Innlent

Ó­fremdar­á­stand á Hverfis­götu og verð­hækkanir á grillmat

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 segjum við frá ófremdarástandi sem íbúar og húseigendur við Hverfisgötu lýsa, en maður sem grunaður er um frelsissviptingu á ferðamanni fyrr í mánuðinum er sagður halda nágrönnum sínum í miðborg Reykjavíkur í heljargreipum.

Ekkert lát er á mannfalli á Gasa. Við greinum frá umfangsmiklum árásum Ísraelshers á Gasa í nótt, þar sem tugir týndu lífi.

Svo lítum við á umferðareftirlit lögreglu og Vegagerðar með fólks- og þungaflutningum sem greint var frá í dag og við sjáum myndir af því hvernig var staðið að eftirlitinu. 

Einnig er áhugaverð frétt um verðhækkanir á grillmat, sem eru eflaust mörgum þungbærar nú þegar sumarið er að hefjast.

Við sýnum einnig frá því þegar alræmdur bíll, fullur af bensínbrúsum, var fjarlægður af bílastæði í Hlíðum í Reykjavík, en hann var til umfjöllunar fyrr í vikunni. Okkar maður Bjarki Sigurðsson verður svo í beinni frá Basel, þar sem Væb-bræður komust áfram í úrslit Eurovision í gær. Íþróttir eru svo á sínum stað og í Íslandi í dag kynnumst við nýjum stjóra í Borgarleikhúsinu, sem er snúinn aftur heim eftir 26 ár úr því sem hann kallar sjálfskipaða útlegð.

Þetta og fleira til í kvöldfréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá á samtengdum rásum Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar á slaginu hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×