„Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Andri Már Eggertsson skrifar 8. ágúst 2025 20:47 Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Pawel Cieslikiewicz Þróttur vann 2-1 sigur gegn Víkingi í 12. umferð Bestu deildar kvenna. Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, var ánægður með að liðið hafi klárað leikinn einum færri síðustu átján mínúturnar. „Varnarleikurinn var fínn það var gott skipulag þegar við vorum búnar að jafna okkur á því að hafa lent einum færri. Við vorum með tvær fjögurra manna línur og ein fremst og vorum ekkert að æða mikið út úr stöðum en það komu fyrirgjafir og við erum með fínan markmann. Þetta var ákveðin seigla,“ sagði Ólafur eftir leik. Sóley María Steinarsdóttir, leikmaður Þróttar, fékk beint rautt spjald þar sem hún togaði í hárið á Lindu Líf Boama. „Ég sá þetta ekki. Ef það er rifið í hár þá er það hárrétt en ég held að Sóley hafi ekki verið að toga hana niður og ég set spurningarmerki við að vera með slegið hár hvort það eigi ekki að vera með tagl eða eitthvað svoleiðis. Þetta var slysalegt og ef hún reif í hárið á henni þá er það rautt spjald.“ Aðspurður út í hvort Ólafur hafi leitað eftir viðbrögðum frá sínum leikmanni eða Marit Skurdal, dómara leiksins, sem er frá Noregi sagðist Ólafur bara hafa talað við Sóleyju. „Ég er búin að tala við Sóley og hún var svekkt að hafa verið rekin út af. Þú þarft að hrista svona af þér og það er bara áfram gakk. Dómarinn bara dæmir þetta og tekur sínar ákvarðanir og við lifum með því. Ég þarf ekkert að ræða við hana enda norskan farin að ryðga.“ Víkingur byrjaði leikinn betur en Þróttur gekk á lagið eftir því sem leið á fyrri hálfleik sem skilaði tveimur mörkum. „Víkingur er með fínt lið og þær eru að berjast fyrir lífi sínu og komu grimmar inn í leikinn. Mér fannst við ná ágætis tökum á þessu þegar við fengum ró á boltann og fórum út í breiddina,“ sagði Ólafur að lokum og bætti við að þetta hafi ekki verið fallegasti fótboltaleikurinn en að þetta hafi verið seigla. Þróttur Reykjavík Besta deild kvenna Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Þór Þ. - Stjarnan | Meistararnir komnir í gang? Grindavík - Tindastóll | Risauppgjör á toppnum KR - Valur | Hnífjöfn fyrir grannaslag Njarðvík - Ármann | Færi á fyrsta sigri? Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista Michael Jordan gefur meira en milljarð króna EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sjá meira
„Varnarleikurinn var fínn það var gott skipulag þegar við vorum búnar að jafna okkur á því að hafa lent einum færri. Við vorum með tvær fjögurra manna línur og ein fremst og vorum ekkert að æða mikið út úr stöðum en það komu fyrirgjafir og við erum með fínan markmann. Þetta var ákveðin seigla,“ sagði Ólafur eftir leik. Sóley María Steinarsdóttir, leikmaður Þróttar, fékk beint rautt spjald þar sem hún togaði í hárið á Lindu Líf Boama. „Ég sá þetta ekki. Ef það er rifið í hár þá er það hárrétt en ég held að Sóley hafi ekki verið að toga hana niður og ég set spurningarmerki við að vera með slegið hár hvort það eigi ekki að vera með tagl eða eitthvað svoleiðis. Þetta var slysalegt og ef hún reif í hárið á henni þá er það rautt spjald.“ Aðspurður út í hvort Ólafur hafi leitað eftir viðbrögðum frá sínum leikmanni eða Marit Skurdal, dómara leiksins, sem er frá Noregi sagðist Ólafur bara hafa talað við Sóleyju. „Ég er búin að tala við Sóley og hún var svekkt að hafa verið rekin út af. Þú þarft að hrista svona af þér og það er bara áfram gakk. Dómarinn bara dæmir þetta og tekur sínar ákvarðanir og við lifum með því. Ég þarf ekkert að ræða við hana enda norskan farin að ryðga.“ Víkingur byrjaði leikinn betur en Þróttur gekk á lagið eftir því sem leið á fyrri hálfleik sem skilaði tveimur mörkum. „Víkingur er með fínt lið og þær eru að berjast fyrir lífi sínu og komu grimmar inn í leikinn. Mér fannst við ná ágætis tökum á þessu þegar við fengum ró á boltann og fórum út í breiddina,“ sagði Ólafur að lokum og bætti við að þetta hafi ekki verið fallegasti fótboltaleikurinn en að þetta hafi verið seigla.
Þróttur Reykjavík Besta deild kvenna Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Þór Þ. - Stjarnan | Meistararnir komnir í gang? Grindavík - Tindastóll | Risauppgjör á toppnum KR - Valur | Hnífjöfn fyrir grannaslag Njarðvík - Ármann | Færi á fyrsta sigri? Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista Michael Jordan gefur meira en milljarð króna EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sjá meira