Hefur áhyggjur af arftaka sínum Bjarki Sigurðsson skrifar 2. maí 2025 19:04 Einar Þorsteinsson og Heiða Björg Hilmisdóttir þegar Heiða tók við sem borgarstjóri í febrúar. Vísir/Vilhelm A-hluti Reykjavíkurborgar skilaði tæplega fimm milljarða króna afgangi í fyrra. Um er að ræða tæplega tíu milljarða viðsnúning frá 2023. Borgarstjóri segist bjartsýn á framhaldið en fyrrverandi borgarstjóri segir óttast að árangurinn verði horfinn undir lok árs. Árið 2024 skilaði A-hluti borgarinnar, sem er sú starfsemi sem er að hluta eða öllu leyti fjármögnuð með skatttekjum, fjögurra komma sjö milljarða afgangi, samanborið við fimm milljarða halla árið 2023. Árið 2022 var hallinn tæpir sextán milljarðar og því tuttugu milljarða viðsnúningur á tveimur árum. „Það er mikilvægt að skila afgangi og það er mjög gaman þegar hann er meiri en maður gerði ráð fyrir. Þetta sýnir líka að það plan sem við settum upp þegar við vorum að fara í gegnum Covid er að skila sér. Það var rétt ákvörðun að ákveða að vaxa út úr vandanum þó það hefði í för með sér nokkur erfið ár í rekstri,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri. Heiða segir viðsnúninginn meðal annars mega rekja til lægri vaxta, hærra hlutfalls vinnandi fólks í borginni og öruggra stjórnarhátta borgarstjórnar. „Við ætlum okkur auðvitað að reksturinn verði enn þá betri á þessu ári og næsta. Það er mikilvægt. A-hlutinn er þessi eiginlegi sjóður sem við eigum öll saman og á að standa undir kostnaði við grunnþjónustu við okkur og uppbyggingu innan borgarinnar. Það er mjög mikilvægt að hann sé sjálfbær,“ segir Heiða. Allt árið 2024 var Einar Þorsteinsson borgarstjóri. Hann fagnar góðum ársreikningi, en óttast um framhaldið. „Þetta er hægt ef viljinn er fyrir hendi. En ég verð að segja að það er dálítið hjákátlegt að sjá nýjan meirihluta sem er með borgarstjóra sem er kannski aðalbrennuvargurinn í fjármálum borgarinnar, koma og halda blaðamannafund til að hrósa slökkviliðinu. En gott og vel, ég treysti því að vil höldum áfram á þessari braut. En því miður vekja áherslur nýs meirihluta áhyggjur og ég óttast að nýr meirihluti muni eyða þeim góða árangri sem við náðum á því ári sem við stýrðum borginni,“ segir Einar. Borgarstjórn Reykjavík Rekstur hins opinbera Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Lína Langsokkur - Uppselt er á 50 sýningar Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Sjá meira
Árið 2024 skilaði A-hluti borgarinnar, sem er sú starfsemi sem er að hluta eða öllu leyti fjármögnuð með skatttekjum, fjögurra komma sjö milljarða afgangi, samanborið við fimm milljarða halla árið 2023. Árið 2022 var hallinn tæpir sextán milljarðar og því tuttugu milljarða viðsnúningur á tveimur árum. „Það er mikilvægt að skila afgangi og það er mjög gaman þegar hann er meiri en maður gerði ráð fyrir. Þetta sýnir líka að það plan sem við settum upp þegar við vorum að fara í gegnum Covid er að skila sér. Það var rétt ákvörðun að ákveða að vaxa út úr vandanum þó það hefði í för með sér nokkur erfið ár í rekstri,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri. Heiða segir viðsnúninginn meðal annars mega rekja til lægri vaxta, hærra hlutfalls vinnandi fólks í borginni og öruggra stjórnarhátta borgarstjórnar. „Við ætlum okkur auðvitað að reksturinn verði enn þá betri á þessu ári og næsta. Það er mikilvægt. A-hlutinn er þessi eiginlegi sjóður sem við eigum öll saman og á að standa undir kostnaði við grunnþjónustu við okkur og uppbyggingu innan borgarinnar. Það er mjög mikilvægt að hann sé sjálfbær,“ segir Heiða. Allt árið 2024 var Einar Þorsteinsson borgarstjóri. Hann fagnar góðum ársreikningi, en óttast um framhaldið. „Þetta er hægt ef viljinn er fyrir hendi. En ég verð að segja að það er dálítið hjákátlegt að sjá nýjan meirihluta sem er með borgarstjóra sem er kannski aðalbrennuvargurinn í fjármálum borgarinnar, koma og halda blaðamannafund til að hrósa slökkviliðinu. En gott og vel, ég treysti því að vil höldum áfram á þessari braut. En því miður vekja áherslur nýs meirihluta áhyggjur og ég óttast að nýr meirihluti muni eyða þeim góða árangri sem við náðum á því ári sem við stýrðum borginni,“ segir Einar.
Borgarstjórn Reykjavík Rekstur hins opinbera Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Lína Langsokkur - Uppselt er á 50 sýningar Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Sjá meira