Sport

Dag­skráin: Big Ben, úr­slita­stund Blika, dregið í Meistara­deild og Besta kvenna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðmundur Magnússon í fyrri leik Breiðabliks og AC Virtus í umspili um sæti í Sambandsdeild Evrópu.
Guðmundur Magnússon í fyrri leik Breiðabliks og AC Virtus í umspili um sæti í Sambandsdeild Evrópu. Vísir/Diego

Það eru beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag og kvöld eins og vanalega á fimmtudögum.

Í kvöld verður þátturinn Big Ben þar sem Guðmundur Benediktsson og Hjálmar Örn Jóhannsson fara yfir íþróttalífið en enska úrvalsdeildin fær þar stórt pláss. Kapparnir fá góða gesti í gott spjall.

Þetta er afar mikilvægt kvöld fyrir Breiðablik í baráttunni um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar en liðið heimsækir Virtus til San Marínó í seinni leik liðanna i baráttunni um laust sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar.

Það bíða líka margir spenntir eftir því að dregið verði um leiki í deildarkeppni Meistaradeildarinnar en þar kemur í ljós hvort stóru liðin hafa heppnina með sér eða hvort að litlu liðin fái einhverja risa í heimsókn í vetur.

Það verða sýndir beint tveir leikir í fimmtándu umferð Bestu deildar kvenna en Tindastóll fær Víkings í heimsókn í miklum fallslag og FH tekur á móti Þrótti í Kaplakrika í baráttunni um hvaða lið ætlar að fylgja Blikum eftir í titilbaráttunni.

Dagurinn byrjar á útsendingu frá golfmóti og það verða einnig sýndir tveir leikir beint í bandaríska hafnaboltanum. FM Championship á LPGA mótaröðinni verður einnig sýnt beint.

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag.

SÝN Sport Ísland

Klukkan 18.50 hefst bein útsending frá seinni leik Virtus og Breiðabliks í umspili um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar.

SÝN Sport Ísland 2

Klukkan 17.50 hefst bein útsending frá leik FH og Þróttar í Bestu deild kvenna í fótbolta.

SÝN Sport Ísland 3

Klukkan 17.50 hefst bein útsending frá leik Tindastóls og Víkings í Bestu deild kvenna í fótbolta.

Sýn Sport

Klukkan 16.00 hefst bein útsending frá því þegar dregið verður um leiki fyrir deildarkeppni Meistaradeildarinnar en þar kemur í ljós hvaða lið mætast í vetur.

Klukkan 22.10 hefst Big Ben sem er umræðu og viðtalsþáttur um íþróttir í umsjón Guðmundar Benediktssonar.

SÝN Sport 4

Klukkan 11.30 hefst útsending frá Omega European Masters golfmótinu á DP World mótaröðinni.

Klukkan 19.00 hefst útsending frá FM Championship golfmótinu á LPGA mótaröðinni.

SÝN Sport Viaplay

Klukkan 17.00 hefst bein útsending frá leik Baltimore Orioles og Boston Red Sox í bandaríska hafnaboltanum.

Klukkan 22.30 hefst bein útsending frá leik Philadelphia Phillies og Atlanta Braves í bandaríska hafnaboltanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×