Lífið

Stjórn­mála­menn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austur­bæ

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Góðir gestir stúlknanna hófu kvöldið á því að dansa samhæfðan dans við „Daddy Cool“ með Boney M.
Góðir gestir stúlknanna hófu kvöldið á því að dansa samhæfðan dans við „Daddy Cool“ með Boney M.

Skinkur, hnakkar og skoðanaglaðir stjórnmálamenn létu sig ekki vanta á lifandi sýningu hlaðvarpsins Komið gott í Austurbæjarbíói í gær. Ef marka má samfélagsmiðla stóð opnunaratriðið upp úr þar sem þær stöllur dönsuðu við Boney M með Magnúsi Ragnarssyni og hinum ýmsu stjórnmálamönnum.

Kristín og Ólöf héldu sams konar viðburð fyrir ári síðan fyrir fullu húsi í Iðnó en nú varð Austurbæjarbíói fyrir valinu sem tekur töluvert fleiri gesti. Það gilti einu, uppselt varð á viðburðinn á tveimur mínútum þegar hann fór í sölu í nóvember. Venjulegur miði kostaði 8.900 krónur en einnig voru í boði „auðmannaborð“ fyrir fimm manns á 89.000 krónur.

Heiðrún Lind og Sigríður Andersen létu sig ekki vanta.

Fréttastofa var með fulltrúa á vettvangi í gær sem sagði Austurbæinn hafa verið kjaftfullan. Þá hafi góð tilboð verið á barnum sem skiluðu sér í ótæpilegri drykkju og æðisgenginni stemmingu. Hver gestur fékk gjafapoka sem innihélt ýmsa glaðninga og var mikið lagt í framleiðsluna með tveimur stórum skjáum.

Meðal gesta í gær voru Marta María Winkel á Smartlandi, athafnakonan Lilja Pálmadóttir, fjölmiðlamaðurinn Stefán Einar Stefánsson, Heiðrún Lind Marteinsdóttir hjá SFS, Gerður Arinbjarnardóttir í Blush og fleiri góðir.

Dansatriði, gestir grillaðir og Jens sló í gegn

Viðburðurinn hófst á stóru og metnaðarfullu dansatriði þar sem Kristín og Ólöf dönsuðu við „Daddy Cool“ með Boney M ásamt góðum hópi fólks. 

Þar stigu á svið Magnús Ragnarsson, stórvinur stúlknanna; Snorri Másson, varaformaður Miðflokksins; Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar; Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík; Sigríður Andersen, þingmaður Miðflokksins; Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík og Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins.

Dansararnir glöddu gesti.
Sigurður Ingi, Snorri Másson og Jens Garðar ræddu málin baksviðs.

Eftir það tók við hlaðvarpshlutinn þar sem Ólöf og Kristín spjölluðu saman, baunuðu á hinn og þennan og fengu síðan góða gesti upp á svið til að grilla. Meðal þeirra sem fóru upp á svið voru Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Sigríður Andersen.

Ólöf Skaftadóttir réttir gestum Gull Lite meðan Jens Garðar syngur „Slá í gegn“.

Síðan var Jens Garðar Helgason, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, dreginn upp á svið til að taka „Slá í gegn“ með Stuðmönnum og söng þá allur salurinn með.

Hér fyrir neðan má sjá myndbönd af dansinum tryllta:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.