Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Atli Ísleifsson skrifar 14. maí 2025 10:39 Robert Benton á frumsýningu Feast of Love árið 2007. AP Bandaríski leikstjórinn Robert Benton, sem leikstýrði meðal annars Óskarsverðlaunamyndinni Kramer vs. Kramer og skrifaði handritið að Bonnie and Clyde, er látinn. Hann varð 92 ára. New York Times greinir frá því að hann hafi látist á heimili sínu á Manhattan í New York á sunnudaginn. Benton var einn af virtustu kvikmyndagerðarmönnunum í Hollywood og sló í gegn sem handritshöfundur kvikmyndarinnar Bonnie og Clyde frá árinu 1967 sem skartaði þeim Warren Beatty og Faye Dunaway í aðalhlutverki. Hann leikstýrði og skrifaði handritið að kvikmyndinni Kramer vs. Kramer árið 1979 með þeim Dustin Hoffman og Meryl Streep í aðalhlutverkum. Myndin varð tekjuhæsta mynd þess árs og vann til fimm Óskarsverðlauna, þar með talið bestu mynd. Benton sjálfur hlaut tvenn Óskarverðlaun, annars vegar fyrir bestu leikstjórn og hins vegar besta handrit. Hann hlaut svo aftur Óskarsverðlaun árið 1984 fyrir handritið að kvikmyndinni Places in the Heart sem hann leikstýrði einnig. Myndin var tekin upp á æskuslóðum Benton, Waxahachie í Texas, og skartaði þeim Sally Field, John Malkovich, Ed Harris og Danny Glover í aðalhlutverkum. Benton leikstýrði ellefu kvikmyndum á 35 árum og kom sú síðasta út árið 2007, Feast of Love. Eiginkona Benton til sextíu ára, Sallie Benton, lést árið 2023. Hann lætur eftir sig soninn John Benton. Andlát Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Opnar sig eftir handtökuna Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
New York Times greinir frá því að hann hafi látist á heimili sínu á Manhattan í New York á sunnudaginn. Benton var einn af virtustu kvikmyndagerðarmönnunum í Hollywood og sló í gegn sem handritshöfundur kvikmyndarinnar Bonnie og Clyde frá árinu 1967 sem skartaði þeim Warren Beatty og Faye Dunaway í aðalhlutverki. Hann leikstýrði og skrifaði handritið að kvikmyndinni Kramer vs. Kramer árið 1979 með þeim Dustin Hoffman og Meryl Streep í aðalhlutverkum. Myndin varð tekjuhæsta mynd þess árs og vann til fimm Óskarsverðlauna, þar með talið bestu mynd. Benton sjálfur hlaut tvenn Óskarverðlaun, annars vegar fyrir bestu leikstjórn og hins vegar besta handrit. Hann hlaut svo aftur Óskarsverðlaun árið 1984 fyrir handritið að kvikmyndinni Places in the Heart sem hann leikstýrði einnig. Myndin var tekin upp á æskuslóðum Benton, Waxahachie í Texas, og skartaði þeim Sally Field, John Malkovich, Ed Harris og Danny Glover í aðalhlutverkum. Benton leikstýrði ellefu kvikmyndum á 35 árum og kom sú síðasta út árið 2007, Feast of Love. Eiginkona Benton til sextíu ára, Sallie Benton, lést árið 2023. Hann lætur eftir sig soninn John Benton.
Andlát Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Opnar sig eftir handtökuna Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira