„Getum klárlega farið alla leið ef við viljum það“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 13. apríl 2025 21:35 Dagbjört Dögg Karlsdóttir er lykilmaður í liði Vals. vísir/Hulda Margrét Valur sendi Þórsara í sumarfrí í Bónus deild kvenna í kvöld þegar þær höfðu betur með fimm stigum 75-70 og um leið 3-1 í seríu. „Mjög góð og léttir að þurfa ekki að fara aftur norður. Þetta var ekki fallegur sigur en þetta er svona einn af þeim sem að sigur er sigur. Ánægð með sigurinn en margt sem að við hefðum getað gert betur í dag fannst mér“ sagði Dagbjört Dögg Karlsdóttir leikmaður Vals eftir sigurinn í kvöld. Valur byrjaði leikinn af krafti en missti svo svolítið tökin og Þór leiddi leikinn lengi vel. Það var aftur á móti góður endasprettur sem sigldi þessu heim fyrir Val. „Þegar við missum þetta þarna niður þá finnst mér það sérstaklega þarna varnarlega. Við erum að leyfa Maddie að gera alltof mikið þarna í teignum og tókum eitt leikhlé þarna þar sem Jamil bað okkur aðeins um að ýta henni meira út úr teignum og gera þetta aðeins erfðara og þegar við byrjuðum að gera það þá fannst mér við aðeins ná taktinum upp“ „Ég fæ þarna opið skot sem að ég set niður og þetta var svolítið meðbyrinn með okkur þarna þegar ég set þetta skot niður fannst mér. Small saman í vörninni og skotin fóru að detta“ Dagbjört Dögg setti niður mikilvægan þrist þegar langt var liðið inn í fjórða leikhluta sem að jafnaði leikinn og það virtist kveikja í Valsliðinu. „Það kemur alltaf svona „momentum“ með stemningsþristum og svo fannst mér stúkan frábær líka. Öll svona stemning og orka það fleytir okkur ansi langt“ Valur hafði betur í seríunni 3-1 og bíða nú bara eftir að fá að vita hverjir verða mótherjar þeirra í undanúrslitum en hversu langt getur þetta Valslið farið? „Alla leið. Það er ekki spurning. Það er það sama með öll lið í þessari deild. Við sjáum bara að þessi lið sem eru komin áfram þau eru alveg búnar að vera í hörku leikjum fyrir utan kannski Keflavík, þær fóru svona frekar léttilega með Tindastól en það getur allt gerst í þessu og við getum klárlega farið alla leið ef við viljum það“ sagði Dagbjört Dögg að lokum. Valur Bónus-deild kvenna Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Dagskráin í dag: Blikar og Íslendingalið í Evrópu, HM í pílu og Bónus deildin Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Sjá meira
„Mjög góð og léttir að þurfa ekki að fara aftur norður. Þetta var ekki fallegur sigur en þetta er svona einn af þeim sem að sigur er sigur. Ánægð með sigurinn en margt sem að við hefðum getað gert betur í dag fannst mér“ sagði Dagbjört Dögg Karlsdóttir leikmaður Vals eftir sigurinn í kvöld. Valur byrjaði leikinn af krafti en missti svo svolítið tökin og Þór leiddi leikinn lengi vel. Það var aftur á móti góður endasprettur sem sigldi þessu heim fyrir Val. „Þegar við missum þetta þarna niður þá finnst mér það sérstaklega þarna varnarlega. Við erum að leyfa Maddie að gera alltof mikið þarna í teignum og tókum eitt leikhlé þarna þar sem Jamil bað okkur aðeins um að ýta henni meira út úr teignum og gera þetta aðeins erfðara og þegar við byrjuðum að gera það þá fannst mér við aðeins ná taktinum upp“ „Ég fæ þarna opið skot sem að ég set niður og þetta var svolítið meðbyrinn með okkur þarna þegar ég set þetta skot niður fannst mér. Small saman í vörninni og skotin fóru að detta“ Dagbjört Dögg setti niður mikilvægan þrist þegar langt var liðið inn í fjórða leikhluta sem að jafnaði leikinn og það virtist kveikja í Valsliðinu. „Það kemur alltaf svona „momentum“ með stemningsþristum og svo fannst mér stúkan frábær líka. Öll svona stemning og orka það fleytir okkur ansi langt“ Valur hafði betur í seríunni 3-1 og bíða nú bara eftir að fá að vita hverjir verða mótherjar þeirra í undanúrslitum en hversu langt getur þetta Valslið farið? „Alla leið. Það er ekki spurning. Það er það sama með öll lið í þessari deild. Við sjáum bara að þessi lið sem eru komin áfram þau eru alveg búnar að vera í hörku leikjum fyrir utan kannski Keflavík, þær fóru svona frekar léttilega með Tindastól en það getur allt gerst í þessu og við getum klárlega farið alla leið ef við viljum það“ sagði Dagbjört Dögg að lokum.
Valur Bónus-deild kvenna Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Dagskráin í dag: Blikar og Íslendingalið í Evrópu, HM í pílu og Bónus deildin Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Sjá meira