Eftiréttur fyrir fjóra
Brownie
Hráefni:
200 g dökkt súkkulaði, 70 prósent
200 g smjör
3 dl sykur
3 egg
2 dl hveiti
Klípa salt
Aðferð:
Bræddu súkkulaði og smjör saman við lágan hita. Láttu kólna aðeins. Þeyttu egg og sykur þar til blandan verður létt og ljós. Blandaðu súkkulaðiblöndunni varlega saman við. Sigtaðu hveiti, salt og vanillusykur út í og blandaðu varlega saman. Helltu deginu í ca. 20x20 cm form og bakaðu við 175°C í um 25 mínútur.
Láttu kólna og skerðu síðan út í fjóra kringlótta botna sem passa í kokteilglös.
Espresso Martini-mús
Hráefni:
1,5 dl rjómi
100 g mascarpone ostur
2 msk flórsykur
0,5 dl sterkt espressókaffi, kælt
½ tsk vanillusykur
Aðferð:
Þeyttu rjómann þar til hann er stífur. Hrærið mascarpone, flórsykri, vanillusykri og kældu espressókaffi saman. Blandaðu rjómanum varlega saman við.
Samsetning:
Settu einn brownie-botn í hvert glas. Settu kreminu ofan á og sléttið úr yfirborðinu. Skreyttu með kaffibaunum og berðu fram.
Uppskriftin er fengin af dönsku Instagram-síðunni Imerco. Þar má einnig sjá aðferðina.