Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2025 09:31 Mohamed Salah er ekki ánægður með umræðuna um tvo fyrrum leikmenn Liverpool. EPA/ADAM VAUGHAN Mohamed Salah gagnrýndi færslu á vinsælum Liverpool samfélagsmiðli þar sem hann taldi menn þar á bæ vera hreinlega að gera lítið úr fyrrum liðsfélögum hans hjá Liverpool. Anfield Edition samfélagsmiðilinn er með yfir fimm hundruð þúsund fylgjendur en sá hinn sami fékk að heyra það frá stærstu stjörnu Liverpool liðsins. Anfield Edition birti myndir af Luis Díaz og Darwin Núnez í svarthvítu við hlið litmynda af Alexander Isak og Florian Wirtz. Undir stóð síðan: „Name a bigger upgrade in footballing history“ eða „Nefnið betri uppfærslu í fótboltasögunni“ Liverpool seldi þá Luis Díaz and Darwin Núnez í sumar til Bayern München og Al Hilal en borgaði í staðinn 250 milljónir punda fyrir þá Alexander Isak og Florian Wirtz. Nýju mennirnir fá sjöuna og níuna hjá Liverpool, treyjunúmerin sem hinir spiluðu í. Samanburðurinn lá því beint við en Egyptanum var ekki skemmt. Salah deildi færslunni en bætti við: „Hvernig væri nú ef við fögnuðum tveimur frábærum kaupum án þess að gera lítið úr enskum meisturum,“ skrifaði Salah. Mohamed Salah var í sérflokki í sókn Liverpool á meistaratímabilinu með 29 mörk og 18 stoðsendingar en hann var efstur í ensku úrvalsdeildinni á báðum listum. Luis Díaz var með 13 mörk og 5 stoðsendingar en Darwin Núnez skoraði 5 mörk og gaf 2 stoðsendingar. Þeir tveir bjuggu því saman til 25 mörk en Salah átti einn þátt í 47 mörkum. Florian Wirtz hefur ekki byrjað tímabilið vel og á enn eftir að eiga þátt í marki eftir þrjá deildarleiki. Isak mun spila sína fyrstu leiki með Liverpool eftir landsleikjahlé sem nú í fullum gangi. How about we celebrate the great signings without disrespecting the PL champions? https://t.co/lRug6oFYCt— Mohamed Salah (@MoSalah) September 3, 2025 Enski boltinn Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Hádramatík í lokin á Villa Park Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Hislop með krabbamein Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Sjá meira
Anfield Edition samfélagsmiðilinn er með yfir fimm hundruð þúsund fylgjendur en sá hinn sami fékk að heyra það frá stærstu stjörnu Liverpool liðsins. Anfield Edition birti myndir af Luis Díaz og Darwin Núnez í svarthvítu við hlið litmynda af Alexander Isak og Florian Wirtz. Undir stóð síðan: „Name a bigger upgrade in footballing history“ eða „Nefnið betri uppfærslu í fótboltasögunni“ Liverpool seldi þá Luis Díaz and Darwin Núnez í sumar til Bayern München og Al Hilal en borgaði í staðinn 250 milljónir punda fyrir þá Alexander Isak og Florian Wirtz. Nýju mennirnir fá sjöuna og níuna hjá Liverpool, treyjunúmerin sem hinir spiluðu í. Samanburðurinn lá því beint við en Egyptanum var ekki skemmt. Salah deildi færslunni en bætti við: „Hvernig væri nú ef við fögnuðum tveimur frábærum kaupum án þess að gera lítið úr enskum meisturum,“ skrifaði Salah. Mohamed Salah var í sérflokki í sókn Liverpool á meistaratímabilinu með 29 mörk og 18 stoðsendingar en hann var efstur í ensku úrvalsdeildinni á báðum listum. Luis Díaz var með 13 mörk og 5 stoðsendingar en Darwin Núnez skoraði 5 mörk og gaf 2 stoðsendingar. Þeir tveir bjuggu því saman til 25 mörk en Salah átti einn þátt í 47 mörkum. Florian Wirtz hefur ekki byrjað tímabilið vel og á enn eftir að eiga þátt í marki eftir þrjá deildarleiki. Isak mun spila sína fyrstu leiki með Liverpool eftir landsleikjahlé sem nú í fullum gangi. How about we celebrate the great signings without disrespecting the PL champions? https://t.co/lRug6oFYCt— Mohamed Salah (@MoSalah) September 3, 2025
Enski boltinn Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Hádramatík í lokin á Villa Park Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Hislop með krabbamein Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Sjá meira