„Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2025 10:33 Rodrigo Goes virtist vera úti í kuldanum hjá Carlo Ancelotti hjá Real Madrid á síðasta tímabili en fáir vissu hvað gekk á utan vallar. Getty/Alvaro Medranda Brasilíski knattspyrnumaðurinn Rodrygo var á leiðinni frá Real Madrid í haust, ef marka má spænska fjölmiðla, en hélt kyrru fyrir. Það lá líka miklu meira að baki því hversu lítið hann fékk að spila með spænska félaginu á síðustu leiktíð. Rodrygo fór hvergi og hefur nú opnað sig um það sem gekk á hjá honum síðasta vetur. „Ég upplifði persónulega afar erfiða tíma á síðasta tímabili. Ég talaði ekki við neinn í lífi mínu í langan tíma,“ sagði Rodrygo í viðtali við spænska íþróttablaðið AS. „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum. Þetta var mjög erfiður tími. Mér leið hvorki vel líkamlega né andlega,“ sagði Rodrygo. „Ancelotti hjálpaði mér mikið, því hann sá á hverjum degi að mér leið ekki vel. Hann sá að ég væri ekki í standi til að spila og að ég gæti því ekki hjálpað liðinu,“ sagði Rodrygo. „Það var heldur enginn tími til að jafna sig því við spiluðum á þriggja daga fresti og þá getur maður ekki stoppað til að leysa vandamálið. „Ancelotti sá að ég er venjuleg manneskja og átti við raunveruleg vandamál að stríða. Hann skildi flóknar aðstæður mínar,“ sagði Rodrygo. „Carlo sagði við mig: Vertu bara rólegur hérna. Þú ert ekki í standi til að spila núna. Ég þakkaði honum og bað um að fá að spila, en þannig vissi hann að hann þyrfti að ná manneskjunni aftur á strik áður en hann næði út leikmanninum,“ sagði Rodrygo. „Þetta var mjög erfiður tími í lífi mínu en núna hef ég sigrast á öllu og ég er í lagi. Hvenær sem ég get, þakka ég Carletto, syni hans Davide og þjálfarateyminu. Allir hjálpuðu mér, og auðvitað fjölskyldan mín. Núna finn ég bara fyrir gleði, ég er hamingjusamur, mjög áhugasamur um að eiga frábært tímabil“, sagði Rodrygo í samtali við AS. View this post on Instagram A post shared by Fabrizio Romano (@fabriziorom) Spænski boltinn Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Fleiri fréttir Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Sjá meira
Rodrygo fór hvergi og hefur nú opnað sig um það sem gekk á hjá honum síðasta vetur. „Ég upplifði persónulega afar erfiða tíma á síðasta tímabili. Ég talaði ekki við neinn í lífi mínu í langan tíma,“ sagði Rodrygo í viðtali við spænska íþróttablaðið AS. „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum. Þetta var mjög erfiður tími. Mér leið hvorki vel líkamlega né andlega,“ sagði Rodrygo. „Ancelotti hjálpaði mér mikið, því hann sá á hverjum degi að mér leið ekki vel. Hann sá að ég væri ekki í standi til að spila og að ég gæti því ekki hjálpað liðinu,“ sagði Rodrygo. „Það var heldur enginn tími til að jafna sig því við spiluðum á þriggja daga fresti og þá getur maður ekki stoppað til að leysa vandamálið. „Ancelotti sá að ég er venjuleg manneskja og átti við raunveruleg vandamál að stríða. Hann skildi flóknar aðstæður mínar,“ sagði Rodrygo. „Carlo sagði við mig: Vertu bara rólegur hérna. Þú ert ekki í standi til að spila núna. Ég þakkaði honum og bað um að fá að spila, en þannig vissi hann að hann þyrfti að ná manneskjunni aftur á strik áður en hann næði út leikmanninum,“ sagði Rodrygo. „Þetta var mjög erfiður tími í lífi mínu en núna hef ég sigrast á öllu og ég er í lagi. Hvenær sem ég get, þakka ég Carletto, syni hans Davide og þjálfarateyminu. Allir hjálpuðu mér, og auðvitað fjölskyldan mín. Núna finn ég bara fyrir gleði, ég er hamingjusamur, mjög áhugasamur um að eiga frábært tímabil“, sagði Rodrygo í samtali við AS. View this post on Instagram A post shared by Fabrizio Romano (@fabriziorom)
Spænski boltinn Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Fleiri fréttir Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Sjá meira