Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Hjörvar Ólafsson skrifar 27. september 2025 16:02 Kjartan Kári Halldórson spilaði vel á vinstri kantinum hjá FH. Vísir/Anton Brink FH og Breiðablik skildu jöfn, 1-1, þegar liðin leiddu saman hesta sína í 23. umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á Kaplakrikavöll í dag. FH-ingar voru ívið sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og komust nær því að ná forystunni. Sigurður Bjartur Hallsson komst í góða stöðu í upphafi leiksins en ákvað að senda boltann í stað þess að skjóta og sóknin rann út í sandinn. Ísak Óli Ólafsson komst næst því að brjóta ísinn og skora í fyrri hálfleik en skalli hans eftir hornspyrnu Kjartans Kára Halldórssonar fór ofan á þverslána. Böðvar Böðvarsson og Kjartan Kári Halldórsson fengu sömuleiðs góð færi en náðu ekki að koma boltanum yfir línuna og í netmöskvana. Anton Ari Einarsson varði síðan skalla Sigurðar Bjarts skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks. Mesta hættan kom hjá Blikum var þegar þeir náðu að finna Ágúst Orra Þorsteinsson í stöðunni milli miðju og varnar hjá FH-liðinu. Það var einmitt eftir fyrirgjöf frá Ágústi Orra sem Breiðablik fékk besta færið sitt í fyrri hálfleik en Ágúst fann Óla Val Ómarsson með sendingu sinni en skot hans fór í vanarmann og lak þaðan framhjá stönginni. Mathias Brinch Rosenorn varði svo skalla Damir Muminovic vel og Tobias Thomsen var nokkrum sinnum nálægt því að koma sér í færi og færa sér fyrirgjafir samherjar sinna í nyt. Tómas Orri Róbertsson, fyrrverandi leikmaður Breiðabliks, gerði sínum fyrrum félögum grikk þegar hann kom FH yfir í upphafi seinni hálfleiks. Baldur Kári Helgason gerði þá mjög vel þegar hann komst í góða stöðu af harðfylgi og renndi boltanum á Tómas Orra sem skoraði með hnitmiðuðu skoti. Sigurður Bjartur slapp í gegn eftir rúmlega klukkutíma leik og fékk kjörið tækifæri til þess að tvöfalda forystu heimamanna en Anton Ari gerði vel að hrifsa boltann af tánum á Sigurði áður en hann náði að láta skotið ríða af. Kristinn Steindórsson, sem kom inná sem varamaður um miðjan seinni hálfleik, fékk gott skotæri um það bil stundarfjórðungi fyrir leikslok. Kristinn Jónsson sendi þá boltann á nafna sinn sem var staddur við D-bogann en skot Kristins Steindórssonar fór yfir mark FH. Skömmu síðar gat Sigurður Bjartur farið langleiðina með að gera út um leikinn en aftur sá Anton Ari við honum núna með því að loka á skot hans af stuttu færi. Anton Logi Lúðvíksson, sem spilaði síðasta hálftímann fyrir Blika, var nálægt því að skora stókostlegt mark um tíu mínútum fyrir lok leiksins. Anton Logi, sem var að spila sínar fyrstu mínútur eftir að hafa glímt við meiðsli í tæpa tvo mánuði, skaut fyrir utan vítateig og boltinn stefndi í samskeytin en Mathias Rosenorn kom í veg fyrir að Anton Logi jafnaði metin með meistaralegri markvörslu. Undir lok leiksins sá annar varamaður, Guðmundur Magnússon, til þess að Blikar fóru með eitt stig með sér úr Kaplakrika. Kristinn Jónsson sendi þá hárnákvæma fyrirgjöf sem rataði á ennið á Guðmundi sem stangaði boltann í netið. Mathias Rosenorn fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir stimpingar við Ágúst Orra sem var að reyna að ná í boltann í netið og koma boltanum hratt á miðjuna. FH-ingar voru búnir með skiptingar sínar þannig að Sigurður Bjartur tók það á sig að fara í markið og leysti það verkefni bara með glæsibrag. Varði meðal annars fast skot Kristins Jónssonar á lokaandartökm leiksins. Niðurstaðan 1-1 jafntefli í fjörugum leik sem bauð upp á margt skemmtilegt fyrir þá sem lögðu leið sína á völlinn. Breiðablik hefur nú 36 stig í fjórða sæti deildarinnar en FH er í því fimmta með 32 stig. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH.Vísir/Viktor Freyr Heimir: Sigurður Bjartur var frábær á æfingu í marki „Mér fannst við spila glimrandi vel í þessum leik og ég hefði viljað fá stigin þrjú. Sigurður Bjartur fær gott færi til þess að koma okkur í 2-0 og ég er nokkuð viss um að við hefðum unnið ef það hafði farið inn. Þeir setja svo sterka leikmenn inná og Guðmundur Magnússon reyndist okkur erfiður eftir að hann kom inná,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, að leik loknum. „Frammistaðan hefði verðskuldað þrjú stig og við getum byggt ofan á því þegar við mætum toppliði Víkings í næsta leik. Við erum búnir að ná í sjö stig í þremur leikjum á móti ríkjandi Íslandsmeisturum sem að ég held að sé bara vel af sér vikið,“ sagði Heimir enn fremur. Heimir þurfti að setja Sigurð Bjart í markið eftir að Mathias Rosenorn var vísað af velli með rauðu spjaldi þar sem FH var búið með skiptingarnar sínar og þjálfarinn þrautreyndi var aldrei í vafa um það væri rétt ákvörðun hjá honum: „Sigurður Bjartur fór í mark á æfingu um daginn og varði markið í spili á litlum. Hann varði eins og berserkur á þeirri æfingu þannig að ég hafði engar áhyggjur um að hann myndi ekki standa sig í rammanum,“ sagði Heimir um óvæntan markvörð sinn. Halldór: Hefðum átt að nýta liðsmuninn betur undir lokin „Að mínu mati var spilamennskan flott úti á vellinum allan leikinn og við fengum fjölmargar góðar stöður til þess að skapa hættu. Við fengum svo líka fín færi til þess að skora fleiri mörk en það gekk því miður ekki upp,“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, um þróun leiksins. „Það vill gerast að leiðin til þess að skora verði erfiðari þegar úrslitin hafa ekki fallið með þér. Við erum svekktir með að hafa ekki fengið sigur í þessum leik en á sama tíma sáttir við spilamennskuna sem verðskuldaði meira að þessu sinni,“ sagði Halldór þar að auki. „Við erum að fá leikmenn inn eftir löng meiðsli í þessum leik. Það er gott að fá Anton Loga aftur og mikilvægur áfangi fyrir Þorleif að vera kominn aftur inn á völlinn eftir langan tíma í burtu vegna meiðsla. Guðmundur Magnússon hefur svo reynst okkur drjúgur eftir að hann kom til okkar og loksins fær mark sem hann skorar að standa,“ sagði hann. „Það er vissulega svekkjandi að góðar frammistöður okkar í síðustu leikjum hafi bara skilað tveimur stigum en þeir leikir þróuðust á allt annan hátt og aðstæður voru ekki þær sömu. Við verðum bara að halda áfram á sömu braut og þá fara úrslitin að verða okkur í hag,“ sagði Halldór um framhaldið. Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks. Paweł/Vísir Atvik leiksins Sigurður Bjartur sýndi á sér nýja hlið þegar hann setti á sig hanskana í kjölfar þess að Mathias Rosenorn fékk rautt spjald. Sigurður sýndi það og sannaði að Heimir Guðjónsson, Kjartan Henry Finnbogason og Kristján Finnbogi Finnbogason völdu rétt þegar hann varði fast skot Kristins Jónssonar skömmu fyrir leikslok. Stjörnur og skúrkar Ahmad Faqa var öflugur í hjarta varnarinnar hjá FH og Böðvar átti góðan leik í vinstri bakverðinum. Miðjumennirnir Baldur Kári og Tómas Orri gerðu vel í marki FH og þeir áttu einnig fínan leik inni á miðsvæðinu. Sigurður Bjartur var síógnangi í framlínu FH og stóð sína pligt með stakri prýði í markinu. Kjartan Kári svo skeinuhættur á vinstri kantinum. Kristinn Jónsson var góður í vinstri bakverðinum hjá Blikum en hann var iðinn við að koma samherjum sínum í færi með fyrirgjöfum sínum. Ein slík lagði upp jöfnunarmark Breiðabliks. Ágúst Orri var lunkinn við að koma sér í góðar stöður líkt og Anton Logi eftir að hann kom inná. Guðmundur Magnússon gerði svo nákvæmlega það sem hann á að gera eftir að koma inná sem varamaður. Dómarar leiksins Dómarar leiksins, Twana Khalid Ahmed, Egill Guðvarður Guðlaugsson, Patrik Freyr Guðmundsson og Guðmundur Páll Friðbertsson, höfðu fín tök á þessum leik. Leikurinn fékk að flæða vel og allar stórar ákvarðanir réttar. Þeir fá sjö í einkunn fyrir sín störf. Stemming og umgjörð Góðmennt var í stúkunni í Kaplakrika í dag og fínasta stemming hjá stuðningsmönnum beggja liða. Góa og Ölgerðin sáu til þess að blaðamenn fengu Hraun og Egils Appelsín. Þá var kaffið upp á tíu eins og vanalega í Krikanum. Besta deild karla FH Breiðablik
FH og Breiðablik skildu jöfn, 1-1, þegar liðin leiddu saman hesta sína í 23. umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á Kaplakrikavöll í dag. FH-ingar voru ívið sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og komust nær því að ná forystunni. Sigurður Bjartur Hallsson komst í góða stöðu í upphafi leiksins en ákvað að senda boltann í stað þess að skjóta og sóknin rann út í sandinn. Ísak Óli Ólafsson komst næst því að brjóta ísinn og skora í fyrri hálfleik en skalli hans eftir hornspyrnu Kjartans Kára Halldórssonar fór ofan á þverslána. Böðvar Böðvarsson og Kjartan Kári Halldórsson fengu sömuleiðs góð færi en náðu ekki að koma boltanum yfir línuna og í netmöskvana. Anton Ari Einarsson varði síðan skalla Sigurðar Bjarts skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks. Mesta hættan kom hjá Blikum var þegar þeir náðu að finna Ágúst Orra Þorsteinsson í stöðunni milli miðju og varnar hjá FH-liðinu. Það var einmitt eftir fyrirgjöf frá Ágústi Orra sem Breiðablik fékk besta færið sitt í fyrri hálfleik en Ágúst fann Óla Val Ómarsson með sendingu sinni en skot hans fór í vanarmann og lak þaðan framhjá stönginni. Mathias Brinch Rosenorn varði svo skalla Damir Muminovic vel og Tobias Thomsen var nokkrum sinnum nálægt því að koma sér í færi og færa sér fyrirgjafir samherjar sinna í nyt. Tómas Orri Róbertsson, fyrrverandi leikmaður Breiðabliks, gerði sínum fyrrum félögum grikk þegar hann kom FH yfir í upphafi seinni hálfleiks. Baldur Kári Helgason gerði þá mjög vel þegar hann komst í góða stöðu af harðfylgi og renndi boltanum á Tómas Orra sem skoraði með hnitmiðuðu skoti. Sigurður Bjartur slapp í gegn eftir rúmlega klukkutíma leik og fékk kjörið tækifæri til þess að tvöfalda forystu heimamanna en Anton Ari gerði vel að hrifsa boltann af tánum á Sigurði áður en hann náði að láta skotið ríða af. Kristinn Steindórsson, sem kom inná sem varamaður um miðjan seinni hálfleik, fékk gott skotæri um það bil stundarfjórðungi fyrir leikslok. Kristinn Jónsson sendi þá boltann á nafna sinn sem var staddur við D-bogann en skot Kristins Steindórssonar fór yfir mark FH. Skömmu síðar gat Sigurður Bjartur farið langleiðina með að gera út um leikinn en aftur sá Anton Ari við honum núna með því að loka á skot hans af stuttu færi. Anton Logi Lúðvíksson, sem spilaði síðasta hálftímann fyrir Blika, var nálægt því að skora stókostlegt mark um tíu mínútum fyrir lok leiksins. Anton Logi, sem var að spila sínar fyrstu mínútur eftir að hafa glímt við meiðsli í tæpa tvo mánuði, skaut fyrir utan vítateig og boltinn stefndi í samskeytin en Mathias Rosenorn kom í veg fyrir að Anton Logi jafnaði metin með meistaralegri markvörslu. Undir lok leiksins sá annar varamaður, Guðmundur Magnússon, til þess að Blikar fóru með eitt stig með sér úr Kaplakrika. Kristinn Jónsson sendi þá hárnákvæma fyrirgjöf sem rataði á ennið á Guðmundi sem stangaði boltann í netið. Mathias Rosenorn fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir stimpingar við Ágúst Orra sem var að reyna að ná í boltann í netið og koma boltanum hratt á miðjuna. FH-ingar voru búnir með skiptingar sínar þannig að Sigurður Bjartur tók það á sig að fara í markið og leysti það verkefni bara með glæsibrag. Varði meðal annars fast skot Kristins Jónssonar á lokaandartökm leiksins. Niðurstaðan 1-1 jafntefli í fjörugum leik sem bauð upp á margt skemmtilegt fyrir þá sem lögðu leið sína á völlinn. Breiðablik hefur nú 36 stig í fjórða sæti deildarinnar en FH er í því fimmta með 32 stig. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH.Vísir/Viktor Freyr Heimir: Sigurður Bjartur var frábær á æfingu í marki „Mér fannst við spila glimrandi vel í þessum leik og ég hefði viljað fá stigin þrjú. Sigurður Bjartur fær gott færi til þess að koma okkur í 2-0 og ég er nokkuð viss um að við hefðum unnið ef það hafði farið inn. Þeir setja svo sterka leikmenn inná og Guðmundur Magnússon reyndist okkur erfiður eftir að hann kom inná,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, að leik loknum. „Frammistaðan hefði verðskuldað þrjú stig og við getum byggt ofan á því þegar við mætum toppliði Víkings í næsta leik. Við erum búnir að ná í sjö stig í þremur leikjum á móti ríkjandi Íslandsmeisturum sem að ég held að sé bara vel af sér vikið,“ sagði Heimir enn fremur. Heimir þurfti að setja Sigurð Bjart í markið eftir að Mathias Rosenorn var vísað af velli með rauðu spjaldi þar sem FH var búið með skiptingarnar sínar og þjálfarinn þrautreyndi var aldrei í vafa um það væri rétt ákvörðun hjá honum: „Sigurður Bjartur fór í mark á æfingu um daginn og varði markið í spili á litlum. Hann varði eins og berserkur á þeirri æfingu þannig að ég hafði engar áhyggjur um að hann myndi ekki standa sig í rammanum,“ sagði Heimir um óvæntan markvörð sinn. Halldór: Hefðum átt að nýta liðsmuninn betur undir lokin „Að mínu mati var spilamennskan flott úti á vellinum allan leikinn og við fengum fjölmargar góðar stöður til þess að skapa hættu. Við fengum svo líka fín færi til þess að skora fleiri mörk en það gekk því miður ekki upp,“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, um þróun leiksins. „Það vill gerast að leiðin til þess að skora verði erfiðari þegar úrslitin hafa ekki fallið með þér. Við erum svekktir með að hafa ekki fengið sigur í þessum leik en á sama tíma sáttir við spilamennskuna sem verðskuldaði meira að þessu sinni,“ sagði Halldór þar að auki. „Við erum að fá leikmenn inn eftir löng meiðsli í þessum leik. Það er gott að fá Anton Loga aftur og mikilvægur áfangi fyrir Þorleif að vera kominn aftur inn á völlinn eftir langan tíma í burtu vegna meiðsla. Guðmundur Magnússon hefur svo reynst okkur drjúgur eftir að hann kom til okkar og loksins fær mark sem hann skorar að standa,“ sagði hann. „Það er vissulega svekkjandi að góðar frammistöður okkar í síðustu leikjum hafi bara skilað tveimur stigum en þeir leikir þróuðust á allt annan hátt og aðstæður voru ekki þær sömu. Við verðum bara að halda áfram á sömu braut og þá fara úrslitin að verða okkur í hag,“ sagði Halldór um framhaldið. Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks. Paweł/Vísir Atvik leiksins Sigurður Bjartur sýndi á sér nýja hlið þegar hann setti á sig hanskana í kjölfar þess að Mathias Rosenorn fékk rautt spjald. Sigurður sýndi það og sannaði að Heimir Guðjónsson, Kjartan Henry Finnbogason og Kristján Finnbogi Finnbogason völdu rétt þegar hann varði fast skot Kristins Jónssonar skömmu fyrir leikslok. Stjörnur og skúrkar Ahmad Faqa var öflugur í hjarta varnarinnar hjá FH og Böðvar átti góðan leik í vinstri bakverðinum. Miðjumennirnir Baldur Kári og Tómas Orri gerðu vel í marki FH og þeir áttu einnig fínan leik inni á miðsvæðinu. Sigurður Bjartur var síógnangi í framlínu FH og stóð sína pligt með stakri prýði í markinu. Kjartan Kári svo skeinuhættur á vinstri kantinum. Kristinn Jónsson var góður í vinstri bakverðinum hjá Blikum en hann var iðinn við að koma samherjum sínum í færi með fyrirgjöfum sínum. Ein slík lagði upp jöfnunarmark Breiðabliks. Ágúst Orri var lunkinn við að koma sér í góðar stöður líkt og Anton Logi eftir að hann kom inná. Guðmundur Magnússon gerði svo nákvæmlega það sem hann á að gera eftir að koma inná sem varamaður. Dómarar leiksins Dómarar leiksins, Twana Khalid Ahmed, Egill Guðvarður Guðlaugsson, Patrik Freyr Guðmundsson og Guðmundur Páll Friðbertsson, höfðu fín tök á þessum leik. Leikurinn fékk að flæða vel og allar stórar ákvarðanir réttar. Þeir fá sjö í einkunn fyrir sín störf. Stemming og umgjörð Góðmennt var í stúkunni í Kaplakrika í dag og fínasta stemming hjá stuðningsmönnum beggja liða. Góa og Ölgerðin sáu til þess að blaðamenn fengu Hraun og Egils Appelsín. Þá var kaffið upp á tíu eins og vanalega í Krikanum.
Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn
Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn