Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. júní 2025 11:03 Baldvin Karel fylgist með Björgvini Guðmundssyni sýna ljósmyndara tvo nýveidda laxa. Bjarnfinnur Þorkelsson og Guðmundur Sæmundsson sýsla í bakgrunni. Magnús Karel Hannesson Um helgina eru síðustu forvöð að sjá ljósmyndasýninguna „Veiðidagur í Óseyrarnesi 1993“ í Gömlu kartöflugeymslunni við Búðarstíg á Eyrarbakka. Á sýningunni eru myndir sem Eyrbekkingurinn Magnús Karel Hannesson tók af laxveiði í net fyrir landi Óseyrarness einn sumardag árið 1993. Guðmundur Sæmundsson og aðstoðarmaður hans, Bjarnfinnur Þorkelsson, leysa landfestar.Magnús Karel Hannesson Jörðin, sem hét áður Nes eða Ferjunes, liggur að Ölfusá neðanverðri og komst í eigu Eyrarbakkahrepps árið 1906. Sagt er að bærinn hafi verið fluttur fimm sinnum til austurs undan ágangi árinnar og landbroti sem enn stendur. Óseyrarnesi fylgdu mikil hlunnindi af lax- og silungsveiði í Ölfusá. Eftir að hreppurinn eignaðist jörðina var veiðirétturinn leigður út og stunduðu ýmsir veiðina sem leigutakar – einna lengst Magnús Magnússon í Laufási á Eyrarbakka. Netin lögð út.Magnús Karel Hannesson Öllum hnútum kunnugur Síðust leigutakarnir voru Bjarnfinnur Ragnar Jónsson og Guðmundur Sæmundsson frá 1984 til 1996 en þá var veiðunum hætt vegna minnkandi veiði og lækkandi fiskverðs. Síðustu árin annaðist Guðmundur veiðarnar með hjálp yngri aðstoðarmanna. Guðmundur var öllum hnútum kunnugur, þekkti aðstæður og vissi hvernig standa ætti að framkvæmdinni – enda hafði hann starfað hjá Magnúsi í Laufási áður fyrr. Drengirnir leika sér í sandinum meðan fullorðna fólkið horfir út á sjó.Magnús Karel Hannesson Ljósmyndirnar voru teknar á góðum sumardegi árið 1993 og endurspegla það verklag sem beita þurfti við veiðarnar og þann andblæ og eftirvæntingu sem ríkti á veiðistaðnum. Þær sýna hlunnindanýtingu sem nú er aflögð og verður væntanlega ekki tekin upp aftur í Óseyrarnesi. Ljósmyndirnar hafa verið falinn fjársjóður sem nú er dreginn fram í dagsljósið og gerður almenningi sjáanlegur. Sýningin var opnuð á Jónsmessu síðustu helgi í Gömlu kartöflugeymslunni sem Björgvin Guðmundsson, einn veiðimannanna, rekur ásamt konu sinni, Agnesi Ósk Snorradóttur. Um helgina verður sýningin opin frá 13 til 15 laugardaginn 28. júní og frá 13 til 16 sunnudaginn 29. júní. Laxinn dreginn á land.Magnús Karel Hannesson Ljósmyndun Árborg Sjávarútvegur Lax Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Á sýningunni eru myndir sem Eyrbekkingurinn Magnús Karel Hannesson tók af laxveiði í net fyrir landi Óseyrarness einn sumardag árið 1993. Guðmundur Sæmundsson og aðstoðarmaður hans, Bjarnfinnur Þorkelsson, leysa landfestar.Magnús Karel Hannesson Jörðin, sem hét áður Nes eða Ferjunes, liggur að Ölfusá neðanverðri og komst í eigu Eyrarbakkahrepps árið 1906. Sagt er að bærinn hafi verið fluttur fimm sinnum til austurs undan ágangi árinnar og landbroti sem enn stendur. Óseyrarnesi fylgdu mikil hlunnindi af lax- og silungsveiði í Ölfusá. Eftir að hreppurinn eignaðist jörðina var veiðirétturinn leigður út og stunduðu ýmsir veiðina sem leigutakar – einna lengst Magnús Magnússon í Laufási á Eyrarbakka. Netin lögð út.Magnús Karel Hannesson Öllum hnútum kunnugur Síðust leigutakarnir voru Bjarnfinnur Ragnar Jónsson og Guðmundur Sæmundsson frá 1984 til 1996 en þá var veiðunum hætt vegna minnkandi veiði og lækkandi fiskverðs. Síðustu árin annaðist Guðmundur veiðarnar með hjálp yngri aðstoðarmanna. Guðmundur var öllum hnútum kunnugur, þekkti aðstæður og vissi hvernig standa ætti að framkvæmdinni – enda hafði hann starfað hjá Magnúsi í Laufási áður fyrr. Drengirnir leika sér í sandinum meðan fullorðna fólkið horfir út á sjó.Magnús Karel Hannesson Ljósmyndirnar voru teknar á góðum sumardegi árið 1993 og endurspegla það verklag sem beita þurfti við veiðarnar og þann andblæ og eftirvæntingu sem ríkti á veiðistaðnum. Þær sýna hlunnindanýtingu sem nú er aflögð og verður væntanlega ekki tekin upp aftur í Óseyrarnesi. Ljósmyndirnar hafa verið falinn fjársjóður sem nú er dreginn fram í dagsljósið og gerður almenningi sjáanlegur. Sýningin var opnuð á Jónsmessu síðustu helgi í Gömlu kartöflugeymslunni sem Björgvin Guðmundsson, einn veiðimannanna, rekur ásamt konu sinni, Agnesi Ósk Snorradóttur. Um helgina verður sýningin opin frá 13 til 15 laugardaginn 28. júní og frá 13 til 16 sunnudaginn 29. júní. Laxinn dreginn á land.Magnús Karel Hannesson
Ljósmyndun Árborg Sjávarútvegur Lax Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira