Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50 prósent af tekjum landbúnaðar á svæðinu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. júlí 2025 08:06 Anna Heiða Baldursdóttir, sérfræðingur í rannsóknum á Landbúnaðarsafni Íslands og sýningarstjóri sýningarinnar á Hvanneyri. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sögu laxveiða í Borgarfirði eru gerð góð skil á nýrri sýningu á Landbúnaðarsafni Íslands á Hvanneyri. Sýningarstjórinn segir að Borgarfjörður sé vagga laxveiða á Íslandi en tekjur af laxveiði eru til dæmis rúmlega 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu. Sýningin er í kjallara landbúnaðarsafnsins í góðu rými þar sem má meðal annars lesa fræðilegan texta á skiltum, sjá gamlar lifandi myndir úr laxveiði og fleira og fleira, allt mjög áhugavert. Anna Heiða er sýningarstjóri sýningarinnar. „Við erum með netaveiði í Hvítá á sýningunni og við erum með náttúrufræði og líffræði laxins. Við erum líka með sögu og menningu veiðanna og veiðifélög og veiðihús og svo veiðisögur líka,” segir Anna Heiða og bætir við. „Ég held að mér sé óhætt að segja að Borgarfjörðurinn sé vagga laxveiðanna því það eru allar betri veiðiár landsins hér í héraði eins og Langáin, Grímsá, Norðurá og Þveráin”. Anna Heiða segir mikla og langa hefð fyrir stangaveiði í Borgarfirði. „Já, það er frá lok 19. aldar, sem byrjað var hér að veiða á stöng en Andrés Andrésson Fjeldsted byrjaði á því og fékk erlenda veiðimenn til að koma því hann kunni ensku og þeir byrja að leigja árnar hérna af honum,” segir Anna. Eitt af upplýsingaskiltum sýningarinnar þar sem fjallað er um Veiðihús.Magnús Hlynur Hreiðarsson En laxveiði í dag, eru þetta ekki bara einhverjir ríkir karlar og konur, sem koma að veiða eða hvað? „Jú, jú, fótboltamennirnir líka. Auðvitað geta allir veidd held ég og ef þeir geta ekki veidd þá er náttúrulega bara upplifunin að vera við árbakkann, njóta náttúrunnar og fuglasöngsins.” Anna Heiða við einn af laxinum á sýningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað með Önnu sjálfa, er hún eitthvað í laxveiði í Borgarfirði? „Nei, ég hef einu sinni húkkað í hann en það var annar, sem fékk að landa honum,” segir hún hlæjandi. Og þessar athyglisverðu upplýsingar í lokin frá sýningarstjóranum. „Tekjur af laxveiði eru til dæmis ríflega 50% af tekjum landbúnaðar í Borgarfirði þannig að þetta er gríðarlega mikilvæg atvinnugrein, sem þarf að passa vel upp á,” segir Anna Heiða. Laxveiðisýningin er komin til að vera í safninu og er opinn samhliða opnun Landbúnaðarsafns Íslands á Hvanneyri. Nýja sýningin er opin alla daga vikunnar frá 11:00 til 17:00. Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Landbúnaðarsafns Íslands á Hvanneyri Borgarbyggð Menning Lax Stangveiði Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Sýningin er í kjallara landbúnaðarsafnsins í góðu rými þar sem má meðal annars lesa fræðilegan texta á skiltum, sjá gamlar lifandi myndir úr laxveiði og fleira og fleira, allt mjög áhugavert. Anna Heiða er sýningarstjóri sýningarinnar. „Við erum með netaveiði í Hvítá á sýningunni og við erum með náttúrufræði og líffræði laxins. Við erum líka með sögu og menningu veiðanna og veiðifélög og veiðihús og svo veiðisögur líka,” segir Anna Heiða og bætir við. „Ég held að mér sé óhætt að segja að Borgarfjörðurinn sé vagga laxveiðanna því það eru allar betri veiðiár landsins hér í héraði eins og Langáin, Grímsá, Norðurá og Þveráin”. Anna Heiða segir mikla og langa hefð fyrir stangaveiði í Borgarfirði. „Já, það er frá lok 19. aldar, sem byrjað var hér að veiða á stöng en Andrés Andrésson Fjeldsted byrjaði á því og fékk erlenda veiðimenn til að koma því hann kunni ensku og þeir byrja að leigja árnar hérna af honum,” segir Anna. Eitt af upplýsingaskiltum sýningarinnar þar sem fjallað er um Veiðihús.Magnús Hlynur Hreiðarsson En laxveiði í dag, eru þetta ekki bara einhverjir ríkir karlar og konur, sem koma að veiða eða hvað? „Jú, jú, fótboltamennirnir líka. Auðvitað geta allir veidd held ég og ef þeir geta ekki veidd þá er náttúrulega bara upplifunin að vera við árbakkann, njóta náttúrunnar og fuglasöngsins.” Anna Heiða við einn af laxinum á sýningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað með Önnu sjálfa, er hún eitthvað í laxveiði í Borgarfirði? „Nei, ég hef einu sinni húkkað í hann en það var annar, sem fékk að landa honum,” segir hún hlæjandi. Og þessar athyglisverðu upplýsingar í lokin frá sýningarstjóranum. „Tekjur af laxveiði eru til dæmis ríflega 50% af tekjum landbúnaðar í Borgarfirði þannig að þetta er gríðarlega mikilvæg atvinnugrein, sem þarf að passa vel upp á,” segir Anna Heiða. Laxveiðisýningin er komin til að vera í safninu og er opinn samhliða opnun Landbúnaðarsafns Íslands á Hvanneyri. Nýja sýningin er opin alla daga vikunnar frá 11:00 til 17:00. Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Landbúnaðarsafns Íslands á Hvanneyri
Borgarbyggð Menning Lax Stangveiði Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira