Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Agnar Már Másson og Jón Þór Stefánsson skrifa 8. ágúst 2025 11:48 Unnið er hörðum höndum að gera Hallgrímskirkju klára fyrir brúðkaupið eftir hádegið. Vísir/Lýður Nígerísk leikkona, dóttir eins ríkasta manns heims, mun vera að gifta sig í Hallgrímskirkju í dag. Kirkjan er lokuð milli klukkan þrjú og fimm í dag vegna þess. Þegar þessi frétt er skrifuð er verið að setja upp skreytingar í kirkjunni vegna brúðkaupsins. Á gólfi Hallgrímskirkju má nú sjá mikið blómahaf. Samkvæmt heimildum fréttastofu er dóttir eins ríkasta manns heims að gifta sig. Búist er við að tvö hundruð manns muni mæta. Margar hendur hjálpast að.Vísir/Lýður Þá herma heimildir fréttastofu að þrjár hæðir á Edition-hótelinu hafi verið leigðar í tengslum við brúðkaupið. Umrædd leikkona er, samkvæmt heimildum fréttastofu, Temi Otedola sem er 29 ára gömul. Hún hefur til að mynda leikið í nígerískum kvikmyndum á borð við Citation, sem er dreift af Netflix, og Ms. Kanyin, sem er dreift af Amazon Prime. View this post on Instagram A post shared by Temiloluwa Otedola (@temiotedola) Brúðguminn heitir Oluwatosin Oluwole Ajibade, en er talsvert þekktari undir nafninu Mr Eazi. Hann er tónlistarmaður og hefur starfað með tónlistarmönnum á borð við Bad Bunny og J Balvin. Mr Eazi birti fyrir tveimur vikum tónlistarmyndband á Instagram og í framhaldinu fleiri myndir í íslensku hrauni. View this post on Instagram A post shared by Don Eazi (@mreazi) View this post on Instagram A post shared by Don Eazi (@mreazi) Faðir Temi heitir Femi Otedola og er nígerískur athafnamaður sem hefur eignast mestan auð sinn á olíu- og orkuviðskiptum. Hann er sem stendur í 2566 sæti á lista Forbes yfir ríkustu menn heim og eru eignir hans metnar á 1,3 milljarði Bandaríkjadali, sem jafngildir um 160 milljörðum króna. Grétar Einarsson, kirkjuhaldari í Hallgrímskirkju, vildi ekki tjá sig um málið við fréttastofu. Verðandi brúðhjónin munu hafa óskað eftir fréttabanni. Fréttin hefur verið uppfærð. Hallgrímskirkja Brúðkaup Reykjavík Nígería Íslandsvinir Tímamót Ástin og lífið Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Fleiri fréttir Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Sjá meira
Þegar þessi frétt er skrifuð er verið að setja upp skreytingar í kirkjunni vegna brúðkaupsins. Á gólfi Hallgrímskirkju má nú sjá mikið blómahaf. Samkvæmt heimildum fréttastofu er dóttir eins ríkasta manns heims að gifta sig. Búist er við að tvö hundruð manns muni mæta. Margar hendur hjálpast að.Vísir/Lýður Þá herma heimildir fréttastofu að þrjár hæðir á Edition-hótelinu hafi verið leigðar í tengslum við brúðkaupið. Umrædd leikkona er, samkvæmt heimildum fréttastofu, Temi Otedola sem er 29 ára gömul. Hún hefur til að mynda leikið í nígerískum kvikmyndum á borð við Citation, sem er dreift af Netflix, og Ms. Kanyin, sem er dreift af Amazon Prime. View this post on Instagram A post shared by Temiloluwa Otedola (@temiotedola) Brúðguminn heitir Oluwatosin Oluwole Ajibade, en er talsvert þekktari undir nafninu Mr Eazi. Hann er tónlistarmaður og hefur starfað með tónlistarmönnum á borð við Bad Bunny og J Balvin. Mr Eazi birti fyrir tveimur vikum tónlistarmyndband á Instagram og í framhaldinu fleiri myndir í íslensku hrauni. View this post on Instagram A post shared by Don Eazi (@mreazi) View this post on Instagram A post shared by Don Eazi (@mreazi) Faðir Temi heitir Femi Otedola og er nígerískur athafnamaður sem hefur eignast mestan auð sinn á olíu- og orkuviðskiptum. Hann er sem stendur í 2566 sæti á lista Forbes yfir ríkustu menn heim og eru eignir hans metnar á 1,3 milljarði Bandaríkjadali, sem jafngildir um 160 milljörðum króna. Grétar Einarsson, kirkjuhaldari í Hallgrímskirkju, vildi ekki tjá sig um málið við fréttastofu. Verðandi brúðhjónin munu hafa óskað eftir fréttabanni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Hallgrímskirkja Brúðkaup Reykjavík Nígería Íslandsvinir Tímamót Ástin og lífið Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Fleiri fréttir Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein