Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. október 2025 06:33 Selenskí ræddi við Fox News í gær og ef marka má ummæli hans fékk hann engin afgerandi svör um Tomahawk flaugarnar þegar hann talaði við Trump í síma á laugardag. Myndin er frá því í ágúst. Getty/Alex Wong Stjórnvöld í Rússlandi hafa lýst yfir áhyggjum vegna tals um að Bandaríkin séu að íhuga að sjá Úkraínumönnum fyrir Tomahawk eldflaugum til að gera árásir á skotmörk í Rússlandi. Dmitry Peskov, talsmaður Vladimir Pútín Rússlandsforseta, sagði í samtali við ríkismiðla í Rússlandi í gær að markverð tímamót væru að eiga sér stað, þar sem spenna væri að stigmagnast á alla kanta. Alexander Lukashenko, forseti Belarús og náin bandamaður Pútín, sagðist á sama tíma efa að Trump myndi láta af verða. „Ég held að við ættum að róa okkur hvað þetta varðar. Donald vinur okkar; stundum nálgast hann málin af hörku en svo er það taktíkin hans að slá aðeins af og taka skref til baka,“ sagði Lukashenko. Menn ættu ekki að taka orð Bandaríkjaforseta bókstaflega. Trump nefndi mögleikann á að senda Tomahawk flaugar til Úkraínu þegar hann ræddi við blaðamenn um borð í Air Force One á leið sinni til Mið-Austurlanda. „Það getur verið að ég ræði við hann,“ sagði Trump um Pútín. „Það getur verið að ég segi: Sjáðu til, ef það finnst ekki lausn á þessu þá sendi ég þeim Tomahawk flaugar.“ Trump sagði Vólódimír Selenskí Úkraínuforseta hafa beðið um Tomahawk flaugar í samtali á laugardag, þegar forsetarnir ræddu um frekari vopnasendingar. Bandaríkjaforseti sagði að ef svo færi að hann sendi Úkraínu langdrægar flaugar fæli það klárlega í sér stigmögnun. „Vilja þeir Tomahawk flaugum skotið í áttina að sér? Ég held ekki,“ sagði hann um Rússa. Trump sagði í síðustu viku að hann hefði „eiginlega“ þegar tekið ákvörðun hvað þetta varðaði. Pútín hefur fyrir sitt leyti varað Bandaríkjamenn við að taka það skref að sjá Úkraínumönnum fyrir langdrægum vopnum til að gera árásir á Rússland. Úkraína Rússland Bandaríkin Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Sjá meira
Dmitry Peskov, talsmaður Vladimir Pútín Rússlandsforseta, sagði í samtali við ríkismiðla í Rússlandi í gær að markverð tímamót væru að eiga sér stað, þar sem spenna væri að stigmagnast á alla kanta. Alexander Lukashenko, forseti Belarús og náin bandamaður Pútín, sagðist á sama tíma efa að Trump myndi láta af verða. „Ég held að við ættum að róa okkur hvað þetta varðar. Donald vinur okkar; stundum nálgast hann málin af hörku en svo er það taktíkin hans að slá aðeins af og taka skref til baka,“ sagði Lukashenko. Menn ættu ekki að taka orð Bandaríkjaforseta bókstaflega. Trump nefndi mögleikann á að senda Tomahawk flaugar til Úkraínu þegar hann ræddi við blaðamenn um borð í Air Force One á leið sinni til Mið-Austurlanda. „Það getur verið að ég ræði við hann,“ sagði Trump um Pútín. „Það getur verið að ég segi: Sjáðu til, ef það finnst ekki lausn á þessu þá sendi ég þeim Tomahawk flaugar.“ Trump sagði Vólódimír Selenskí Úkraínuforseta hafa beðið um Tomahawk flaugar í samtali á laugardag, þegar forsetarnir ræddu um frekari vopnasendingar. Bandaríkjaforseti sagði að ef svo færi að hann sendi Úkraínu langdrægar flaugar fæli það klárlega í sér stigmögnun. „Vilja þeir Tomahawk flaugum skotið í áttina að sér? Ég held ekki,“ sagði hann um Rússa. Trump sagði í síðustu viku að hann hefði „eiginlega“ þegar tekið ákvörðun hvað þetta varðaði. Pútín hefur fyrir sitt leyti varað Bandaríkjamenn við að taka það skref að sjá Úkraínumönnum fyrir langdrægum vopnum til að gera árásir á Rússland.
Úkraína Rússland Bandaríkin Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Sjá meira