Nýtt heimsmet sett: „Sé því að ég á að geta gert miklu betur“ Aron Guðmundsson skrifar 27. júní 2025 10:03 Þorleifur Þorleifsson, Íslandsmethafi í bakgarðshlaupum. Vísir/Sigurjón Phil Gore frá Ástralíu er nýr heimsmethafi í bakgarðshlaupum eftir keppni sem stóð yfir í fimm sólarhringa. Íslandsmethafi í íþróttinni segir það stóru spurninguna hvort einhver takmörk séu fyrir því hversu langt er hægt að hlaupa. Vinsældir íþróttarinnar á heimsvísu hafa skotist upp frá fyrsta stóra hlaupinu árið 2011. Þá var heimsmet sett upp á 18 hringi. Síðan þá hafa árin liðið og heimsmet ítrekað verið slegin, alltaf er hlaupið lengra og lengra og nú er heimsmetið 119 hringir. En hvað skýrir þessa bætingu? „Í rauninni er þetta frekar einfalt. Fólk er hægt og rólega að læra inn á þetta. Þetta er náttúrulega mjög ungt sport. 2011 fer fyrsta keppnin fram og svo fer þetta upp í 50-60 hringi og fólk fer allt í einu að hugsa upp í 100 hringi. Það bætist alltaf aðeins við, fólk er að læra inn á sjálft sig, taka reynslu úr hinum keppnunum og svo bara vex þetta svona.“ En eru einhver takmörk fyrir því hversu langt er hægt að hlaupa? „Þetta er stóra spurningin. Ef maður horfði á Phil í nótt, þegar að hann kláraði hlaupið, þá átti hann nóg eftir. Ef hann hefði fengið leyfi til að halda áfram þá væri hann ábyggilega enn að hlaupa. Svarið þar er bara við höfum ekki hugmynd um það. En það á pottþétt eftir að bæta þetta heimsmet. Spurningin er bara hvort að á einhverjum tímapunkti þurfi að setja bara þröskuld þar sem að við 200 hringi hætti keppnin eða hvort það eigi bara að leyfa mönnum að hlaupa endalaust. Það er bara spurning hvað verður.“ Sem ríkjandi Íslandsmeistari í bakgarðshlaupum hér á landi fékk Þorleifur boð í stærsta bakgarðshlaup á heimsvísu í Bandaríkjunum í október næstkomandi. Undirbúningurinn er á þá leið sem maður heldur, að hlaupa bara nógu mikið. „Ég hef svona aðeins verið að einbeita mér að hraðanum núna í ár. Aðeins að bæta hann. Ég er tiltölulega rólegur yfir þessu. Ég fór í þessa keppni fyrir tveimur árum síðan, veit hvar þetta er og veit út í hvað ég er að fara. Þarf ekkert að vera stressaður fyrir því. Undirbúningurinn snýst dálítið um að bíða bara eftir þessu og hugsa ekkert allt of mikið út í þetta.“ Gaman væri að bæta eigið Íslandsmet upp á 62 hringi. „Núna eru þeir að klára 119 hringi. Ég á rétt yfir helminginn af því. Ég sé því að ég á að geta gert miklu betur út frá því.“ Bakgarðshlaup Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Dagskráin í dag: Meistaradeildin, Bónus deild kvenna og verður Breiðablik Íslandsmeistari? Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið MetLife er nú kallað DeathLife Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Sjá meira
Vinsældir íþróttarinnar á heimsvísu hafa skotist upp frá fyrsta stóra hlaupinu árið 2011. Þá var heimsmet sett upp á 18 hringi. Síðan þá hafa árin liðið og heimsmet ítrekað verið slegin, alltaf er hlaupið lengra og lengra og nú er heimsmetið 119 hringir. En hvað skýrir þessa bætingu? „Í rauninni er þetta frekar einfalt. Fólk er hægt og rólega að læra inn á þetta. Þetta er náttúrulega mjög ungt sport. 2011 fer fyrsta keppnin fram og svo fer þetta upp í 50-60 hringi og fólk fer allt í einu að hugsa upp í 100 hringi. Það bætist alltaf aðeins við, fólk er að læra inn á sjálft sig, taka reynslu úr hinum keppnunum og svo bara vex þetta svona.“ En eru einhver takmörk fyrir því hversu langt er hægt að hlaupa? „Þetta er stóra spurningin. Ef maður horfði á Phil í nótt, þegar að hann kláraði hlaupið, þá átti hann nóg eftir. Ef hann hefði fengið leyfi til að halda áfram þá væri hann ábyggilega enn að hlaupa. Svarið þar er bara við höfum ekki hugmynd um það. En það á pottþétt eftir að bæta þetta heimsmet. Spurningin er bara hvort að á einhverjum tímapunkti þurfi að setja bara þröskuld þar sem að við 200 hringi hætti keppnin eða hvort það eigi bara að leyfa mönnum að hlaupa endalaust. Það er bara spurning hvað verður.“ Sem ríkjandi Íslandsmeistari í bakgarðshlaupum hér á landi fékk Þorleifur boð í stærsta bakgarðshlaup á heimsvísu í Bandaríkjunum í október næstkomandi. Undirbúningurinn er á þá leið sem maður heldur, að hlaupa bara nógu mikið. „Ég hef svona aðeins verið að einbeita mér að hraðanum núna í ár. Aðeins að bæta hann. Ég er tiltölulega rólegur yfir þessu. Ég fór í þessa keppni fyrir tveimur árum síðan, veit hvar þetta er og veit út í hvað ég er að fara. Þarf ekkert að vera stressaður fyrir því. Undirbúningurinn snýst dálítið um að bíða bara eftir þessu og hugsa ekkert allt of mikið út í þetta.“ Gaman væri að bæta eigið Íslandsmet upp á 62 hringi. „Núna eru þeir að klára 119 hringi. Ég á rétt yfir helminginn af því. Ég sé því að ég á að geta gert miklu betur út frá því.“
Bakgarðshlaup Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Dagskráin í dag: Meistaradeildin, Bónus deild kvenna og verður Breiðablik Íslandsmeistari? Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið MetLife er nú kallað DeathLife Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Sjá meira