Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. maí 2025 21:04 Sanna Magdalena Mörudóttir, borgarfulltrúi Sósíalista og formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir ríkið fyrst og fremst bera ábyrgð í máli manns sem hefur haldið íbúm Hverfisgötu í heljargreipum. Vísir/Ívar Fannar Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir ríkið draga lappirnar þegar kemur að því að bjóða andlega veikum einstaklingum viðeigandi úrræði. Á sama tíma sé mikilvægt að hlusta á áhyggjur íbúa sem segjast óttast nágranna sinn á Hverfisgötu. Íbúar á Hverfisgötu lýstu nýverið í kvöldfréttum Stöðvar 2 ófremdarástandi vegna manns sem þeir segja að haldi sér í heljargreipum. Maðurinn sem um ræðir heitir Sigurður Almar, býr í húsnæði í eigu Reykjavíkurborgar og hefur margítrekað komið við sögu lögreglu, síðast þegar hann hélt ferðamanni í gíslingu á heimili sínu. Verjandi hans sagði við fréttastofu að hann glími við geðrænan vanda og sögðu nágrannar óteljandi dæmi um ógnandi hegðun mannsins og óspektir úti á götu. Ástandið sé ólíðandi, hann verði að fá úrræði vegna andlegrar heilsu sinnar. Sanna Magdalena Mörtudóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir spjótin beinast að ríkinu í málinu. „Við sjáum víða að það eru einmitt ekki til úrræði sem eru til staðar og ég myndi segja að þetta sé birtingarmynd þess þegar við erum ekki að setja fjármagn í velferð, þegar við erum ekki með kerfi til staðar sem á að mæta fólki sem þarf á stuðningi að halda,“ sagði Sanna. „Þannig ég myndi segja algjörlega að við þurfum að einblína á það af hverju erum við ekki með þennan stuðning til staðar og af hverju ríkið hefur ekki verið að bjóða upp á það. Og ég vona svo innilega að við sjáum hratt og fljótt hvernig þau sjá fyrir sér að leysa úr þessum málum hvað varðar þetta svið.“ Hugurinn hjá fólki sem upplifi krefjandi aðstæður Sanna segir sitt hlutverk á sama tíma að taka tillit til áhyggja íbúa. Borgin meti ýmsa þætti þegar verið er að úthluta húsnæði. „Þá er verið að líta til ýmissa þátta og ef búseta gengur í einhverjum tilfellum ekki upp þá verður auðvitað að skoða það og þær reglur sem við erum með og sífellt að þora að líta til þess. En ég ítreka að það eru fleiri aðilar sem þurfa að koma að málum,“ sagði hún. Sanna segir að hún muni fylgja máli mannsins eftir við ríkið og halda áfram samtali um bætta þjónustu til handa andlega veikum einstaklingum í borginni. Það að þarna búi veikur maður sem hefur meðal annars haldið ferðamanni í gíslingu og að hann búi þarna enn hlýtur að hafa áhrif á ímynd borgarinnar? „Ég er fyrst og fremst að hugsa um líðan fólks sem upplifir krefjandi aðstæður bæði manneskjunnar sem við á og íbúa, það er það sem ég er fyrst og fremst að hugsa um,“ sagði Sanna. Reykjavík Lögreglumál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Íslenskur karlmaður sem sætir gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa frelsissvipt erlendan ferðamann í húsnæði á Hverfisgötunni hefur endurtekið komið við sögu lögreglu. Hann er með þroskaskerðingu og hefur við afplánun fyrri dóma verið vistaður í einangrun á öryggisgöngum, fjarri öðrum föngum. 2. maí 2025 15:45 Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Íslenskur karlmaður um fertugt var í gær úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald af Héraðsdómi Reykjavíkur vegna gruns um að hafa frelsissvipt erlendan ferðamann aðfaranótt fimmtudags. Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvort maðurinn hafi ætlað að kúga fé úr ferðamanninum. 2. maí 2025 12:27 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
Íbúar á Hverfisgötu lýstu nýverið í kvöldfréttum Stöðvar 2 ófremdarástandi vegna manns sem þeir segja að haldi sér í heljargreipum. Maðurinn sem um ræðir heitir Sigurður Almar, býr í húsnæði í eigu Reykjavíkurborgar og hefur margítrekað komið við sögu lögreglu, síðast þegar hann hélt ferðamanni í gíslingu á heimili sínu. Verjandi hans sagði við fréttastofu að hann glími við geðrænan vanda og sögðu nágrannar óteljandi dæmi um ógnandi hegðun mannsins og óspektir úti á götu. Ástandið sé ólíðandi, hann verði að fá úrræði vegna andlegrar heilsu sinnar. Sanna Magdalena Mörtudóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir spjótin beinast að ríkinu í málinu. „Við sjáum víða að það eru einmitt ekki til úrræði sem eru til staðar og ég myndi segja að þetta sé birtingarmynd þess þegar við erum ekki að setja fjármagn í velferð, þegar við erum ekki með kerfi til staðar sem á að mæta fólki sem þarf á stuðningi að halda,“ sagði Sanna. „Þannig ég myndi segja algjörlega að við þurfum að einblína á það af hverju erum við ekki með þennan stuðning til staðar og af hverju ríkið hefur ekki verið að bjóða upp á það. Og ég vona svo innilega að við sjáum hratt og fljótt hvernig þau sjá fyrir sér að leysa úr þessum málum hvað varðar þetta svið.“ Hugurinn hjá fólki sem upplifi krefjandi aðstæður Sanna segir sitt hlutverk á sama tíma að taka tillit til áhyggja íbúa. Borgin meti ýmsa þætti þegar verið er að úthluta húsnæði. „Þá er verið að líta til ýmissa þátta og ef búseta gengur í einhverjum tilfellum ekki upp þá verður auðvitað að skoða það og þær reglur sem við erum með og sífellt að þora að líta til þess. En ég ítreka að það eru fleiri aðilar sem þurfa að koma að málum,“ sagði hún. Sanna segir að hún muni fylgja máli mannsins eftir við ríkið og halda áfram samtali um bætta þjónustu til handa andlega veikum einstaklingum í borginni. Það að þarna búi veikur maður sem hefur meðal annars haldið ferðamanni í gíslingu og að hann búi þarna enn hlýtur að hafa áhrif á ímynd borgarinnar? „Ég er fyrst og fremst að hugsa um líðan fólks sem upplifir krefjandi aðstæður bæði manneskjunnar sem við á og íbúa, það er það sem ég er fyrst og fremst að hugsa um,“ sagði Sanna.
Reykjavík Lögreglumál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Íslenskur karlmaður sem sætir gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa frelsissvipt erlendan ferðamann í húsnæði á Hverfisgötunni hefur endurtekið komið við sögu lögreglu. Hann er með þroskaskerðingu og hefur við afplánun fyrri dóma verið vistaður í einangrun á öryggisgöngum, fjarri öðrum föngum. 2. maí 2025 15:45 Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Íslenskur karlmaður um fertugt var í gær úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald af Héraðsdómi Reykjavíkur vegna gruns um að hafa frelsissvipt erlendan ferðamann aðfaranótt fimmtudags. Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvort maðurinn hafi ætlað að kúga fé úr ferðamanninum. 2. maí 2025 12:27 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Íslenskur karlmaður sem sætir gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa frelsissvipt erlendan ferðamann í húsnæði á Hverfisgötunni hefur endurtekið komið við sögu lögreglu. Hann er með þroskaskerðingu og hefur við afplánun fyrri dóma verið vistaður í einangrun á öryggisgöngum, fjarri öðrum föngum. 2. maí 2025 15:45
Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Íslenskur karlmaður um fertugt var í gær úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald af Héraðsdómi Reykjavíkur vegna gruns um að hafa frelsissvipt erlendan ferðamann aðfaranótt fimmtudags. Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvort maðurinn hafi ætlað að kúga fé úr ferðamanninum. 2. maí 2025 12:27