„Okkur grunar að um skipulagða skotárás hafi verið að ræða,“ sagði Magnús Jansson Klarin, talsmaður sænsku lögreglunnar við Aftonbladet.
Í nýrri tilkynningu frá sænsku lögreglunni hefur fengist staðfest að þrír séu látnir og málið sé rannsakað sem morð.
Árásarmaðurinn er sagður hafa ekið af vettvangi á rafmagnsvespu, en svæðið hefur verið girt af og þyrla á vegum lögreglunnar aðstoðar við leitina.
Samkvæmt Aftonbladet á árásin að hafa átt sér stað nálægt hárgreiðslustofu.
Vegfarendur á svæðinu segjast hafa heyrt nokkra skothvelli.
„Ég heyrði fimm skot, og sá fólk hlaupa í mismunandi áttir og fela sig,“ sagði vitni við SVT.
Lestarumferð til og frá Uppsölum var stöðvuð tímabundið klukkan 17:30 að staðartíma, en klukkan 18 var hún komin aftur í gang, að sögn sænsku samgöngustofunnar.


Fréttin verður uppfærð