Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2025 16:02 Vladimír Pútín, foseti Rússlands. EPA/MIKHAIL METZEL, SPUTNIK Ráðamenn í Rússlandi hafa framlengt lokun á stóru svæði undan ströndum eyjaklasans Novaya Zemlya. Þar eru vísindamenn taldir vinna að þróun nýrrar stýriflaugar sem er knúin af kjarnorku og getur borið kjarnorkuvopn. Eldflaugin ber heitið „Burevestnik“ en er kölluð SSC-X-9 Skyfall á Vesturlöndum. Í Bandaríkjunum er hún einnig kölluð „Fljúgandi Chernobyl“ vegna hættunnar á kjarnorkuslysi sem fylgir henni. Þar sem stýriflaugin á að vera knúin með kjarnorku á drægni hennar að vera svo gott sem ótakmörkuð. Sérfræðingar hafa þó áhyggjur af því að slys geti valdið mikilli geislavirkni. Vísindamenn Rosatom, rússnesku kjarnorkustofnunarinnar, hafa í áratugi notað Novaya Zemlay til að gera tilraunir með kjarnorku. Í síðasta mánuði var stóru svæði við eyjarnar lokað fyrir umferð skipa og flugvéla og var þá talið að það væri vegna væntanlegra tilrauna með eldflaugina. Sú lokun hefur nú verið framlengd til 6. september, samkvæmt frétt Barents Observer. Mikill viðbúnaður hefur verið á og við eyjarnar síðan í júlí. Bandaríkjamenn hafa verið að fljúga sérstakri flugvél sem ber skynjara til að greina geislavirkar agnir nærri eyjunni. Síðasta slíka ferðin var farin í gær. Flugvélin er í daglegu tali kölluð „kjarnorkusprengjuþefarinn“. Sérfræðingar segja einnig að Rosatom hafi flutt tvær flugvélar sem hannaðar eru til að vakta og greina tilraunir með kjarnorkuknúnar eldflaugar til eyjanna. Þangað er einnig búið að flytja eftirlitsflugvél sem talið er að verði notuð til að fylgjast með stýriflauginni þegar henni verður skotið á loft, ef það hefur ekki þegar verið gert. Tilraunir með Skyfall hafa staðið þar yfir frá 2017 og hafa fregnir borist af stækkun tilraunasvæðisins á undanförnum árum. Árið 2019 létust nokkrir starfsmenn Rosatom á eyjaklasanum vegna geislavirkni eftir að eldflaug sprakk á tilraunasvæði stofnunarinnar. Aftenposten í Noregi hefur eftir embættismönnum þar að tilraunir hafi verið gerðar með eldflaugina kjarnorkuknúnu. Norðmenn hafa sérstakar áhyggjur af tilraunum Rússa með kjarnorkuknúnar eldflaugar og telja embættismenn þar að slys geti valdið geislamengun í Noregi eða á norsku hafsvæði. Eldflaug sem talið er að hafi verið kjarnorkuknúin hvarf í Barentshafið árið 2018. Rússland Hernaður Norðurslóðir Noregur Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Fleiri fréttir Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Sjá meira
Eldflaugin ber heitið „Burevestnik“ en er kölluð SSC-X-9 Skyfall á Vesturlöndum. Í Bandaríkjunum er hún einnig kölluð „Fljúgandi Chernobyl“ vegna hættunnar á kjarnorkuslysi sem fylgir henni. Þar sem stýriflaugin á að vera knúin með kjarnorku á drægni hennar að vera svo gott sem ótakmörkuð. Sérfræðingar hafa þó áhyggjur af því að slys geti valdið mikilli geislavirkni. Vísindamenn Rosatom, rússnesku kjarnorkustofnunarinnar, hafa í áratugi notað Novaya Zemlay til að gera tilraunir með kjarnorku. Í síðasta mánuði var stóru svæði við eyjarnar lokað fyrir umferð skipa og flugvéla og var þá talið að það væri vegna væntanlegra tilrauna með eldflaugina. Sú lokun hefur nú verið framlengd til 6. september, samkvæmt frétt Barents Observer. Mikill viðbúnaður hefur verið á og við eyjarnar síðan í júlí. Bandaríkjamenn hafa verið að fljúga sérstakri flugvél sem ber skynjara til að greina geislavirkar agnir nærri eyjunni. Síðasta slíka ferðin var farin í gær. Flugvélin er í daglegu tali kölluð „kjarnorkusprengjuþefarinn“. Sérfræðingar segja einnig að Rosatom hafi flutt tvær flugvélar sem hannaðar eru til að vakta og greina tilraunir með kjarnorkuknúnar eldflaugar til eyjanna. Þangað er einnig búið að flytja eftirlitsflugvél sem talið er að verði notuð til að fylgjast með stýriflauginni þegar henni verður skotið á loft, ef það hefur ekki þegar verið gert. Tilraunir með Skyfall hafa staðið þar yfir frá 2017 og hafa fregnir borist af stækkun tilraunasvæðisins á undanförnum árum. Árið 2019 létust nokkrir starfsmenn Rosatom á eyjaklasanum vegna geislavirkni eftir að eldflaug sprakk á tilraunasvæði stofnunarinnar. Aftenposten í Noregi hefur eftir embættismönnum þar að tilraunir hafi verið gerðar með eldflaugina kjarnorkuknúnu. Norðmenn hafa sérstakar áhyggjur af tilraunum Rússa með kjarnorkuknúnar eldflaugar og telja embættismenn þar að slys geti valdið geislamengun í Noregi eða á norsku hafsvæði. Eldflaug sem talið er að hafi verið kjarnorkuknúin hvarf í Barentshafið árið 2018.
Rússland Hernaður Norðurslóðir Noregur Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Fleiri fréttir Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Sjá meira