Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Atli Ísleifsson skrifar 28. maí 2025 10:59 Kjörstöðum í Skagafirði var fækkað úr átta í þrjá snemma árs 2023. Nú eru kjördeildir á Sauðárkróki, Varmahlíð og á Hofsósi. Vísir/Anton Brink Byggðarráð Skagafjarðar hefur falið sveitarstjóra að afla upplýsinga um þróun kjörsóknar í Skagafirði síðasta áratuginn og að í framhaldinu verði metið hvort fækkun kjörstaða hafi mögulega leitt til lakari kjörsóknar. Þetta var ákveðið á fundi byggðarráðs í gær í kjölfar tillögu Álfhildar Leifsdóttur, sveitarstjórnarfulltrúa Vinstri grænna og óháðra, um hvort að endurvekja ætti kjörstað í Ketilási í Fljótum í næstu þing- og sveitarstjórnarkosningum. Benti Álfhildur á að Fljótin væru jaðarsvæði þar sem veður væru oft válynd og samgöngur geti verið erfiðar, sér í lagi á haustin og veturna. Breytingartillaga um að ráðist yrði í könnun á þróun kjörstjórnar var hins vegar samþykkt samhljóða og að á meðan sú vinna væri í gangi yrði afgreiðslu tillögu um endurupptöku á kjörstað í Fljótum frestað. Fækkuðu kjörstöðum úr átta í þrjá Í upprunalegri tillögu Álfhildar kom fram að sveitarstjórn Skagafjarðar hafi í mars 2023 samþykkt fækkun kjördeilda úr átta í þrjár, þar sem íbúar í sveitarfélaginu gætu kosið á Sauðárkróki, Hofsósi og í Varmahlíð. „Þó þróunin sé sú á landsvísu að fækka kjördeildum, ætti sérstakt tillit að vera tekið til dreifbýlisins í Skagafirði og þeirra íbúa sem búa fjarri þessum þremur miðlægu kjörstöðum. Álfhildur Leifsdóttir er sveitarstjórnarfulltrúi Vinstri grænna og óháðra. Fljótin eru jaðarsvæði þar sem veður eru oft válynd og samgöngur geta verið erfiðar, sérstaklega á haustin og veturna. Í síðustu þingkosningum voru aðstæður með þeim hætti að margir íbúar Fljóta áttu erfitt með að komast á kjörstað vegna óhagstæðra veðurskilyrða. Það undirstrikar mikilvægi þess að kjörstaður sé aðgengilegur í nærumhverfi þeirra sem búa í jaðarsveitum, sérstaklega þegar litið er til þess að kosningar geta nú farið fram á hvaða árstíma sem er,“ sagði Álfhildur. Segir hún ennfremur að mikilvægt sé fyrir stjórnsýslu á öllum stigum að bregðast við og endurmeta ákvarðanir þegar í ljós komi að þær hafi ekki skilað tilætluðum árangri eða hafi haft neikvæð áhrif. Endurvakning kjörstaðar í Ketilási fæli heldur ekki í sér verulegan kostnað fyrir sveitarfélagið en myndi tryggja aðgengi íbúa Fljóta að lýðræðislegri þátttöku. Tillaga Álfhildar veki furðu Tveir sveitarstjórnarfulltrúar meirihlutans, þeir Einar E. Einarsson og Gísli Sigurðsson, lögðu í kjölfarið fram breytingartillögu um að þróun kjörsóknar í sveitarfélaginu yrði könnuð áður ákveðið yrði að endurvekja kjörstaðinn í Ketilási í Fljótum. Taka þeir fram að tillaga Álfhildar veki furðu þar sem hún hafi sjálf samþykkt í byggðarráði og sveitarstjórn 2023 tillögu um að fækka kjörstöðum í Skagafirði í þrjá og þar með leggja af kjördeildina í Fljótum. „Rökin fyrir breytingunum voru verulega bættar samgöngur frá því sem áður var, ásamt hagræðingu og einföldun kosningakerfisins en yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis hafði kallað eftir því í nokkurn tíma að kjörstöðum yrði fækkað í Skagafirði eins og annars staðar í kjördæminu. Rétt er líka að hafa í huga að Landskjörstjórn metur hverju sinni áhrif veðurs á hugsanlega kjörsókn um land allt og sé útlitið slæmt í heildina litið að þeirra mati þá hafa þeir völd til að lengja tíma kjörfundar svo að tryggt sé að allir geti mætt á kjörstað. Það væri hins vegar áhugavert að sjá tölur um kjörsókn í Skagafirði öllum frá því þessi breyting var gerð og sjá hvort hægt sé að draga af þeim tölum ályktanir um áhrif breytinganna á kjörsókn í firðinum öllum. Lagt er til að sveitarstjóra verði falið að afla upplýsinga um þróun í kjörsókn í Skagafirði yfir síðustu 10 ár og að á meðan sú vinna er í gangi verði afgreiðslu tillögu um endurupptöku á kjörstað í Fljótum frestað,“ sagði í breytingartillögu Einars og Gísla sem samþykkt var samhljóða. Skagafjörður Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Sjá meira
Þetta var ákveðið á fundi byggðarráðs í gær í kjölfar tillögu Álfhildar Leifsdóttur, sveitarstjórnarfulltrúa Vinstri grænna og óháðra, um hvort að endurvekja ætti kjörstað í Ketilási í Fljótum í næstu þing- og sveitarstjórnarkosningum. Benti Álfhildur á að Fljótin væru jaðarsvæði þar sem veður væru oft válynd og samgöngur geti verið erfiðar, sér í lagi á haustin og veturna. Breytingartillaga um að ráðist yrði í könnun á þróun kjörstjórnar var hins vegar samþykkt samhljóða og að á meðan sú vinna væri í gangi yrði afgreiðslu tillögu um endurupptöku á kjörstað í Fljótum frestað. Fækkuðu kjörstöðum úr átta í þrjá Í upprunalegri tillögu Álfhildar kom fram að sveitarstjórn Skagafjarðar hafi í mars 2023 samþykkt fækkun kjördeilda úr átta í þrjár, þar sem íbúar í sveitarfélaginu gætu kosið á Sauðárkróki, Hofsósi og í Varmahlíð. „Þó þróunin sé sú á landsvísu að fækka kjördeildum, ætti sérstakt tillit að vera tekið til dreifbýlisins í Skagafirði og þeirra íbúa sem búa fjarri þessum þremur miðlægu kjörstöðum. Álfhildur Leifsdóttir er sveitarstjórnarfulltrúi Vinstri grænna og óháðra. Fljótin eru jaðarsvæði þar sem veður eru oft válynd og samgöngur geta verið erfiðar, sérstaklega á haustin og veturna. Í síðustu þingkosningum voru aðstæður með þeim hætti að margir íbúar Fljóta áttu erfitt með að komast á kjörstað vegna óhagstæðra veðurskilyrða. Það undirstrikar mikilvægi þess að kjörstaður sé aðgengilegur í nærumhverfi þeirra sem búa í jaðarsveitum, sérstaklega þegar litið er til þess að kosningar geta nú farið fram á hvaða árstíma sem er,“ sagði Álfhildur. Segir hún ennfremur að mikilvægt sé fyrir stjórnsýslu á öllum stigum að bregðast við og endurmeta ákvarðanir þegar í ljós komi að þær hafi ekki skilað tilætluðum árangri eða hafi haft neikvæð áhrif. Endurvakning kjörstaðar í Ketilási fæli heldur ekki í sér verulegan kostnað fyrir sveitarfélagið en myndi tryggja aðgengi íbúa Fljóta að lýðræðislegri þátttöku. Tillaga Álfhildar veki furðu Tveir sveitarstjórnarfulltrúar meirihlutans, þeir Einar E. Einarsson og Gísli Sigurðsson, lögðu í kjölfarið fram breytingartillögu um að þróun kjörsóknar í sveitarfélaginu yrði könnuð áður ákveðið yrði að endurvekja kjörstaðinn í Ketilási í Fljótum. Taka þeir fram að tillaga Álfhildar veki furðu þar sem hún hafi sjálf samþykkt í byggðarráði og sveitarstjórn 2023 tillögu um að fækka kjörstöðum í Skagafirði í þrjá og þar með leggja af kjördeildina í Fljótum. „Rökin fyrir breytingunum voru verulega bættar samgöngur frá því sem áður var, ásamt hagræðingu og einföldun kosningakerfisins en yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis hafði kallað eftir því í nokkurn tíma að kjörstöðum yrði fækkað í Skagafirði eins og annars staðar í kjördæminu. Rétt er líka að hafa í huga að Landskjörstjórn metur hverju sinni áhrif veðurs á hugsanlega kjörsókn um land allt og sé útlitið slæmt í heildina litið að þeirra mati þá hafa þeir völd til að lengja tíma kjörfundar svo að tryggt sé að allir geti mætt á kjörstað. Það væri hins vegar áhugavert að sjá tölur um kjörsókn í Skagafirði öllum frá því þessi breyting var gerð og sjá hvort hægt sé að draga af þeim tölum ályktanir um áhrif breytinganna á kjörsókn í firðinum öllum. Lagt er til að sveitarstjóra verði falið að afla upplýsinga um þróun í kjörsókn í Skagafirði yfir síðustu 10 ár og að á meðan sú vinna er í gangi verði afgreiðslu tillögu um endurupptöku á kjörstað í Fljótum frestað,“ sagði í breytingartillögu Einars og Gísla sem samþykkt var samhljóða.
Skagafjörður Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Sjá meira