Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 4. júní 2025 16:03 Finneas O'Connell sem notast við listamannsnafnið FINNEAS er að byrja með hljómsveit. Jakubaszek/Redferns Tónlistarmaðurinn Finneas, sem er hvað þekktastur fyrir að vera samstarfsmaður og bróðir súperstjörnunnar Billie Eilish, var að stofna hljómsveitina The Favor. Með honum í sveitinni er söngkonan Ashe og þykir tvíeykið minna gríðarlega á goðsagnakenndu hljómsveitina Fleetwood Mac. Finneas, sem er 27 ára gamall, hefur unnið tónlist með systur sinni frá því hún var unglingur. Lögin eru mörg hver með hundruði milljóna spilanna á streymisveitunni Spotify en samhliða þessu stóra verkefni hefur Finneas unnið að eigin efni. „Við stofnuðum hljómsveit sem heitir The Favors. Fyrsta breiðskífan okkar The Dream kemur út 19. september næstkomandi,“ skrifar Finneas á Instagram og bætir við að fyrsta lagið komi út núna á föstudaginn 6. júní. „Það fór gríðarlega mikil ástríða í það að gera þessa tónlist í leyni og við getum ekki beðið eftir að koma henni til ykkar.“ View this post on Instagram A post shared by The Favors (@wearethefavors) Finneas tók sömuleiðis fram að hann gæti ekki verið stoltari af verkefninu. Við Ashe höfum verið að vinna að þessu af fullum krafti síðastliðna átján mánuði og ég meina það innilega þegar ég segi að ég gæti ekki fundið fyrir meira stolti. David Marinelli er á trommum og Ricky Gourmet á gítar. Ég elska að vera í hljómsveit.“ Í athugasemdum við færsluna bæði á Instagram og Facebook leynir það sér ekki að aðdáendum þykir hljómsveitin minna skuggalega mikið á Fleetwood Mac en Finneas og Ashe sækja innblástur í sjöunda áratugs stílinn. „Velkomin til baka Fleetwood Mac,“ skrifar einn notandi og annar skrifar: „Ég veit ekki hver þarf að heyra þetta en nei, þú ert ekki fyrsta manneskjan til að taka eftir innblæstrinum frá Fleetwood Mac.“ Tónlist Hollywood Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Finneas, sem er 27 ára gamall, hefur unnið tónlist með systur sinni frá því hún var unglingur. Lögin eru mörg hver með hundruði milljóna spilanna á streymisveitunni Spotify en samhliða þessu stóra verkefni hefur Finneas unnið að eigin efni. „Við stofnuðum hljómsveit sem heitir The Favors. Fyrsta breiðskífan okkar The Dream kemur út 19. september næstkomandi,“ skrifar Finneas á Instagram og bætir við að fyrsta lagið komi út núna á föstudaginn 6. júní. „Það fór gríðarlega mikil ástríða í það að gera þessa tónlist í leyni og við getum ekki beðið eftir að koma henni til ykkar.“ View this post on Instagram A post shared by The Favors (@wearethefavors) Finneas tók sömuleiðis fram að hann gæti ekki verið stoltari af verkefninu. Við Ashe höfum verið að vinna að þessu af fullum krafti síðastliðna átján mánuði og ég meina það innilega þegar ég segi að ég gæti ekki fundið fyrir meira stolti. David Marinelli er á trommum og Ricky Gourmet á gítar. Ég elska að vera í hljómsveit.“ Í athugasemdum við færsluna bæði á Instagram og Facebook leynir það sér ekki að aðdáendum þykir hljómsveitin minna skuggalega mikið á Fleetwood Mac en Finneas og Ashe sækja innblástur í sjöunda áratugs stílinn. „Velkomin til baka Fleetwood Mac,“ skrifar einn notandi og annar skrifar: „Ég veit ekki hver þarf að heyra þetta en nei, þú ert ekki fyrsta manneskjan til að taka eftir innblæstrinum frá Fleetwood Mac.“
Tónlist Hollywood Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira