Innlent

Líflátshótanir í kjöl­far veð­mála og ótta­slegin eftir út­burð

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld. Vilhelm

Íslenskum körfuboltamanni hafa borist líflátshótanir og börnum hans verið hótað af fólki sem hefur veðjað á leiki sem hann hefur spilað. Nú síðast í úrslitakeppninni bárust honum rætin skilaboð eftir að hafa klikkað á tveimur vítum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við körfuboltamanninn og við sýnum frá skilaboðum sem honum hafa borist.

Atvinnuvegaráðherra segir ekki inni í myndinni að hvalveiðar við Íslandsstrendur haldist óbreyttar. Annað hvort muni hún herða skilyrði eða finna leiðir til að banna þær alfarið með frumvarpi næsta haust. Við ræðum við ráðherra og förum yfir glænýja skýrslu um lagaumgjörð hvalveiða sem ákvörðunin verður byggð á.

Kona sem var borin út úr íbúð á vegum félagsbústaða segist ekki eiga í nein önnur hús að venda og að hún óttist nú um líf sitt. Við hittum konuna en mál hennar hefur vakið mikla athygli.

Þá verðum við í beinni frá Alþingi þar sem þingmenn standa í maraþon ræðuhöldum um veiðigjaldafrumvarpið, sjáum myndir frá Vatíkaninu þar sem verið er að undirbúa páfakjör og hittum VÆB-bræður sem stíga á svið í Eurovision eftir viku.

Í Sportpakkanum hittum við íslenska landsliðskonu sem var valin besti markvörður ítölsku deildarinnar og í Íslandi í dag kíkjum við á Jóa Fel sem er ástfanginn í Hveragerði.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 má sjá í heild sinni hér að neðan:

Klippa: Kvöldfréttir 6. maí 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×