Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 24. júlí 2025 17:20 Sýningin um Galdrakarlinn í Oz verður frumsýnd í Borgarleikhúsinu á næsta leikári. Vísir/Anton Brink Á næsta leikári mun Borgarleikhúsið setja upp fjölskyldusöngleik eftir hinu sígilda ævintýri um Galdrakarlinn í Oz. „Í áratugi hafa ungir sem aldnir heillast af sögunni um stúlkuna Dóróteu sem ásamt hundinum Tótó lendir óvænt í ævintýralandinu Oz þar sem fuglahræður tala, apar fljúga og galdranornir ráða ríkjum. Til að komast aftur heim þarf Dórótea að fylgja gula veginum sem liggur til galdrakarlsins fræga í Oz en hann er sá eini sem getur hjálpað henni,“ segir í fréttatilkynningu frá Borgarleikhúsinu. Leikstjóri sýningarinnar er Þórunn Arna Kristjánsdóttir sem íslenskum leikhúsgestum á öllum aldri að góðu kunn en hún leikstýrði barnasýningunum Fíasól Gefst aldrei upp og Emil í Kattholti. „Hér fer hún fyrir glæsilegum hópi leikara og listrænna stjórnenda sem í sameiningu skapa bæði ógnir og undur ævintýralandsins Oz í ógleymanlegri sýningu.“ Enn er á huldu hverjir koma til með að túlka Dórótheu, ljónið, tinkarlinn, fuglahræðuna og fleiri persónur ævintýrisins sígilda. Ekki er um að ræða fyrsta skiptið sem söngleikurinn er settur upp í leikhúsinu en Galdrakarlinn í Oz var sýndur árið 2011. Myndbrot frá þeirri uppsetningu má sjá hér að neðan. „Ásamt glæsilegum hópi leikara mun stór barnahópur vera með í sýningunni og auglýsir Borgarleikhúsið eftir kraftmiklum og skapandi krökkum á aldrinum 8-12 ára til að taka þátt,“ segir í tilkynningunni. Dans- og söngprufur verða haldnar í ágúst en frekari upplýsingar um þær má nálgast á vef Borgarleikhússins. Leikhús Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Í áratugi hafa ungir sem aldnir heillast af sögunni um stúlkuna Dóróteu sem ásamt hundinum Tótó lendir óvænt í ævintýralandinu Oz þar sem fuglahræður tala, apar fljúga og galdranornir ráða ríkjum. Til að komast aftur heim þarf Dórótea að fylgja gula veginum sem liggur til galdrakarlsins fræga í Oz en hann er sá eini sem getur hjálpað henni,“ segir í fréttatilkynningu frá Borgarleikhúsinu. Leikstjóri sýningarinnar er Þórunn Arna Kristjánsdóttir sem íslenskum leikhúsgestum á öllum aldri að góðu kunn en hún leikstýrði barnasýningunum Fíasól Gefst aldrei upp og Emil í Kattholti. „Hér fer hún fyrir glæsilegum hópi leikara og listrænna stjórnenda sem í sameiningu skapa bæði ógnir og undur ævintýralandsins Oz í ógleymanlegri sýningu.“ Enn er á huldu hverjir koma til með að túlka Dórótheu, ljónið, tinkarlinn, fuglahræðuna og fleiri persónur ævintýrisins sígilda. Ekki er um að ræða fyrsta skiptið sem söngleikurinn er settur upp í leikhúsinu en Galdrakarlinn í Oz var sýndur árið 2011. Myndbrot frá þeirri uppsetningu má sjá hér að neðan. „Ásamt glæsilegum hópi leikara mun stór barnahópur vera með í sýningunni og auglýsir Borgarleikhúsið eftir kraftmiklum og skapandi krökkum á aldrinum 8-12 ára til að taka þátt,“ segir í tilkynningunni. Dans- og söngprufur verða haldnar í ágúst en frekari upplýsingar um þær má nálgast á vef Borgarleikhússins.
Leikhús Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira