108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Stefán Árni Pálsson skrifar 14. maí 2025 11:00 Daníel hefur algjörlega snúið við blaðinu. Hann segist hafa horft í spegilinn einn daginn og ekki getað meir. Nú fjórum árum seinna er hann 108 kílóum léttari, er orðinn 95 kíló og aldrei verið hamingjusamari, á kærustu og langar aftur í nám. Sindri Sindrason hitti Daníel Willemoes Olsen í Íslandi í dag á Stöð 2 í vikunni en hann er í dag 35 ára Hafnfirðingur. „Ég var alltaf þyngir en allir krakkarnir, kannski tíu til tuttugu kílóum þyngri og maður fær ekkert að gleyma því,“ segir Daníel um barnæskuna sem hafi verið erfið. „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti. Ég var kallaður kubbur og fitubolla. Mér leið hræðilega og að mæta á hverjum degi í skóla var eiginlega andlegt morð. Ég mætti voðalega illa og stundum faldi ég mig einverstaðar og fór ekkert í skólann,“ segir Daníel og bætir við að hann hafi ekki verið nægilega duglegur að segja frá og að best hafi honum fundist að forðast ástandið. Eftir erfiða grunnskólagöngu fór hann í Flensborg en aðal hrekkjusvínið var á staðnum og hætti hann þar eftir eina önn. Mat notaði hann til þess að hugga sig en þunglyndið færðist smá og smá yfir. Forðaðist vini sína „Ég var farinn að forðast að vera með vinum mínum. Ég átti alveg vini en mér var farið að líða svo illa að mér leið ekkert betur að vera með þeim. Ég man eiginlega ekkert eftir tvítugsaldrinum. Það voru tölvuleikir og ég reykti gras, annað man ég ekki,“ segir Daníel sem var mest yfir 190 kíló. „Ég var búinn að gefast upp á lífinu og framtíðinni. Vendipunkturinn var 10. febrúar 2021. Þá vigtaði ég mig í fyrsta skipti í meira en ár og sá þá 190 kíló. Þá horfi ég í spegilinn og hugsa að ég sé að fara deyja eftir nokkur ár. Ég sá fyrir mér jarðarför, mömmu og bróðir minn og sá fyrir mér að þau skammist sín fyrir það að ég passi ekki í líkkistu. Ég gat ekki gert þeim það,“ segir Daníel sem tók þarna einn dag í viðbót af ofsaáti og byrjaði síðan. Þegar Daníel var sem þyngstur. „Ég byrjaði að borða bara epli og gulrætur fyrstu vikuna. Ég byrjaði strax að léttast og eiginlega á hverjum einasta degi. Ég var stöðugt að missa sex til níu kíló í hverjum einasta mánuði. Ég planaði fyrst að ég myndi fagna með pítsu í 180 kílóum en vildi það ekki þegar ég var kominn þangað. Svo 160, 150 en ég fékk mér aldrei pítsuna. Síðan næstum því þrettán mánuðum seinna var ég 95 kíló.“ Hann missti 108 kíló og það án þess að sprauta sig með þyngdarstjórnunnarpenna eða fara í hjáveituaðgerð. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Heilsa Ísland í dag Mest lesið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Líf, fjör og einmanaleiki Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið Fleiri fréttir Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Sjá meira
Sindri Sindrason hitti Daníel Willemoes Olsen í Íslandi í dag á Stöð 2 í vikunni en hann er í dag 35 ára Hafnfirðingur. „Ég var alltaf þyngir en allir krakkarnir, kannski tíu til tuttugu kílóum þyngri og maður fær ekkert að gleyma því,“ segir Daníel um barnæskuna sem hafi verið erfið. „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti. Ég var kallaður kubbur og fitubolla. Mér leið hræðilega og að mæta á hverjum degi í skóla var eiginlega andlegt morð. Ég mætti voðalega illa og stundum faldi ég mig einverstaðar og fór ekkert í skólann,“ segir Daníel og bætir við að hann hafi ekki verið nægilega duglegur að segja frá og að best hafi honum fundist að forðast ástandið. Eftir erfiða grunnskólagöngu fór hann í Flensborg en aðal hrekkjusvínið var á staðnum og hætti hann þar eftir eina önn. Mat notaði hann til þess að hugga sig en þunglyndið færðist smá og smá yfir. Forðaðist vini sína „Ég var farinn að forðast að vera með vinum mínum. Ég átti alveg vini en mér var farið að líða svo illa að mér leið ekkert betur að vera með þeim. Ég man eiginlega ekkert eftir tvítugsaldrinum. Það voru tölvuleikir og ég reykti gras, annað man ég ekki,“ segir Daníel sem var mest yfir 190 kíló. „Ég var búinn að gefast upp á lífinu og framtíðinni. Vendipunkturinn var 10. febrúar 2021. Þá vigtaði ég mig í fyrsta skipti í meira en ár og sá þá 190 kíló. Þá horfi ég í spegilinn og hugsa að ég sé að fara deyja eftir nokkur ár. Ég sá fyrir mér jarðarför, mömmu og bróðir minn og sá fyrir mér að þau skammist sín fyrir það að ég passi ekki í líkkistu. Ég gat ekki gert þeim það,“ segir Daníel sem tók þarna einn dag í viðbót af ofsaáti og byrjaði síðan. Þegar Daníel var sem þyngstur. „Ég byrjaði að borða bara epli og gulrætur fyrstu vikuna. Ég byrjaði strax að léttast og eiginlega á hverjum einasta degi. Ég var stöðugt að missa sex til níu kíló í hverjum einasta mánuði. Ég planaði fyrst að ég myndi fagna með pítsu í 180 kílóum en vildi það ekki þegar ég var kominn þangað. Svo 160, 150 en ég fékk mér aldrei pítsuna. Síðan næstum því þrettán mánuðum seinna var ég 95 kíló.“ Hann missti 108 kíló og það án þess að sprauta sig með þyngdarstjórnunnarpenna eða fara í hjáveituaðgerð. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Heilsa Ísland í dag Mest lesið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Líf, fjör og einmanaleiki Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið Fleiri fréttir Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Sjá meira