Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. júlí 2025 13:02 Stemmningin var mikil á tónleikunum í Moskvu þá 12. og 13. ágúst árið 1989. Getty/Koh Hasebe Lagið Wind of Change með vesturþýsku rokkhljómsveitinni Scorpions hefur frá útgáfu þess árið 1990 verið talið óður til frelsis og táknrænn hljómur falls járntjaldsins. En sú samsæriskenning hefur sprottið fram á síðari árum að vestrænar leyniþjónustur hafi í raun samið lagið með það að markmiði að fella Sovétríkin. Í nýjasta þætti hlaðvarpsins Skuggavaldið rekja prófessorarnir Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir þessa stórmerkilegu og óvenjulegu sögu, þar sem kalda stríðið, rokkstjörnur og dularfullar leyniherferðir fléttast saman í spennandi vef. Í ágúst 1989 stigu Scorpions á svið á Lenínsleikvanginum í Moskvu ásamt rokkhetjum á borð við Bon Jovi, Mötle Crüe og Ozzy Osbourne. Tónleikarnir, Moscow Music Peace Festival, voru á sínum tíma taldir tákn um þíðu í samskiptum austurs og vesturs og voru í raun fordæmalaus menningarleg sprenging í landi þar sem þungarokk hafði fram að því verið á bannlista. Þúsundir ungra Sovétborgara klæddir leðurjökkum og gallabuxum tóku á móti óvæntum frelsisboðum með opnum örmum. Söngvari Scorpions, Klaus Meine, sagði síðar að hann hefði í lok kvölds gengið hugsi meðfram Moskvuánni og fundið fyrir „töfrum“ í loftinu, innblæstri sem varð að Wind of Change. Þegar lagið kom út ári síðar varð það nánast óopinber þjóðsöngur nýrrar Evrópu, spilað í útvarpi og á torgum þar sem múrar hrundu og nýtt tímabil hófst. Lagið náði gríðarlegum vinsældum um allan Vestrænan heim og er ein mest selda smáskífa allra tíma. En vinsældir og mikilvægi lagsins í Austur Evrópu voru slíkar að enn í dag eru góðar líkur á því að þú heyrir lagið í leigubíl í Póllandi eða á hárgreiðslustofu í Tékklandi. En í hljóði tóku sögusagnir að malla. Úr ranni CIA var því hvíslað að bandaríska rannsóknarblaðamanninum Patrick Radden Keefe að lagið væri í raun smíðað af leyniþjónustunni og það væri í raun vandlega úthugsað vopn í hugmyndabaráttu kalda stríðsins. Þegar Keefe spurði leyniþjónustuna beint út í málið, fékk hann hið dularfulla svar sem jafnan fyllir efasemdarmenn eldmóði: „We can neither confirm nor deny…“ Eins og Eiríkur og Hulda rekja í þættinum var jarðvegur grunsemdanna frjór. Hátíðin í Moskvu var á vegum Doc McGhee, umdeilds bandarísks tónleikahaldara sem hafði áður verið sakaður um umfangsmikið eiturlyfjasmygl frá Suður-Ameríku en slapp við fangelsi eftir dómssátt. Að ímynda sér að hann hafi átt í tengslum við njósnir var því ekki algjörlega fráleitt. Fjallað var um kenninguna í hlaðvarpsseríunni Wind of Change, sem kom fram árið 2020, sem naut mikilla vinsælda. En er það trúverðugt að CIA hafi pantað slagara hjá þýsku rokkbandi til að sigra heimsveldi? Eða er þetta einfaldlega enn ein goðsögnin sem verður til þegar söguleg umskipti eru svo stór og dramatísk að fólki reynist ómögulegt að trúa því að enginn leynilegur aðili hafi komið þar nærri? Skuggavaldið kryfur málið í þætti sem nú er aðgengilegur í helstu hlaðvarpsveitum. Skuggavaldið Kalda stríðið Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira
Í nýjasta þætti hlaðvarpsins Skuggavaldið rekja prófessorarnir Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir þessa stórmerkilegu og óvenjulegu sögu, þar sem kalda stríðið, rokkstjörnur og dularfullar leyniherferðir fléttast saman í spennandi vef. Í ágúst 1989 stigu Scorpions á svið á Lenínsleikvanginum í Moskvu ásamt rokkhetjum á borð við Bon Jovi, Mötle Crüe og Ozzy Osbourne. Tónleikarnir, Moscow Music Peace Festival, voru á sínum tíma taldir tákn um þíðu í samskiptum austurs og vesturs og voru í raun fordæmalaus menningarleg sprenging í landi þar sem þungarokk hafði fram að því verið á bannlista. Þúsundir ungra Sovétborgara klæddir leðurjökkum og gallabuxum tóku á móti óvæntum frelsisboðum með opnum örmum. Söngvari Scorpions, Klaus Meine, sagði síðar að hann hefði í lok kvölds gengið hugsi meðfram Moskvuánni og fundið fyrir „töfrum“ í loftinu, innblæstri sem varð að Wind of Change. Þegar lagið kom út ári síðar varð það nánast óopinber þjóðsöngur nýrrar Evrópu, spilað í útvarpi og á torgum þar sem múrar hrundu og nýtt tímabil hófst. Lagið náði gríðarlegum vinsældum um allan Vestrænan heim og er ein mest selda smáskífa allra tíma. En vinsældir og mikilvægi lagsins í Austur Evrópu voru slíkar að enn í dag eru góðar líkur á því að þú heyrir lagið í leigubíl í Póllandi eða á hárgreiðslustofu í Tékklandi. En í hljóði tóku sögusagnir að malla. Úr ranni CIA var því hvíslað að bandaríska rannsóknarblaðamanninum Patrick Radden Keefe að lagið væri í raun smíðað af leyniþjónustunni og það væri í raun vandlega úthugsað vopn í hugmyndabaráttu kalda stríðsins. Þegar Keefe spurði leyniþjónustuna beint út í málið, fékk hann hið dularfulla svar sem jafnan fyllir efasemdarmenn eldmóði: „We can neither confirm nor deny…“ Eins og Eiríkur og Hulda rekja í þættinum var jarðvegur grunsemdanna frjór. Hátíðin í Moskvu var á vegum Doc McGhee, umdeilds bandarísks tónleikahaldara sem hafði áður verið sakaður um umfangsmikið eiturlyfjasmygl frá Suður-Ameríku en slapp við fangelsi eftir dómssátt. Að ímynda sér að hann hafi átt í tengslum við njósnir var því ekki algjörlega fráleitt. Fjallað var um kenninguna í hlaðvarpsseríunni Wind of Change, sem kom fram árið 2020, sem naut mikilla vinsælda. En er það trúverðugt að CIA hafi pantað slagara hjá þýsku rokkbandi til að sigra heimsveldi? Eða er þetta einfaldlega enn ein goðsögnin sem verður til þegar söguleg umskipti eru svo stór og dramatísk að fólki reynist ómögulegt að trúa því að enginn leynilegur aðili hafi komið þar nærri? Skuggavaldið kryfur málið í þætti sem nú er aðgengilegur í helstu hlaðvarpsveitum.
Skuggavaldið Kalda stríðið Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira