Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. ágúst 2025 15:03 AÐSEND Mikill hugur er hjá skógræktarfólki um allt land enda víða verið að gróðursetja plöntur í því skyni að fá upp myndarlegan skóg. Forseti Íslands tók þátt í aðalfundi Skógræktarfélags Íslands um helgina í Borgarfirði og gróðursetti meðal annars í Varmalandi. Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands hófst á Varmalandi í Borgarfirði á föstudaginn og lýkur formlega í dag. Skógræktarfólk af öllu landinu sækir fundinn. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa var farið í vettvangsferðir til að skoða skóglendi gestgjafanna, Skógræktarfélags Borgarfjarðar, og flutt voru fjölbreytt fræðsluerindi. Hápunktur fundarins var hátíðarkvöldverður í gærkvöldi þar sem Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra flutti ávarp. Frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands mætti líka á fundinn. Brynjólfur Jónsson er framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands. „Forsetinn okkar mætti, Halla Tómasdóttir og var bjartsýn og horfði til framtíðar og sér skógrækt í samvinnu við æsku landsins og býður okkur á Bessastaði til að ræða málin og reyna að finna einhverja samlegð með íslenskri æsku og við auðvitað tökum því fegins hendi,“ segir Brynjólfur Þannig að Halla er skógræktarkona? „Já mér sýnist það að hún hafi mikinn áhuga á þessu starfi okkar“. Halla gróðursetti síðan myndarlegt tré í Varmalandi, ásamt nokkrum öðrum forsvarsmönnum aðalfundarins. Frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, ávarpaði aðalfund Skógræktarfélags Íslands, sem fór fram um helgina á Varmalandi í Borgarfirði. Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þið eruð að gera mjög góða hluti í Skógræktarfélagi Íslands eða hvað? „Já. við teljum það að okkar hlutverk sé mjög mikilvægt sérstaklega í sambandi við útivistaskóga landsins en ekki síður að huga að loftslagsmálum almennt. Það er stóra verkefnið í framtíðinni, að sjá til þess að jörðin ofhitni ekki og þar kemur skógrækt sterkt inn og við lítum líka á afurðir í framtíðinni, sem við getum nýtt. Skógræktarhreyfingin er til dæmis stærsti jólatrjá framleiðandi íslenskra jólatrjáa,“ sagði Brynjólfur. Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands. Eftir að hafa unnið í sjávarútvegi fór hann til Noregs til þess að læra skógrækt og skógfræði. Þegar hann kom til baka til Íslands tók hann við umsjón með félaginu árið 1988. Síðan hefur hann aukið starfsemi félagsins og hlutverk þess innan umhverfisgeirans. Undir hans umsjón hefur Skógræktarfélag Íslands orðið mjög virkt teymi 8 starfsmanna. Aðsend Heimasiða Skógræktarfélags Íslands Borgarbyggð Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sjá meira
Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands hófst á Varmalandi í Borgarfirði á föstudaginn og lýkur formlega í dag. Skógræktarfólk af öllu landinu sækir fundinn. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa var farið í vettvangsferðir til að skoða skóglendi gestgjafanna, Skógræktarfélags Borgarfjarðar, og flutt voru fjölbreytt fræðsluerindi. Hápunktur fundarins var hátíðarkvöldverður í gærkvöldi þar sem Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra flutti ávarp. Frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands mætti líka á fundinn. Brynjólfur Jónsson er framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands. „Forsetinn okkar mætti, Halla Tómasdóttir og var bjartsýn og horfði til framtíðar og sér skógrækt í samvinnu við æsku landsins og býður okkur á Bessastaði til að ræða málin og reyna að finna einhverja samlegð með íslenskri æsku og við auðvitað tökum því fegins hendi,“ segir Brynjólfur Þannig að Halla er skógræktarkona? „Já mér sýnist það að hún hafi mikinn áhuga á þessu starfi okkar“. Halla gróðursetti síðan myndarlegt tré í Varmalandi, ásamt nokkrum öðrum forsvarsmönnum aðalfundarins. Frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, ávarpaði aðalfund Skógræktarfélags Íslands, sem fór fram um helgina á Varmalandi í Borgarfirði. Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þið eruð að gera mjög góða hluti í Skógræktarfélagi Íslands eða hvað? „Já. við teljum það að okkar hlutverk sé mjög mikilvægt sérstaklega í sambandi við útivistaskóga landsins en ekki síður að huga að loftslagsmálum almennt. Það er stóra verkefnið í framtíðinni, að sjá til þess að jörðin ofhitni ekki og þar kemur skógrækt sterkt inn og við lítum líka á afurðir í framtíðinni, sem við getum nýtt. Skógræktarhreyfingin er til dæmis stærsti jólatrjá framleiðandi íslenskra jólatrjáa,“ sagði Brynjólfur. Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands. Eftir að hafa unnið í sjávarútvegi fór hann til Noregs til þess að læra skógrækt og skógfræði. Þegar hann kom til baka til Íslands tók hann við umsjón með félaginu árið 1988. Síðan hefur hann aukið starfsemi félagsins og hlutverk þess innan umhverfisgeirans. Undir hans umsjón hefur Skógræktarfélag Íslands orðið mjög virkt teymi 8 starfsmanna. Aðsend Heimasiða Skógræktarfélags Íslands
Borgarbyggð Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sjá meira