Einar fékk meira hár en Baldur Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 30. júní 2025 19:16 Einar og Baldur Rafn fóru saman í hárígræðslu til Tyrklands í maí. Einar Bárðarson, umboðsmaður, lagahöfundur og hlaðvarpsstjórnandi, og Baldur Rafn Gylfason, hárgreiðslumeistari og eigandi BPro, fóru í byrjun maímánaðar saman í hárígræðslu í Istanbúl í Tyrklandi. Baldur segir miklar framfarir hafa orðið í faginu á liðnum árum en fyrir rúmum áratug voru slíkar aðgerðir lífshættulegar. Í nýjasta þætti hlaðvarpsins Einmitt snýr Einar hlutverkunum við og tekur sæti í viðtalsstólnum ásamt Baldri. Gestaþáttastjórnandi þáttarins og fjölmiðlamaðurinn Ásgeir Kolbeinsson, leiðir samtalið og ræðir við þá félaga um ferlið, allt frá fyrstu vangaveltum og ákvörðunartöku, yfir í undirbúning og framkvæmd aðgerðarinnar, og fram til dagsins í dag. Miklar framfarir á stuttum tíma Aðspurðir um ástæðuna fyrir því að velja aðgerðina í Tyrklandi frekar en annars staðar, segir Einar að Baldur hafi kynnst tyrkneskum manni búsettum hér á landi, sem hafi farið að ræða málið nánar við þá. Að sögn Einars fara um 95 prósent einstaklinga, sem fara í slíkar aðgerðir, til Tyrklands þar sem þeir eru framar öðrum í faginu og bjóða upp á hagstæðari kjör. Baldur segir að miklar framfarir hafi orðið í greininni, en fyrir um tíu til tólf árum hafi tilfelli komið upp þar sem fólk lést vegna þess að meðferðin var þá stórt og umfangsmikið inngrip. Þá segist hann hafa skoðað rándýra stofu sem stjörnurnar úti í heiminum hafa farið á en þegar hann fór að skoða umsagnir gesta benti það til til að þjónustan þar væri ekki eins góð og virtist við fyrstu sýn. „Það sem Tyrkland hefur og hjálpar þeim er auðvitað ferðaþjónustan. Þetta er orðinn iðnaður þar, þar sem um þúsund aðgerðir eru gerðar á dag. Þeir hafa gert sér grein fyrir því að þeir fá túristann inn til að greiða fyrir þessa þjónustu. Hérna er enginn að gera þetta, þetta enn of dýrt og kannski of fáir myndu hoppa í þetta. þarna er þetta bara iðanður,“ segir Baldur og bætir við: „Allir þeir sem ég hef rætt við sem hafa farið þarna segja að þetta sé bara legit, en það skiptir miklu að velja rétt, því það eru líka margir fávitar þarna.“ Einar segir að hann hafi sérstaklega notið góðs af því að Baldur hafi lagt mikla vinnu í að kynna sér málin. Fagleg þjónusta og umfangsmikil aðgerð Einar og Baldur mættu á klíníkuna klukkan níu um morguninn og voru búnir um hálf átta um kvöldið. Sami læknirinn stýrði báðum aðgerðum, en tveir og tveir unnu saman í teymi. „Aðgerðin hefst á því að fjarlægja hársekkina aftan á hnakkanum, sem tekur um tvo til þrjá tíma,“ segir Einar og bætir við: „Flestir spyrja hvort þetta sé vont. Það er ekki beint vont, en mjög óþægilegt í um fimmtán mínútur á meðan deyfingin fer að virka. Eftir það finnurðu lítið sem ekkert, aðeins smá tog eða krukkun.“ Hársekkirnir eru síðan geymdir í skálum áður en haldið er í seinni hlutann eftir hádegishlé. Þá er farið yfir stöðuna og haldið áfram með sjálfa ígræðsluna. Baldur fékk grætt um 4000 hár úr hliðum og aftan á hnakka, en Einar fékk tilfærslu á 4800 hárum til að þétta hárið betur. „Þetta var helvítis törn,“ segir Baldur, en bætir við að þeir hafi lítið fundið fyrir því þar sem starfsfólkið hugsaði vel um þá. Einar og Baldur dvöldu í Tyrklandi í fimm daga og mæla eindregið með því frekar en þriggja daga ferð. Þeir leggja áherslu á að ekki borgi sig að spara á röngum stöðum. „Það eru vissulega ódýrari pakkar í boði, til dæmis án plasma-meðferðar og annarra meðferða sem skipta máli,“ segir Baldur. Spurðir út í kostnaðinn segir Einar að hann hafi upphaflega talið að slík ferð og aðgerði myndi kosta eina til tvær milljónir íslenska króna, eins og algengt sé í löndunum hér í kring. „Pakkinn sem við völdum kostaði 580 þúsund krónur. Við bættu svo hvor um sig við flugmiða,“ segir hann. Þáttinn má heyra í held sinni hér að neðan: Hár og förðun Ástin og lífið Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira
Í nýjasta þætti hlaðvarpsins Einmitt snýr Einar hlutverkunum við og tekur sæti í viðtalsstólnum ásamt Baldri. Gestaþáttastjórnandi þáttarins og fjölmiðlamaðurinn Ásgeir Kolbeinsson, leiðir samtalið og ræðir við þá félaga um ferlið, allt frá fyrstu vangaveltum og ákvörðunartöku, yfir í undirbúning og framkvæmd aðgerðarinnar, og fram til dagsins í dag. Miklar framfarir á stuttum tíma Aðspurðir um ástæðuna fyrir því að velja aðgerðina í Tyrklandi frekar en annars staðar, segir Einar að Baldur hafi kynnst tyrkneskum manni búsettum hér á landi, sem hafi farið að ræða málið nánar við þá. Að sögn Einars fara um 95 prósent einstaklinga, sem fara í slíkar aðgerðir, til Tyrklands þar sem þeir eru framar öðrum í faginu og bjóða upp á hagstæðari kjör. Baldur segir að miklar framfarir hafi orðið í greininni, en fyrir um tíu til tólf árum hafi tilfelli komið upp þar sem fólk lést vegna þess að meðferðin var þá stórt og umfangsmikið inngrip. Þá segist hann hafa skoðað rándýra stofu sem stjörnurnar úti í heiminum hafa farið á en þegar hann fór að skoða umsagnir gesta benti það til til að þjónustan þar væri ekki eins góð og virtist við fyrstu sýn. „Það sem Tyrkland hefur og hjálpar þeim er auðvitað ferðaþjónustan. Þetta er orðinn iðnaður þar, þar sem um þúsund aðgerðir eru gerðar á dag. Þeir hafa gert sér grein fyrir því að þeir fá túristann inn til að greiða fyrir þessa þjónustu. Hérna er enginn að gera þetta, þetta enn of dýrt og kannski of fáir myndu hoppa í þetta. þarna er þetta bara iðanður,“ segir Baldur og bætir við: „Allir þeir sem ég hef rætt við sem hafa farið þarna segja að þetta sé bara legit, en það skiptir miklu að velja rétt, því það eru líka margir fávitar þarna.“ Einar segir að hann hafi sérstaklega notið góðs af því að Baldur hafi lagt mikla vinnu í að kynna sér málin. Fagleg þjónusta og umfangsmikil aðgerð Einar og Baldur mættu á klíníkuna klukkan níu um morguninn og voru búnir um hálf átta um kvöldið. Sami læknirinn stýrði báðum aðgerðum, en tveir og tveir unnu saman í teymi. „Aðgerðin hefst á því að fjarlægja hársekkina aftan á hnakkanum, sem tekur um tvo til þrjá tíma,“ segir Einar og bætir við: „Flestir spyrja hvort þetta sé vont. Það er ekki beint vont, en mjög óþægilegt í um fimmtán mínútur á meðan deyfingin fer að virka. Eftir það finnurðu lítið sem ekkert, aðeins smá tog eða krukkun.“ Hársekkirnir eru síðan geymdir í skálum áður en haldið er í seinni hlutann eftir hádegishlé. Þá er farið yfir stöðuna og haldið áfram með sjálfa ígræðsluna. Baldur fékk grætt um 4000 hár úr hliðum og aftan á hnakka, en Einar fékk tilfærslu á 4800 hárum til að þétta hárið betur. „Þetta var helvítis törn,“ segir Baldur, en bætir við að þeir hafi lítið fundið fyrir því þar sem starfsfólkið hugsaði vel um þá. Einar og Baldur dvöldu í Tyrklandi í fimm daga og mæla eindregið með því frekar en þriggja daga ferð. Þeir leggja áherslu á að ekki borgi sig að spara á röngum stöðum. „Það eru vissulega ódýrari pakkar í boði, til dæmis án plasma-meðferðar og annarra meðferða sem skipta máli,“ segir Baldur. Spurðir út í kostnaðinn segir Einar að hann hafi upphaflega talið að slík ferð og aðgerði myndi kosta eina til tvær milljónir íslenska króna, eins og algengt sé í löndunum hér í kring. „Pakkinn sem við völdum kostaði 580 þúsund krónur. Við bættu svo hvor um sig við flugmiða,“ segir hann. Þáttinn má heyra í held sinni hér að neðan:
Hár og förðun Ástin og lífið Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira