Innlent

Ölvaðir ein­staklingar víða til vand­ræða

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Lögrelan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nægu að snúast í nótt. Myndin er úr safni.
Lögrelan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nægu að snúast í nótt. Myndin er úr safni. Vísir/Kolbeinn Tumi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti 87 málum í gærkvöldi og í nótt. Þá voru þrír vistaðir í fangaklefa á tímabilinu. Stór hluti útkalla sem lögregla fjallar um vörðuðu áfengisölvun.

Um verkefni næturinnar er fjallað í dagbók lögreglu. í Reykjavík var óskað eftir lögregluaðstoð vegna ofurölvi einstaklings sem neitaði að yfirgefa heilbrigðisstofnun. Viðkomandi hélt uppteknum hætti eftir að lögreglumenn komu á vettvang sem varð til þess að lögreglumenn handtóku hann og vistuðu í fangaklefa. 

Óskað var eftir aðstoð lögreglu í verslunarmiðstöð í Reykjavík vegna einstaklings sem var til vandræða. Þegar lögreglumenn komu að var maðurinn kominn út og var að kasta af sér þvagi. Sá var handtekinn fyrir brot á lögreglusamþykkt og síðar laus að lokinni skýrslutöku.

Þá barst lögreglu tilkynningar um bæði slagsmál og líkamsárás á skemmtistöðum. Frekari upplýsingar um þau mál liggja ekki fyrir. 

Óskað eftir aðstoð lögreglu vegna ofurölvi einstaklings sem var til vandræða við skemmtistaði. Einstaklingurinn handtekinn og vistaður í fangaklefa þar til rennur af honum víman.

Lögregla segir jafnframt frá sjö tilvikum í umdæminu í nótt þar sem ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. 

Lögreglustöð tvö, sem sinnir verkefnum í Kópavogi og Breiðholti, barst tilkynning um ölvaðan einstakling sem var til vandræða í sundlaug og um ölvaðan einstakling að ganga í veg fyrir bíla. Hinum síðarnefnda var komið í öruggt skjól en frekari upplýsingar fengust ekki um málin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×