Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2025 06:22 Candelaria Rivas kom fyrsta í mark en hljóp ekki alveg í þessum venjulega klæðnaði. Instagram Candelaria Rivas er orðin að þjóðhetju í Mexíkó eftir óvænt afrek sitt í ofurhlaupi í sumar. Rivas er mexíkanskur frumbyggi og ættbálkur hennar er þekktur fyrir mikla hlaupagetu og ótrúlegt úthald. Það sannaði hún heldur betur í þessu hlaupi. Sigur hennar í Canyon Ultra maraþoninu fyrr í sumar vakti vissulega athygli en hún kláraði þá þetta 63 kílómetra ofurhlaup á sjö klukkutímum og 34 mínútu og kom fyrst kvenna í mark. Svo fréttist af því að þetta hafi verið hennar fyrsta hlaup á ævinni en svo kom líklega mesta afrek hennar fram í dagsljósið. View this post on Instagram A post shared by TOGETHXR (@togethxr) Mexíkanska blaðið El Universal sagði frá því að Rivas hefði gengið á keppnisstað og það var löng leið. Hún var fjórtán klukkutíma á leiðinni frá Guadalupe y Calvo til Guachochi þar sem keppnin fór fram. Hún átti heima í litlu fjallaþorpi og þetta var eina leiðin til að geta tekið þátt í hlaupinu. Það er eitt að hlaupa hraðar en allir aðrir keppendur en að geta það eftir fjórtán tíma upphitun er eitthvað allt annað. Rivas og ættbálkur hennar stunda langhlaup að kappi sem hluti af þeirra hefð og venjum en þau stunda veiðar á fótum. Þar er markmiðið að elta bráðina þar til að hún örmagnast og eins og gefur að skilja þá þarf veiðimaðurinn að vera í afar góðu formi til að ná því. Afrek Rivas vakti mikla lukku og þekktir íþróttamenn mexíkönsku þjóðarinnar hafa fagnað því með því að færa henni peningagjafir. Hnefaleikakappinn Canelo Alvarex, NFL hlauparinn Isiah Pacheco og fleiri gáfu henni santals meira en þrjár milljónir dollara eða 368 milljónir króna. Þegar hún fékk eina milljón dollara og tilfinningaríkt bréf að auki frá Pacheco þá fór hún að gráta. „Enginn hefur komið svona vel fram við mig áður,“ sagði Candelaria Rivas. Hlaup Mexíkó Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Sjá meira
Rivas er mexíkanskur frumbyggi og ættbálkur hennar er þekktur fyrir mikla hlaupagetu og ótrúlegt úthald. Það sannaði hún heldur betur í þessu hlaupi. Sigur hennar í Canyon Ultra maraþoninu fyrr í sumar vakti vissulega athygli en hún kláraði þá þetta 63 kílómetra ofurhlaup á sjö klukkutímum og 34 mínútu og kom fyrst kvenna í mark. Svo fréttist af því að þetta hafi verið hennar fyrsta hlaup á ævinni en svo kom líklega mesta afrek hennar fram í dagsljósið. View this post on Instagram A post shared by TOGETHXR (@togethxr) Mexíkanska blaðið El Universal sagði frá því að Rivas hefði gengið á keppnisstað og það var löng leið. Hún var fjórtán klukkutíma á leiðinni frá Guadalupe y Calvo til Guachochi þar sem keppnin fór fram. Hún átti heima í litlu fjallaþorpi og þetta var eina leiðin til að geta tekið þátt í hlaupinu. Það er eitt að hlaupa hraðar en allir aðrir keppendur en að geta það eftir fjórtán tíma upphitun er eitthvað allt annað. Rivas og ættbálkur hennar stunda langhlaup að kappi sem hluti af þeirra hefð og venjum en þau stunda veiðar á fótum. Þar er markmiðið að elta bráðina þar til að hún örmagnast og eins og gefur að skilja þá þarf veiðimaðurinn að vera í afar góðu formi til að ná því. Afrek Rivas vakti mikla lukku og þekktir íþróttamenn mexíkönsku þjóðarinnar hafa fagnað því með því að færa henni peningagjafir. Hnefaleikakappinn Canelo Alvarex, NFL hlauparinn Isiah Pacheco og fleiri gáfu henni santals meira en þrjár milljónir dollara eða 368 milljónir króna. Þegar hún fékk eina milljón dollara og tilfinningaríkt bréf að auki frá Pacheco þá fór hún að gráta. „Enginn hefur komið svona vel fram við mig áður,“ sagði Candelaria Rivas.
Hlaup Mexíkó Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Sjá meira