Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2025 22:05 Arnar Pétursson sýndi staðinn þar sem hann tók þrjú skref utan brautar í tíu kílómetra hlaupi og var dæmdur úr leik. @arnarpeturs Hlaupagarpurinn og margfaldi Íslandsmeistarinn Arnar Pétursson var í kvöld dæmdur úr leik á Íslandsmeistaramótinu í 10 kílómetra hlaupi og hann er mjög ósáttur. Arnar tjáir sig um málið á samfélagsmiðlum þar sem hann sýnir staðinn þar sem hann braut af sér. „Ég hélt í alvörunni að ég væri búin að lenda í öllu sem væri hægt að lenda í frjálsum,“ sagði Arnar í upphafi. Hann segist hafa verið dæmdur úr leik í hlaupinu fyrir að taka þrjú skref á grasi þegar það voru rúmir þrír kílómetrar eftir af hlaupinu. Hann fór af malbikinu og var þar sem dæmdur úr leik fyrir að hlaupa utan brautar. Vann hlaupið en dæmdur úr leik Arnar vann hlaupið en missti strax Íslandsmeistaratitilinn. Hann gagnrýnir Ármenninga sérstaklega fyrir framkvæmd hlaupa. „Ég tek þrjú skref og held svo áfram að hlaupa og þetta endar með endaspretti sem ég vinn. Ég kem í mark, gaman, gaman,“ sagði Arnar en fékk þá að vita að hann væri dæmdur úr leik. „Stefán eða Þorsteinn kærðu mig ekki fyrir að taka þessi þrjú skref þegar það voru sjö kílómetrar búnir heldur var það dómari hlaupsins sem sagði að ég hefði verið dæmdur úr leik fyrir að taka þrjú skref í þessari hérna beygju,“ sagði Arnar og sýndi beygjuna umræddu. Kunna eiginlega ekki að halda hlaup Arnar ætlar að áfrýja þessum dómi en hér fyrir neðan má sjá hann tjá sig um þetta. „Guð forði ykkur frá því að taka tvö, þrjú skref á grasi þegar þið eruð að hlaupa í tíu kílómetra hlaupi. Guð forði Ármannshlaupinu fyrir að girða kannski brautina betur af. Þau kunna eiginlega ekki að halda hlaup því þeir voru á síðasta ári með of stutt hlaup í þrívottuðu hlaupi. Gátu ekki samt mælt brautina rétt,“ sagði Arnar Æðislegur heimur að vera partur af „Ég treysti þeim eiginlega ekki heldur til að dæma rétt. Núna er maður dæmdur úr leik fyrir að taka eitt, tvö, þrjú skref á grasi,“ sagði Arnar. „Ég veit ekki hvað maður á að segja. Bara flott. Til hamingju dómarar og frjálsíþróttasambandið. Þetta er æðislegur heimur að vera partur af,“ sagði Arnar í kaldhæðni. View this post on Instagram A post shared by Arnar Pétursson (@arnarpeturs) Frjálsar íþróttir Hlaup Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig „Þetta er í okkar höndum í næsta leik“ „Þurfum bara að keyra á þetta og vera óhræddir og spila okkar fótbolta“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Unnu seinni leikinn en eru úr leik Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Sjá meira
Arnar tjáir sig um málið á samfélagsmiðlum þar sem hann sýnir staðinn þar sem hann braut af sér. „Ég hélt í alvörunni að ég væri búin að lenda í öllu sem væri hægt að lenda í frjálsum,“ sagði Arnar í upphafi. Hann segist hafa verið dæmdur úr leik í hlaupinu fyrir að taka þrjú skref á grasi þegar það voru rúmir þrír kílómetrar eftir af hlaupinu. Hann fór af malbikinu og var þar sem dæmdur úr leik fyrir að hlaupa utan brautar. Vann hlaupið en dæmdur úr leik Arnar vann hlaupið en missti strax Íslandsmeistaratitilinn. Hann gagnrýnir Ármenninga sérstaklega fyrir framkvæmd hlaupa. „Ég tek þrjú skref og held svo áfram að hlaupa og þetta endar með endaspretti sem ég vinn. Ég kem í mark, gaman, gaman,“ sagði Arnar en fékk þá að vita að hann væri dæmdur úr leik. „Stefán eða Þorsteinn kærðu mig ekki fyrir að taka þessi þrjú skref þegar það voru sjö kílómetrar búnir heldur var það dómari hlaupsins sem sagði að ég hefði verið dæmdur úr leik fyrir að taka þrjú skref í þessari hérna beygju,“ sagði Arnar og sýndi beygjuna umræddu. Kunna eiginlega ekki að halda hlaup Arnar ætlar að áfrýja þessum dómi en hér fyrir neðan má sjá hann tjá sig um þetta. „Guð forði ykkur frá því að taka tvö, þrjú skref á grasi þegar þið eruð að hlaupa í tíu kílómetra hlaupi. Guð forði Ármannshlaupinu fyrir að girða kannski brautina betur af. Þau kunna eiginlega ekki að halda hlaup því þeir voru á síðasta ári með of stutt hlaup í þrívottuðu hlaupi. Gátu ekki samt mælt brautina rétt,“ sagði Arnar Æðislegur heimur að vera partur af „Ég treysti þeim eiginlega ekki heldur til að dæma rétt. Núna er maður dæmdur úr leik fyrir að taka eitt, tvö, þrjú skref á grasi,“ sagði Arnar. „Ég veit ekki hvað maður á að segja. Bara flott. Til hamingju dómarar og frjálsíþróttasambandið. Þetta er æðislegur heimur að vera partur af,“ sagði Arnar í kaldhæðni. View this post on Instagram A post shared by Arnar Pétursson (@arnarpeturs)
Frjálsar íþróttir Hlaup Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig „Þetta er í okkar höndum í næsta leik“ „Þurfum bara að keyra á þetta og vera óhræddir og spila okkar fótbolta“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Unnu seinni leikinn en eru úr leik Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Sjá meira