Sport

Younghoe sparkað burt

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Younghoe Koo hefur átt erfitt uppdráttar undanfarið.
Younghoe Koo hefur átt erfitt uppdráttar undanfarið. Rich von Biberstein/Icon Sportswire via Getty Images

Younghoe Koo hefur verið látinn fara frá Atlanta Falcons í NFL deildinni.

Suður-Kóreumaðurinn er þriðji stigahæsti leikmaður í sögu félagsins og var á sínum tíma talinn besti sparkari deildarinnar. Hann hefur verið hjá Atlanta síðan 2019 og sýndi mikinn stöðugleika lengi, en hefur átt erfitt uppdráttar undanfarið.

Eftir slæmt tímabil í fyrra byrjaði Younghoe þetta tímabil á því að klúðra sparki sem hefði jafnað leik Falcons og Tampa Bay Buccaneers.

Younghoe sjáanlega svekktur. Kevin C. Cox/Getty Images

Younghoe var síðan settur á bekkinn og látinn horfa á þegar Parker Romo skoraði úr fimm af fimm spörkum í sigri Falcons gegn Minnesota Vikings í síðustu umferð.

Romo hefur nú tekið við sem aðalsparkarinn í Atlanta og Younghoe leitar á önnur mið.

Atlanta Falcons mæta Carolina Panthers í þriðju umferð NFL deildarinnar á sunnudag. Fylgst verður með leiknum í NFL RedZone á Sýn Sport 3. 

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×