Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Kristján Már Unnarsson skrifar 11. ágúst 2025 09:29 Úr Austurdal í Skagafirði neðan Skatastaða. Austari-Jökulsá verður að Héraðsvötnum. KMU Virkjanakostir í Héraðsvötnum í Skagafirði, þar á meðal 156 megavatta Skatastaðavirkjun, fara ekki í verndarflokk heldur í biðflokk rammaáætlunar. Þetta er samkvæmt tillögu sem Jóhann Páll Jóhannsson, ráðherra orku- og umhverfismála, hyggst leggja fyrir Alþingi í haust og hann kynnir núna í samráðsgátt stjórnvalda. Ennfremur leggur hann þar til að Urriðafossvirkjun í Þjórsá verði í nýtingarflokki en ekki í biðflokki. Ráðherrann leggur til þessar tvær breytingar frá niðurstöðu stjórnarmeirihlutans í umhverfis- og samgöngunefnd á síðasta þingi. Þingmálið snerist um flokkun fimm virkjanakosta í vatnsafli, sem komu til endurmats, en dagaði uppi í málþófi vorþingsins. Málið hafði áður hlotið gagnrýni úr mismunandi áttum en á ólíkum forsendum. Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra.Vísir/Vilhelm Þannig varaði forstjóri Landsvirkjunar við því að Alþingi útilokaði Skatastaðavirkjun með því að setja Héraðsvötn í verndarflokk. Talsmaður Landverndar taldi á hinn bóginn skuggalegt að opnað yrði á Kjalölduveitu með því að setja hana í biðflokk í stað verndar. Þá sagði varaformaður Sjálfstæðisflokksins ríkisstjórnina ætla að stefna landinu í viðvarandi orkuskort. Benti hann á að með tillögu stjórnarmeirihlutans væri einungis ætlunin að hleypa 22 prósentum vatnsaflsins, sem komu til flokkunar, í nýtingarflokk. Tillaga ráðherrans núna ber með sér að komið er til móts við sjónarmið Landsvirkjunar um að virkjanakostir í Skagafirði verði ekki útilokaðir heldur skoðaðir betur í biðflokki. Jafnframt deilir ráðherrann áhyggjum um orkuskort: „Alvarlegt ójafnvægi hefur skapast milli framboðs og eftirspurnar á raforkumarkaði með tilheyrandi verðhækkunum. Að mati Landsnets eru meiri líkur en minni á raforkuskorti á næstu árum þar sem grípa þurfi til skömmtunar til heimila og fyrirtækja. Miklar tafir hafa orðið á stórum og hagkvæmum verkefnum og óvissa ríkir um marga virkjunarkosti vegna jarðhræringa,“ segir í greinargerð ráðherrans með tillögunni. Virkjun Urriðafoss í Þjórsá færi aftur í nýtingarflokk rammaáætlunar, samkvæmt tillögu ráðherra.vísir/vilhelm Jóhann Páll vísar í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Þar sé lögð áhersla á aukna orkuöflun í þágu orkuöryggis, orkuskipta og verðmætasköpunar um allt land. Þar komi jafnframt fram að stutt verði við líffræðilega fjölbreytni og ráðist í aðgerðir til verndar ósnortnum víðernum. Rammaáætlun gegni lykilhlutverki í að tryggja jafnvægi milli orkunýtingar og náttúruverndar. Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Umhverfismál Loftslagsmál Landsvirkjun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skagafjörður Flóahreppur Tengdar fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir stefna í viðvarandi orkuskort í landinu. Umhverfis- og orkuráðherra boðar hins vegar að nýjum virkjanakostum verði bætt í nýtingarflokk á hverju ári. 8. júlí 2025 22:50 Varar við því að stórvirkjun í Skagafirði verði útilokuð Forstjóri Landsvirkjunar gagnrýnir þau áform stjórnarflokkanna að slá virkjanir í Skagafirði út af borðinu. Talsmaður Landverndar átelur hins vegar stjórnarliðið fyrir að opna á Kjalölduveitu. 26. júní 2025 22:02 Engar stórvirkjanir í Skagafirði en opið að fara í Kjalölduveitu Stjórnarmeirihlutinn á Alþingi vill að Héraðsvötn í Skagafirði verði friðuð gagnvart virkjunum og fari í verndarflokk rammaáætlunar. Þá vill meirihlutinn halda þeim möguleika opnum að Kjalölduveita neðan Þjórsárvera verði leyfð. 23. júní 2025 22:26 Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur samþykkt kröfu landeigenda við Þjórsá um að framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar verði stöðvaðar. Landeigand fagnar niðurstöðunni en er ekki bartsýnn á framhaldið. Samkvæmt upplýsingum frá Lansvirkjun er úrskurðurinn til bráðabirgða og fyrirséð að virkjanaleyfi verði gefið út í ágúst. 31. júlí 2025 16:07 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Sjá meira
Ráðherrann leggur til þessar tvær breytingar frá niðurstöðu stjórnarmeirihlutans í umhverfis- og samgöngunefnd á síðasta þingi. Þingmálið snerist um flokkun fimm virkjanakosta í vatnsafli, sem komu til endurmats, en dagaði uppi í málþófi vorþingsins. Málið hafði áður hlotið gagnrýni úr mismunandi áttum en á ólíkum forsendum. Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra.Vísir/Vilhelm Þannig varaði forstjóri Landsvirkjunar við því að Alþingi útilokaði Skatastaðavirkjun með því að setja Héraðsvötn í verndarflokk. Talsmaður Landverndar taldi á hinn bóginn skuggalegt að opnað yrði á Kjalölduveitu með því að setja hana í biðflokk í stað verndar. Þá sagði varaformaður Sjálfstæðisflokksins ríkisstjórnina ætla að stefna landinu í viðvarandi orkuskort. Benti hann á að með tillögu stjórnarmeirihlutans væri einungis ætlunin að hleypa 22 prósentum vatnsaflsins, sem komu til flokkunar, í nýtingarflokk. Tillaga ráðherrans núna ber með sér að komið er til móts við sjónarmið Landsvirkjunar um að virkjanakostir í Skagafirði verði ekki útilokaðir heldur skoðaðir betur í biðflokki. Jafnframt deilir ráðherrann áhyggjum um orkuskort: „Alvarlegt ójafnvægi hefur skapast milli framboðs og eftirspurnar á raforkumarkaði með tilheyrandi verðhækkunum. Að mati Landsnets eru meiri líkur en minni á raforkuskorti á næstu árum þar sem grípa þurfi til skömmtunar til heimila og fyrirtækja. Miklar tafir hafa orðið á stórum og hagkvæmum verkefnum og óvissa ríkir um marga virkjunarkosti vegna jarðhræringa,“ segir í greinargerð ráðherrans með tillögunni. Virkjun Urriðafoss í Þjórsá færi aftur í nýtingarflokk rammaáætlunar, samkvæmt tillögu ráðherra.vísir/vilhelm Jóhann Páll vísar í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Þar sé lögð áhersla á aukna orkuöflun í þágu orkuöryggis, orkuskipta og verðmætasköpunar um allt land. Þar komi jafnframt fram að stutt verði við líffræðilega fjölbreytni og ráðist í aðgerðir til verndar ósnortnum víðernum. Rammaáætlun gegni lykilhlutverki í að tryggja jafnvægi milli orkunýtingar og náttúruverndar.
Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Umhverfismál Loftslagsmál Landsvirkjun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skagafjörður Flóahreppur Tengdar fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir stefna í viðvarandi orkuskort í landinu. Umhverfis- og orkuráðherra boðar hins vegar að nýjum virkjanakostum verði bætt í nýtingarflokk á hverju ári. 8. júlí 2025 22:50 Varar við því að stórvirkjun í Skagafirði verði útilokuð Forstjóri Landsvirkjunar gagnrýnir þau áform stjórnarflokkanna að slá virkjanir í Skagafirði út af borðinu. Talsmaður Landverndar átelur hins vegar stjórnarliðið fyrir að opna á Kjalölduveitu. 26. júní 2025 22:02 Engar stórvirkjanir í Skagafirði en opið að fara í Kjalölduveitu Stjórnarmeirihlutinn á Alþingi vill að Héraðsvötn í Skagafirði verði friðuð gagnvart virkjunum og fari í verndarflokk rammaáætlunar. Þá vill meirihlutinn halda þeim möguleika opnum að Kjalölduveita neðan Þjórsárvera verði leyfð. 23. júní 2025 22:26 Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur samþykkt kröfu landeigenda við Þjórsá um að framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar verði stöðvaðar. Landeigand fagnar niðurstöðunni en er ekki bartsýnn á framhaldið. Samkvæmt upplýsingum frá Lansvirkjun er úrskurðurinn til bráðabirgða og fyrirséð að virkjanaleyfi verði gefið út í ágúst. 31. júlí 2025 16:07 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Sjá meira
Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir stefna í viðvarandi orkuskort í landinu. Umhverfis- og orkuráðherra boðar hins vegar að nýjum virkjanakostum verði bætt í nýtingarflokk á hverju ári. 8. júlí 2025 22:50
Varar við því að stórvirkjun í Skagafirði verði útilokuð Forstjóri Landsvirkjunar gagnrýnir þau áform stjórnarflokkanna að slá virkjanir í Skagafirði út af borðinu. Talsmaður Landverndar átelur hins vegar stjórnarliðið fyrir að opna á Kjalölduveitu. 26. júní 2025 22:02
Engar stórvirkjanir í Skagafirði en opið að fara í Kjalölduveitu Stjórnarmeirihlutinn á Alþingi vill að Héraðsvötn í Skagafirði verði friðuð gagnvart virkjunum og fari í verndarflokk rammaáætlunar. Þá vill meirihlutinn halda þeim möguleika opnum að Kjalölduveita neðan Þjórsárvera verði leyfð. 23. júní 2025 22:26
Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur samþykkt kröfu landeigenda við Þjórsá um að framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar verði stöðvaðar. Landeigand fagnar niðurstöðunni en er ekki bartsýnn á framhaldið. Samkvæmt upplýsingum frá Lansvirkjun er úrskurðurinn til bráðabirgða og fyrirséð að virkjanaleyfi verði gefið út í ágúst. 31. júlí 2025 16:07