Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Agnar Már Másson og Jón Þór Stefánsson skrifa 8. ágúst 2025 11:48 Unnið er hörðum höndum að gera Hallgrímskirkju klára fyrir brúðkaupið eftir hádegið. Vísir/Lýður Nígerísk leikkona, dóttir eins ríkasta manns heims, mun vera að gifta sig í Hallgrímskirkju í dag. Kirkjan er lokuð milli klukkan þrjú og fimm í dag vegna þess. Þegar þessi frétt er skrifuð er verið að setja upp skreytingar í kirkjunni vegna brúðkaupsins. Á gólfi Hallgrímskirkju má nú sjá mikið blómahaf. Samkvæmt heimildum fréttastofu er dóttir eins ríkasta manns heims að gifta sig. Búist er við að tvö hundruð manns muni mæta. Margar hendur hjálpast að.Vísir/Lýður Þá herma heimildir fréttastofu að þrjár hæðir á Edition-hótelinu hafi verið leigðar í tengslum við brúðkaupið. Umrædd leikkona er, samkvæmt heimildum fréttastofu, Temi Otedola sem er 29 ára gömul. Hún hefur til að mynda leikið í nígerískum kvikmyndum á borð við Citation, sem er dreift af Netflix, og Ms. Kanyin, sem er dreift af Amazon Prime. View this post on Instagram A post shared by Temiloluwa Otedola (@temiotedola) Brúðguminn heitir Oluwatosin Oluwole Ajibade, en er talsvert þekktari undir nafninu Mr Eazi. Hann er tónlistarmaður og hefur starfað með tónlistarmönnum á borð við Bad Bunny og J Balvin. Mr Eazi birti fyrir tveimur vikum tónlistarmyndband á Instagram og í framhaldinu fleiri myndir í íslensku hrauni. View this post on Instagram A post shared by Don Eazi (@mreazi) View this post on Instagram A post shared by Don Eazi (@mreazi) Faðir Temi heitir Femi Otedola og er nígerískur athafnamaður sem hefur eignast mestan auð sinn á olíu- og orkuviðskiptum. Hann er sem stendur í 2566 sæti á lista Forbes yfir ríkustu menn heim og eru eignir hans metnar á 1,3 milljarði Bandaríkjadali, sem jafngildir um 160 milljörðum króna. Grétar Einarsson, kirkjuhaldari í Hallgrímskirkju, vildi ekki tjá sig um málið við fréttastofu. Verðandi brúðhjónin munu hafa óskað eftir fréttabanni. Fréttin hefur verið uppfærð. Hallgrímskirkja Brúðkaup Reykjavík Nígería Íslandsvinir Tímamót Ástin og lífið Mest lesið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Matur Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Matur Fleiri fréttir Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Sjá meira
Þegar þessi frétt er skrifuð er verið að setja upp skreytingar í kirkjunni vegna brúðkaupsins. Á gólfi Hallgrímskirkju má nú sjá mikið blómahaf. Samkvæmt heimildum fréttastofu er dóttir eins ríkasta manns heims að gifta sig. Búist er við að tvö hundruð manns muni mæta. Margar hendur hjálpast að.Vísir/Lýður Þá herma heimildir fréttastofu að þrjár hæðir á Edition-hótelinu hafi verið leigðar í tengslum við brúðkaupið. Umrædd leikkona er, samkvæmt heimildum fréttastofu, Temi Otedola sem er 29 ára gömul. Hún hefur til að mynda leikið í nígerískum kvikmyndum á borð við Citation, sem er dreift af Netflix, og Ms. Kanyin, sem er dreift af Amazon Prime. View this post on Instagram A post shared by Temiloluwa Otedola (@temiotedola) Brúðguminn heitir Oluwatosin Oluwole Ajibade, en er talsvert þekktari undir nafninu Mr Eazi. Hann er tónlistarmaður og hefur starfað með tónlistarmönnum á borð við Bad Bunny og J Balvin. Mr Eazi birti fyrir tveimur vikum tónlistarmyndband á Instagram og í framhaldinu fleiri myndir í íslensku hrauni. View this post on Instagram A post shared by Don Eazi (@mreazi) View this post on Instagram A post shared by Don Eazi (@mreazi) Faðir Temi heitir Femi Otedola og er nígerískur athafnamaður sem hefur eignast mestan auð sinn á olíu- og orkuviðskiptum. Hann er sem stendur í 2566 sæti á lista Forbes yfir ríkustu menn heim og eru eignir hans metnar á 1,3 milljarði Bandaríkjadali, sem jafngildir um 160 milljörðum króna. Grétar Einarsson, kirkjuhaldari í Hallgrímskirkju, vildi ekki tjá sig um málið við fréttastofu. Verðandi brúðhjónin munu hafa óskað eftir fréttabanni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Hallgrímskirkja Brúðkaup Reykjavík Nígería Íslandsvinir Tímamót Ástin og lífið Mest lesið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Matur Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Matur Fleiri fréttir Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Sjá meira