Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2025 22:05 Arnar Pétursson sýndi staðinn þar sem hann tók þrjú skref utan brautar í tíu kílómetra hlaupi og var dæmdur úr leik. @arnarpeturs Hlaupagarpurinn og margfaldi Íslandsmeistarinn Arnar Pétursson var í kvöld dæmdur úr leik á Íslandsmeistaramótinu í 10 kílómetra hlaupi og hann er mjög ósáttur. Arnar tjáir sig um málið á samfélagsmiðlum þar sem hann sýnir staðinn þar sem hann braut af sér. „Ég hélt í alvörunni að ég væri búin að lenda í öllu sem væri hægt að lenda í frjálsum,“ sagði Arnar í upphafi. Hann segist hafa verið dæmdur úr leik í hlaupinu fyrir að taka þrjú skref á grasi þegar það voru rúmir þrír kílómetrar eftir af hlaupinu. Hann fór af malbikinu og var þar sem dæmdur úr leik fyrir að hlaupa utan brautar. Vann hlaupið en dæmdur úr leik Arnar vann hlaupið en missti strax Íslandsmeistaratitilinn. Hann gagnrýnir Ármenninga sérstaklega fyrir framkvæmd hlaupa. „Ég tek þrjú skref og held svo áfram að hlaupa og þetta endar með endaspretti sem ég vinn. Ég kem í mark, gaman, gaman,“ sagði Arnar en fékk þá að vita að hann væri dæmdur úr leik. „Stefán eða Þorsteinn kærðu mig ekki fyrir að taka þessi þrjú skref þegar það voru sjö kílómetrar búnir heldur var það dómari hlaupsins sem sagði að ég hefði verið dæmdur úr leik fyrir að taka þrjú skref í þessari hérna beygju,“ sagði Arnar og sýndi beygjuna umræddu. Kunna eiginlega ekki að halda hlaup Arnar ætlar að áfrýja þessum dómi en hér fyrir neðan má sjá hann tjá sig um þetta. „Guð forði ykkur frá því að taka tvö, þrjú skref á grasi þegar þið eruð að hlaupa í tíu kílómetra hlaupi. Guð forði Ármannshlaupinu fyrir að girða kannski brautina betur af. Þau kunna eiginlega ekki að halda hlaup því þeir voru á síðasta ári með of stutt hlaup í þrívottuðu hlaupi. Gátu ekki samt mælt brautina rétt,“ sagði Arnar Æðislegur heimur að vera partur af „Ég treysti þeim eiginlega ekki heldur til að dæma rétt. Núna er maður dæmdur úr leik fyrir að taka eitt, tvö, þrjú skref á grasi,“ sagði Arnar. „Ég veit ekki hvað maður á að segja. Bara flott. Til hamingju dómarar og frjálsíþróttasambandið. Þetta er æðislegur heimur að vera partur af,“ sagði Arnar í kaldhæðni. View this post on Instagram A post shared by Arnar Pétursson (@arnarpeturs) Frjálsar íþróttir Hlaup Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Sjá meira
Arnar tjáir sig um málið á samfélagsmiðlum þar sem hann sýnir staðinn þar sem hann braut af sér. „Ég hélt í alvörunni að ég væri búin að lenda í öllu sem væri hægt að lenda í frjálsum,“ sagði Arnar í upphafi. Hann segist hafa verið dæmdur úr leik í hlaupinu fyrir að taka þrjú skref á grasi þegar það voru rúmir þrír kílómetrar eftir af hlaupinu. Hann fór af malbikinu og var þar sem dæmdur úr leik fyrir að hlaupa utan brautar. Vann hlaupið en dæmdur úr leik Arnar vann hlaupið en missti strax Íslandsmeistaratitilinn. Hann gagnrýnir Ármenninga sérstaklega fyrir framkvæmd hlaupa. „Ég tek þrjú skref og held svo áfram að hlaupa og þetta endar með endaspretti sem ég vinn. Ég kem í mark, gaman, gaman,“ sagði Arnar en fékk þá að vita að hann væri dæmdur úr leik. „Stefán eða Þorsteinn kærðu mig ekki fyrir að taka þessi þrjú skref þegar það voru sjö kílómetrar búnir heldur var það dómari hlaupsins sem sagði að ég hefði verið dæmdur úr leik fyrir að taka þrjú skref í þessari hérna beygju,“ sagði Arnar og sýndi beygjuna umræddu. Kunna eiginlega ekki að halda hlaup Arnar ætlar að áfrýja þessum dómi en hér fyrir neðan má sjá hann tjá sig um þetta. „Guð forði ykkur frá því að taka tvö, þrjú skref á grasi þegar þið eruð að hlaupa í tíu kílómetra hlaupi. Guð forði Ármannshlaupinu fyrir að girða kannski brautina betur af. Þau kunna eiginlega ekki að halda hlaup því þeir voru á síðasta ári með of stutt hlaup í þrívottuðu hlaupi. Gátu ekki samt mælt brautina rétt,“ sagði Arnar Æðislegur heimur að vera partur af „Ég treysti þeim eiginlega ekki heldur til að dæma rétt. Núna er maður dæmdur úr leik fyrir að taka eitt, tvö, þrjú skref á grasi,“ sagði Arnar. „Ég veit ekki hvað maður á að segja. Bara flott. Til hamingju dómarar og frjálsíþróttasambandið. Þetta er æðislegur heimur að vera partur af,“ sagði Arnar í kaldhæðni. View this post on Instagram A post shared by Arnar Pétursson (@arnarpeturs)
Frjálsar íþróttir Hlaup Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Sjá meira