á árinu að hennar sögn. „Þar má nefna rósmarín sjampóið og rósmarín super hárolíuna frá Awake Organics, sem hafa örvandi áhrif á hárvöxt, minnka hárlos og bæta almennt heilsu hársvarðarins. Við höfum fengið gífurlega margar reynslusögur frá fólki sem sér mikinn árangur af því að nota þessar vörur. En svo hafa líka vönduðu leðurskórnir frá VIBAe og klassísku Himaari buxurnar frá Armedangles verið ótrúlega vinsælar enda einstaklega þægilegt að vera í og hentar fyrir hin ýmsu tilefni.“ Kíkjum á nokkrar umhverfisvænar jólagjafir sem eru tilvaldar í jólapakkann. VIBAe leðurskórnir Vinsælu VIBAe leðurskórnir eru til í nokkrum týpum og litum. Þeir eru handgerðir úr náttúrulegu leðri og hannaðir með sérstökum stuðning í sóla sem gerir þá einstaklega þægilega. Skórnir eru léttir, sveigjanlegir og koma í nokkrum týpum og litum og eru frábærir bæði dagsdaglega og í lengri göngur. Gjafasett Fyrir þau sem vilja gefa einfaldar og nytsamlegar gjafir er EKOhúsið með úrval af vönduðum gjafasettum sem innihalda náttúrulegar húð- og líkamsvörur sem henta fyrir breitt aldursbil. Þau hafa líka verið mjög vinsæl í vinagjafir en gjafasettin koma á fjölbreyttu verðbili. Tyrknesku peshtemal handklæðin Tyrknesku peshtemal handklæðin hafa heldur betur slegið í gegn. Þau eru ofin úr náttúrulegri og óbleiktri bómull, eru ótrúlega létt og þorna hratt en koma samt í mjög stórum og góðum stærðum. Þau henta bæði á heimilið, í ræktina, í ferðalög og útivist og hafa slegið rækilega í gegn hjá viðskiptavinum okkar. Fallegar og vandaðar peysur EKOhúsið býður upp á gott úrval af fallegum og mjúkum hágæða peysum úr náttúrulegum og endingargóðum efnum. Þær eru hlýjar, þægilegar og henta jafnt til hversdagslegra nota og við hátíðlegri tækifæri. Klassísk hönnun sem endist árum saman. Bambus rúmföt Rúmföt úr bambus eru einstaklega mjúk, ofnæmisprófuð og hitatemprandi. Þau eru endingargóð, anda vel og eru dásamlega létt og þægileg. Þau sem prófa einu sinni fara hreinlega ekki aftur í neitt annað. Æfingafatnaður frá Girlfriend Collective Umhverfisvænn og stílhreinn æfingafatnaður unninn úr endurunnu efni. Girlfriend Collective er þekkt fyrir frábær snið, stuðning og gæði, fullkomið fyrir bæði mjúkar og ákafar æfingar og jafnvel bara sem hversdags heimafatnaður. Himaari buxur Vinsælu Himaari buxurnar hafa slegið í gegn á þessu ári. Buxurnar eru mjúkar og einstaklega þægilegar auk þess að vera léttar, teygjanlegar, stílhreinar. Þær passa við öll tækifæri, hversdags eða sem spari buxur. Rakstursvörur EKOhúsið býður upp á vandaðar og náttúrulegar rakstursvörur sem eru hannaðar til að næra húðina, draga úr ertingu og tryggja mjúkan og hreinan rakstur. Húð & hárvörur Hjá okkur færðu fjölbreytt úrval af einstaklega nærandi og hreinum vörum fyrir húð og hár sem eru unnar úr náttúrulegum og lífrænum innihaldsefnum. Það er hægt að finna eitthvað fyrir alla og vörurnar eru mildar en jafnframt mjög áhrifaríkar. Hægt er að skoða vöruúrvalið hjá EKOhúsinu inni á netversluninni ekohusid.is eða kíkja við og fá persónulega þjónustu í Síðumúlanum.
Hús og heimili Jól Umhverfismál Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Blö byrjar árið á bingói Lífið Fleiri fréttir Hvað veldur rafmögnuðu hári og hvernig má losna við það? Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Mikils virði að gefa fólki frelsi til að velja Fjölbreyttir jólasmáréttir frá Kjarnafæði Snéru upp á klassískt jólalag Jólaundirbúningurinn byrjar í KiDS Coolshop Augnablikin sem urðu að minni þjóðar Setningar sem eiga skilið innrömmun Konráð kveður á mildan hátt Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Íslensk nauta- og sælkeratólg slær í gegn Sú besta hingað til Sjórinn er enn á sínum stað Þroskuð húð fær aukinn ljóma Mzungu þýðir ekki annað en trúgjörn bráð Amor svífur yfir Norðurlandi Aftenging í sítengdum heimi Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Metsölulisti og enn betra bókaverð í Nettó Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Sjá meira