Lífið

Skvísur landsins skáluðu í mið­borginni

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Skot Production var stofnað árið 2015.
Skot Production var stofnað árið 2015.

Inga Lind Karlsdóttir, sjónvarpskona, og félagar hennar hjá framleiðslufyrirtækinu Skot Productions fögnuðu tíu ára afmæli fyrirtækisins með glæsilegri veislu á veitingastaðnum Fjallkonan á dögunum.

Skot Productions hefur á undanförnum árum fest sig í sessi sem eitt fremsta framleiðslufyrirtæki landsins, þekkt fyrir að skapa áhrifaríkt efni fyrir fjölmiðla, fyrirtæki og einstaklinga. Með skapandi hugsun, fagmennsku og sterku tengslaneti hefur fyrirtækið unnið sér traustan sess á íslenskum markaði og tekið þátt í fjölmörgum spennandi verkefnum.

Meðal viðstaddra voru framleiðendurnir Eiður Birgisson og Arnþrúður Dögg Sigurðardóttir, alltaf kölluð Addú, tónlistarkonan Vigdís Hafliðadóttir, Eva Georgs Ásudóttir, dagskrárstjóri sjónvarps hjá Ríkisútvarpinu, og stílistinn Ellen Loftsdóttir, svo fáir einir séu nefndir.

Hér að neðan má sjá myndir frá kvöldinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.