Þegar stjórnvöld úðuðu efnum yfir almenning Atli Ísleifsson skrifar 23. júní 2025 09:01 Samsæriskenningin um að stjórnvöld séu í leyni að úða eitruðum efnum yfir almenning úr flugvélumá sér enga vísindalega stoð en sprettur þó ekki alveg upp úr engu. Getty Í nýlegum þætti hlaðvarpsins Skuggavaldið köfuðu prófessorarnir Hulda Þórisdóttir og Eiríkur Bergmann ofan í samsæriskenninguna um að stjórnvöld séu í leyni að úða eitruðum efnum yfir almenning úr flugvélum. Þó að þessi tiltekna kenning eigi sér enga vísindalega stoð, þá sprettur hún ekki alveg upp úr engu. Grunsemdirnar eiga sér nefnilega raunverulega og ansi uggvekjandi forsögu. Raunveruleg dæmi um úðanir Til eru fjölmörg söguleg dæmi um að yfirvöld, bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi, hafi staðið fyrir raunverulegum og oft mjög umdeildum úðunartilraunum, bæði yfir eigin borgara og óbreytta borgara annarra landa. Agent Orange: Úðun yfir Víetnam. Þekktasta dæmið er án efa „Agent Orange“, eiturefni sem Bandaríkjaher úðaði yfir skóga og ræktarlönd í Víetnamstríðinu til að fjarlægja skjól og matvæli andstæðingsins. Um 75 milljónum lítra af efninu var dreift úr flugvélum og þyrlum. Eitrið appelsínugula inniheldur díoxín, sem hefur verið tengt við krabbamein, fæðingargalla og alvarlega taugasjúkdóma. Áhrif Agent Orange eru enn sýnileg í Víetnam í dag og þúsundir hermanna og borgara urðu fyrir varanlegum skaða. Project Popeye: „Make mud, not war“, var önnur aðgerð Bandaríkjahers í Víetnam stríðinu. Þá var silfurjoði úðað úr flugvélum í ský yfir Laos og Kambódíu til að framkalla úrkomu og breyta veðrinu með það að markmiði að gera birgðaleiðir óvinarins ófærar vegna aurbleytu. Aðgerðin var háleynileg og þegar upp komst um hana nokkrum árum síðar varð uppi fótur og fit komst upp árið 1971 og varð til þess and komið var á alþjóðlegum sáttmála um bann búð notkun veðurstýringar í stríðum, sem Bandaríkin undirrituðu ásamt fjölda þjóða. Úðanir yfir eigin borgara Bandaríkjamenn undanskildu ekki eigin borgara í úðunargleði sinni. Á 6. áratugnum stóðu þeir fyrir aðgerð sem nefnd var „Operation LAC“ (Large Area Coverage), þar sem efni á borð við sink-kadmín súlfíð var úðað yfir þéttbýli í Bandaríkjunum, meðal annars yfir Texas og Minnesota, til að kanna hvernig agnir dreifðust í lofti. Þó efnin væru sögð skaðlaus er það umdeilt að svo hafi verið fyrir alla, t.d. fólk með viðkvæma heilsu og það lagðist ekki vel í borgarana að herinn hefði bara „gleymt“ að segja borgurunum frá. Bretar í leynilegum tilraunum. Bretar létu ekki sitt eftir liggja. Frá 1940 til 1979 framkvæmdi breska varnarmálaráðuneytið yfir 200 leynilegar tilraunir þar sem efnum og bakteríum var sleppt úr lofti yfir almenning. Þetta átti að undirbúa varnarsvörun gegn sýklahernaði. En fólkið á götum London, í Dorset og víðar vissi auðvitað ekkert hvað var í gangi. Sumum efnanna var úðað af bílum, öðrum úr flugvélum, jafnvel af herskipum við ströndina. Já, þetta hljómar eins og úr bíómynd. Stjórnmálafræðingarnir Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir eru umsjónarmenn Skuggavaldsins.Vísir/Vilhelm Munurinn á raunverulegum tilraunum og efnaslóðum. Þessar staðfestu sögur gætu hljómað eins og sönnun fyrir kenningum um efnaslóða en það er mikilvægt að greina þarna á milli. Í öllum þessum tilvikum voru til skjöl, vitnisburðir, opinber viðurkenning á því sem fór úrskeiðis. Kenningin um eitraða efnaslóða aftan úr flugvélum, byggir ekki á neinu slíku. Engin gögn, engar mælingar, engin trúverðug frásögn. Það er því ekki úr lausu lofti gripið þegar fólk efast, en það þýðir ekki að allar skýringar séu réttar. Og hvítar rákir eftir flugvélar eru enn þá bara ískristallar. Skuggavaldið kafar í málið Í nýjasta þætti Skuggavaldsins skoða Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir þessar sögulegu tilraunir og setja þær í samhengi við samsæriskenninguna um efnaslóða. Þátturinn er þegar kominn í loftið – og við lofum að það sem við úðum út í andrúmsloftið eru einungis staðreyndir og sögur sem standast skoðun. Hlusta má á nýjasta þáttinn af Skuggavaldinu í spilaranum að neðan. Skuggavaldið Mest lesið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp „Ég er óléttur“ Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fleiri fréttir Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Sjá meira
Raunveruleg dæmi um úðanir Til eru fjölmörg söguleg dæmi um að yfirvöld, bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi, hafi staðið fyrir raunverulegum og oft mjög umdeildum úðunartilraunum, bæði yfir eigin borgara og óbreytta borgara annarra landa. Agent Orange: Úðun yfir Víetnam. Þekktasta dæmið er án efa „Agent Orange“, eiturefni sem Bandaríkjaher úðaði yfir skóga og ræktarlönd í Víetnamstríðinu til að fjarlægja skjól og matvæli andstæðingsins. Um 75 milljónum lítra af efninu var dreift úr flugvélum og þyrlum. Eitrið appelsínugula inniheldur díoxín, sem hefur verið tengt við krabbamein, fæðingargalla og alvarlega taugasjúkdóma. Áhrif Agent Orange eru enn sýnileg í Víetnam í dag og þúsundir hermanna og borgara urðu fyrir varanlegum skaða. Project Popeye: „Make mud, not war“, var önnur aðgerð Bandaríkjahers í Víetnam stríðinu. Þá var silfurjoði úðað úr flugvélum í ský yfir Laos og Kambódíu til að framkalla úrkomu og breyta veðrinu með það að markmiði að gera birgðaleiðir óvinarins ófærar vegna aurbleytu. Aðgerðin var háleynileg og þegar upp komst um hana nokkrum árum síðar varð uppi fótur og fit komst upp árið 1971 og varð til þess and komið var á alþjóðlegum sáttmála um bann búð notkun veðurstýringar í stríðum, sem Bandaríkin undirrituðu ásamt fjölda þjóða. Úðanir yfir eigin borgara Bandaríkjamenn undanskildu ekki eigin borgara í úðunargleði sinni. Á 6. áratugnum stóðu þeir fyrir aðgerð sem nefnd var „Operation LAC“ (Large Area Coverage), þar sem efni á borð við sink-kadmín súlfíð var úðað yfir þéttbýli í Bandaríkjunum, meðal annars yfir Texas og Minnesota, til að kanna hvernig agnir dreifðust í lofti. Þó efnin væru sögð skaðlaus er það umdeilt að svo hafi verið fyrir alla, t.d. fólk með viðkvæma heilsu og það lagðist ekki vel í borgarana að herinn hefði bara „gleymt“ að segja borgurunum frá. Bretar í leynilegum tilraunum. Bretar létu ekki sitt eftir liggja. Frá 1940 til 1979 framkvæmdi breska varnarmálaráðuneytið yfir 200 leynilegar tilraunir þar sem efnum og bakteríum var sleppt úr lofti yfir almenning. Þetta átti að undirbúa varnarsvörun gegn sýklahernaði. En fólkið á götum London, í Dorset og víðar vissi auðvitað ekkert hvað var í gangi. Sumum efnanna var úðað af bílum, öðrum úr flugvélum, jafnvel af herskipum við ströndina. Já, þetta hljómar eins og úr bíómynd. Stjórnmálafræðingarnir Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir eru umsjónarmenn Skuggavaldsins.Vísir/Vilhelm Munurinn á raunverulegum tilraunum og efnaslóðum. Þessar staðfestu sögur gætu hljómað eins og sönnun fyrir kenningum um efnaslóða en það er mikilvægt að greina þarna á milli. Í öllum þessum tilvikum voru til skjöl, vitnisburðir, opinber viðurkenning á því sem fór úrskeiðis. Kenningin um eitraða efnaslóða aftan úr flugvélum, byggir ekki á neinu slíku. Engin gögn, engar mælingar, engin trúverðug frásögn. Það er því ekki úr lausu lofti gripið þegar fólk efast, en það þýðir ekki að allar skýringar séu réttar. Og hvítar rákir eftir flugvélar eru enn þá bara ískristallar. Skuggavaldið kafar í málið Í nýjasta þætti Skuggavaldsins skoða Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir þessar sögulegu tilraunir og setja þær í samhengi við samsæriskenninguna um efnaslóða. Þátturinn er þegar kominn í loftið – og við lofum að það sem við úðum út í andrúmsloftið eru einungis staðreyndir og sögur sem standast skoðun. Hlusta má á nýjasta þáttinn af Skuggavaldinu í spilaranum að neðan.
Skuggavaldið Mest lesið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp „Ég er óléttur“ Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fleiri fréttir Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“